Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 53
Heimsvísitala hlutabréfa 1984 til 1994. Hún mælir meðal- verð á hlutabréfum í sextán mikilvægustu löndunum, vegið eftir markaðsverði hlutabréfa í hverju landi. Frá ársbyrjun 1990 til árs- loka 1994 hækkuðu 100 krónur ávaxtaðar í íslensk- um skuldabréfum í 175 krón- ur. Sú ávöxtun svarar til 7,4% raunávöxtunar á ári. íslensk skuldabréf íslensk hlutabréf 1990 til 1994 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Hlutabréfaverð á íslandi hækkaði um 20% árið 1994. Það var meira en víðast ann- ars staðar í heiminum. húsbréf. Við hækkun á markaðsvöxtum lækkar verð (gengi) á skulda- bréfum með föstum vöxtum og þannig verð- ur ávöxtun lakari en ella. Þrátt fyrir þessa hækkun vaxta var ávöxt- un íslenskra hlutabréfa með ágætum á árinu 1994 en raunávöxtun var hvorki meira né minna en 20% frá upphafi til loka ársins. Heildará- vöxtun á íslenskum verðbréfamarkaði var því 4,7% yfir verðbólgu árið 1994 þar sem and- virði hlutabréfa er 16 til 17% markaðsverðmæt- isins.“ Sigurður vék að áhættu við ávöxtun fjár. „Til að ná bestu ávöxtun þegar til lengdar lætur verður að gæta þess að óvissa sé jafnan eins lítil og frekast er unnt. Margur hefur tilhneig- ingu til að festa kaup á þeirri tegund verðbréfa sem á hverjum tíma virð- ist bera besta ávöxtun. Löng reynsla er fyrir því að þessi tegund „fjár- festingarstefnu“ ber ekki góðan árangur þegar til lengdar lætur. Áhætta (óvissa um ávöxtun) í safni verðbréfa minnkar eftir því sem fjöldi verðbréfa í safninu eykst úr einu til tveimur verðbréfum í tíu til fimmtán. Þessi óvissa greinist í tvennt, sérstaka áhættu og markað- sáhættu. Sérstök áhætta nefnist sá hluti sem tengist einstökum fyrir- tækjum eða útgefendum skuldabréfa og hlutabréfa. Þá áhættu er hægt að minnka niður í næstum ekki neitt með því að eiga skynsamlega samsett safn af verðbréfum." BÆTT ÁVÖXTUN MEÐ ERLENDUM SKULDABRÉFUM Hann tók síðan dæmi um það hvemig ávöxtun getur hækkað án meiri óvissu þegar erlend verðbréf bætast í innlent safn. „í þessu dæmi er sýnt að safn með 75% innlendum verðbréfum og 25% erlendum verð- bréfum ber til dæmis 3 til 5% hærri ávöxtun en innlent safn án þess að óvissa hafi aukist.“ „Mergurinn málsins er að þessi ár- angur næst ekki að jafnaði nema tryggt sé að aðeins markaðsáhætta fylgi þeim erlendu verðbréfum sem bætt er í safnið. Ef ávöxtun erlendu verðbréfanna er háð óvissu, sem tengist einstökum fyrirtækjum, gæti niðurstaðan orðið allt önnur og lakari, til dæmis ef keypt hefðu verið hluta- bréf og skuldabréf fárra útgefenda, svo sem General Motors, Barclays Bank í Bretlandi og rfldsskuldabréf firá Danmörku. Niðurstaðan er því sú að það er hægt að auka ávöxtun með því að áv- axta peninga í verðbréf- um frá fleiri en einu landi vegna þess að þannig nýtast tækifæri frá fleiri stöðum en einum mark- aði.“ UPPSVEIFLA í ÖLLUM IÐNRÍKJUNUM SAMTÍMIS Sigurður kom inn á tekjuaukninguna í iðn- ríkjunum á þessu ári. „Árið 1995 er sérstakt að því leyti að góður hag- vöxtur verður í öllum stærstu ríkjum heimsins á sama tíma. Á síðustu mánuðum hefur hagþró- un í Mið-Evrópuríkjun- um, með Þýskaland í broddi fylkingar, ogíjap- an orðið með þeim hætti að á árinu 1995 er hægt að tala um kröftuga upp- sveiflu í iðnríkjunum samtals í stað hægfara bata áður.“ Hann vék að hagvexti í Bandaríkjunum og sagði að þrátt fyrir að vextir hefðu hækkað úr 6 í um 8% á skuldabréfamark- aði þar væru þeir ekki það háir að þeir drægju úr áhuga fyrirtækja á fjárfestingum. Talið væri að hagvöxtur í Bandaríkjunum gæti haldist í að minnsta kosti 2 til 3% allt fram til aldamóta. Þá sagði hann Jap- ani hafa enn eina ferðina náð að aðlaga sig háu gengi jensins og þar væri framleiðsla nú tekin að aukast um- talsvert eftir samdrátt árið 1993. Hagvöxturinn í Japan yrði um 2 til 3% á þessu ári og horfur væru á frekari aukningu árin 1996 til 2000. „Þannig hafa stærstu þjóðarbú heimsins færst af samdráttarskeiði á árunum 1990 til 1993, þótt samdráttur hafi aldrei verið í nema einu þeirra í einu, yfir á nýtt hagvaxtarskeið þar sem framleiðsla vex nú í öllum ríkjun- um á sama tflna,“ sagði Sigurður B. Stefánsson. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.