Frjáls verslun - 01.07.1987, Page 11
100 stærstu
Hundrað stærstu fyrirtækin 1986:
Bankarnir sveiflast niður-,
Hagkaup og útflutningur upp
Eiga ríkisfyrirtæki að vera með?
Frjáls verslun birtir að
þessu sinni hina viðamiklu
lista yfir stærstu fyrirtæki
landsins. Birting þessara
lista er árviss í blaðinu og
hefur verið svo í meira en
áratug. Nú hin síðari ár
hafa verið gerðar miklar
breytingar á allri uppbygg-
ingu verkefnisins. Annars
staðar í blaðinu er fjallað
ítarlega um þessar breyt-
ingar.
Hér á eftir mun einkum verða fjall-
að um efnislega þróun atvinnulífsins á
íslandi 1986, eins og lesa má hana úr
þeim tölum, sem á listunum birtast.
Þeir sem þessa lista vinna, hafa
ávallt tekið fram, að með góðri vissu
megi fullyrða, að þarna séu í það
minnsta 100 stærstu fyrirtækin hér á
landi, þegar stærð þeirra er miðuð við
veltu. Af áralangri reynslu af gerð
listanna yfir stærstu fyrirtækin má
einnig segja að röðun þeirra fyrir-
tækja sem næst koma, í það minnsta
upp að 150 sé nærri lagi.
Niðursveifla
bankanna
Fjórða árið í röð má segja að bankar
og peningastofanir séu í „sveiflu". Ár-
ið 1983 var talað um „sigurgöngu"
bankanna. Árið 1984 var sagt frá hléi á
sigurgöngu þeirra, jafnvel afturför
þeirra, og þá var bankastarfsemi rek-
in með tapi. Dæmið snerist hinsvegar
við árið 1985. Veltuaukning og hagn-
aður allra bankanna, og í það minnsta
stærstu sparisjóðanna, var mikil. Þá
er að siálfsögðu undanskilinn Útvegs-
banki íslands.
Þeir unnu
verkið
Ólafur Geirsson og Jón Birgir Pét-
ursson.
Listinn um stærstu fyrirtækin er
eins og áður unninn af Jóni Birgi Pét-
urssyni og Ólafi Geirssyni hjá Blaða-
og fréttaþjónustunni. Guðráður Sig-
urjónsson í Fasti hf. í Hamraborg 14 í
Kópavogi veitti tölvuráðgjöf og ann-
aðist vinnslu.
Að þessu sinni, þegar rætt er um
árið 1986, eru bankamir í nokkurri
niðursveiflu að nýju. Velta þeirra
minnkar, bæði í krónum talið, og
einnig hlutfallslega milli ára, þegar
tekið er tillit til verðlagsþróunar.
Hagnaður bankanna er einnig veru-
lega minni árið 1986 en 1985. Þar er
undanskilinn Landsbanki íslands.
Varðandi veltuaukningu sker Alþýðu-
bankinn hf. sig einnig úr með þriðj-
ungs veltuaukningu í krónum talið. Sú
veltuaukning hefur hinsvegar greini-
lega verið á kostnað rekstrarafkomu,
því tap bankans er töluvert á árinu
1986.
Skýringar á niðursveiflu banka og
sparisjóða 1986 er sú að tekjur þeirra
af verðbótum eru mun minni 1986 en
árið á undan. Einnig mun mismunur
inn- og útlánsvaxta hafa verið þeim
óþægilega lítill. Vafalaust stafar það af
aukinni samkeppni þeirra á milli um
sparifé landsmanna í kjölfar síaukins
vaxtafrelsis.
Hagkaup hf. og
Marbakki hf. styrkja
stöðu sína
Á aðallista færast bankar og pen-
ingastofnanir niður í röð eins og sjá
má á listanum sem hér fer á eftir. Um
aðrar einstakar breytingar í röð má
benda á Hagkaup hf. sem færist úr 21.
sæti 1985 í 14. sæti 1986, enda veltu-
aukning fyrirtækisins 53%. Annað
fyrirtæki, Marbakki hf., hækkar enn
meira, fer í 39. sæti úr 81., - veltu-
aukning um 160%. Heildverslun Ingv-
11