Frjáls verslun - 01.07.1987, Page 19
stofn til skattlagningar, sem fenginn
er úr gögnum Hagstofu íslands. í
fjölda slysatryggðra vinnuvikna er
síðan deilt með 52 (vikum) og er þá
kominn meðalfjöldi starfsmanna. Eins
má kalla þessa niðurstöðu ársverk.
Hún jafngildir vinnuframlagi eins
manns í fullu staríi í eitt ár. Hún getur
einnig táknað hlutastörf fleiri manna,
sem samanlagt inna af hendi eitt árs-
verk og þarf að hafa það í huga, þegar
verið er að bera saman meðallaun.
Bein laun í milljónum
króna
Hér er um að ræða heildarlauna-
greiðslur fyrirtækja, samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofu íslands.
Meðallaun í þúsundum
króna
Meðallaun starfsmanna hjá fyrir-
tæki. Þessi tala er fundin með því að
deila með meðalfjölda starfsmanna
upp í upphæð beinna launa. Hér er þá
um að ræða meðallaun starfsmanna,
miðað við starfsmann, sem vinnur
fullt starf í eitt ár.
Allt er fyrirvörum háð
Hér skal að lokum undirstrikað, að
varast ber að draga of ákveðnar álykt-
anir af þeim upplýsingum, sem hér
birtast. Þó er óhætt að fullyrða, að
vissar ályktanir má draga af efni list-
ans um stærstu fyrirtæki.
Samanburður á ýmsum fyrirtækj-
um í ólíkum rekstri er ávallt erfiður og
varasamur. Ber að taka hann með
fyrirvara.
P/\Ð ÞOLIR P/\Ð
B 8 skrifstofuhúsgögn
eru sterk og stílhrein.
Skúffurnar hafa verið
þolreyndar með 20 kílóa
þunga, 250 þúsund
sinnum Þetta eru hús-
gögn sem þola álag.
- Stokkar fyrir allar leiðslur
- Læsingar á allar hirslur
- Skúffur á kúlulegum
- Armstólar komast auðveldlega undir plötu
- Óteljandi samsetningarmöguleikar
Hallarmúla 2, slmi 83211
Austurstræli 10, slmi 27211
Kringlunni, slmi 689211
HÓTEL ALEXANDRA AUGLYSINGASTOFA