Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1987, Page 11

Frjáls verslun - 01.07.1987, Page 11
100 stærstu Hundrað stærstu fyrirtækin 1986: Bankarnir sveiflast niður-, Hagkaup og útflutningur upp Eiga ríkisfyrirtæki að vera með? Frjáls verslun birtir að þessu sinni hina viðamiklu lista yfir stærstu fyrirtæki landsins. Birting þessara lista er árviss í blaðinu og hefur verið svo í meira en áratug. Nú hin síðari ár hafa verið gerðar miklar breytingar á allri uppbygg- ingu verkefnisins. Annars staðar í blaðinu er fjallað ítarlega um þessar breyt- ingar. Hér á eftir mun einkum verða fjall- að um efnislega þróun atvinnulífsins á íslandi 1986, eins og lesa má hana úr þeim tölum, sem á listunum birtast. Þeir sem þessa lista vinna, hafa ávallt tekið fram, að með góðri vissu megi fullyrða, að þarna séu í það minnsta 100 stærstu fyrirtækin hér á landi, þegar stærð þeirra er miðuð við veltu. Af áralangri reynslu af gerð listanna yfir stærstu fyrirtækin má einnig segja að röðun þeirra fyrir- tækja sem næst koma, í það minnsta upp að 150 sé nærri lagi. Niðursveifla bankanna Fjórða árið í röð má segja að bankar og peningastofanir séu í „sveiflu". Ár- ið 1983 var talað um „sigurgöngu" bankanna. Árið 1984 var sagt frá hléi á sigurgöngu þeirra, jafnvel afturför þeirra, og þá var bankastarfsemi rek- in með tapi. Dæmið snerist hinsvegar við árið 1985. Veltuaukning og hagn- aður allra bankanna, og í það minnsta stærstu sparisjóðanna, var mikil. Þá er að siálfsögðu undanskilinn Útvegs- banki íslands. Þeir unnu verkið Ólafur Geirsson og Jón Birgir Pét- ursson. Listinn um stærstu fyrirtækin er eins og áður unninn af Jóni Birgi Pét- urssyni og Ólafi Geirssyni hjá Blaða- og fréttaþjónustunni. Guðráður Sig- urjónsson í Fasti hf. í Hamraborg 14 í Kópavogi veitti tölvuráðgjöf og ann- aðist vinnslu. Að þessu sinni, þegar rætt er um árið 1986, eru bankamir í nokkurri niðursveiflu að nýju. Velta þeirra minnkar, bæði í krónum talið, og einnig hlutfallslega milli ára, þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar. Hagnaður bankanna er einnig veru- lega minni árið 1986 en 1985. Þar er undanskilinn Landsbanki íslands. Varðandi veltuaukningu sker Alþýðu- bankinn hf. sig einnig úr með þriðj- ungs veltuaukningu í krónum talið. Sú veltuaukning hefur hinsvegar greini- lega verið á kostnað rekstrarafkomu, því tap bankans er töluvert á árinu 1986. Skýringar á niðursveiflu banka og sparisjóða 1986 er sú að tekjur þeirra af verðbótum eru mun minni 1986 en árið á undan. Einnig mun mismunur inn- og útlánsvaxta hafa verið þeim óþægilega lítill. Vafalaust stafar það af aukinni samkeppni þeirra á milli um sparifé landsmanna í kjölfar síaukins vaxtafrelsis. Hagkaup hf. og Marbakki hf. styrkja stöðu sína Á aðallista færast bankar og pen- ingastofnanir niður í röð eins og sjá má á listanum sem hér fer á eftir. Um aðrar einstakar breytingar í röð má benda á Hagkaup hf. sem færist úr 21. sæti 1985 í 14. sæti 1986, enda veltu- aukning fyrirtækisins 53%. Annað fyrirtæki, Marbakki hf., hækkar enn meira, fer í 39. sæti úr 81., - veltu- aukning um 160%. Heildverslun Ingv- 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.