Frjáls verslun - 01.07.1987, Síða 12
ars Helgasonar eykur veltu sína um
100% og færist upp um 30 sæti og er
nú 49. stærsta fyrirtæki landsins. Þar
sjáum við merki aukins bílainnflutn-
ings. Stærsta bílaumboðið, Hekla hf.,
bætir einnig stöðu sína, fer úr 34.
sæti í 29. sæti.
Þá má einnig sjá merki fjölmiðla-
byltingarinnar á listanum. Ríkisút-
varpið sem að vísu heldur að mestu
sínum hlut í veltu, og er nú í 50. sæti á
aðallista, en var í 46. sæti. Rekstrar-
tap þess var árið 1986 142,5 milljónir
króna.
Grandi strax á
toppinn
Allgóð afkoma stóru sjávarútvegs-
fyrirtækjanna kemur einnig fram á
listanum. Grandi hf., sem varð til við
samruna BÚR og ísbjarnarins hf. í
fyrra, skipar sér strax í efsta sæti á
lista yfir stærstu fyrirtæki í sjávar-
Hekla hf., stærsta bílaumboðið, hefur bætt stöðu sína og fer úr 34. sæti í
29. sæti.
útvegi. Grandi hf. er ennfremur í 26.
sæti á aðallista yfir stærstu fyrirtæki
landsins. Að vísu er nokkurt rekstr-
artap á fyrirtækinu, en bæði greiðslu-
og efnahagsstaða þess virðist þokka-
leg.
Önnur fyrirtæki sem virðast hafa
skapað sér sess sem stór fyrirtæki í
sjávarútvegi og fískvinnslu eru Kaup-
félag Skaftfellinga-KASK, Sfldar-
vinnslan á Neskaupstað, Útgerðarfé-
lag Akureyringa hf., Síldarverksmiðj-
ur ríkisins, Einar Guðfinnsson hf. á
Bolungarvík og Hraðfrystihús Eski-
fjarðar hf..
Aður hefur verið minnst á mikinn
vöxt útflutningsfyrirtækisins Mar-
bakka hf., sem 1986 var orðið 5.
stærsta útflutningsfyrirtæki landsins.
Aðeins Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, SIS, Sölusamtök ísl. fiskfram-
leiðenda og Sildarútvegsnefnd eru
stærri. Gámavæðing, aukinn rækju-
útflutningur og fleira sést í veltuaukn-
ingu ísfangs hf. á ísafirði (142% veltu-
aukning), íslensku útflutningsmið-
Hagkaup tekur stórt stökk á listanum og færist úr 21. sæti í 14. sæti.
12