Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 57
vísi krem. Við þurfum meiri fituvöm en franskar konur. Svo eiga íslenskar konur að mála sig lítið vegna þess að í birtunni héma verður málningin svo afgerandi. Konur eiga til dæmis ekki að mála sig þannig að fólk taki eftir augnskugganum. Förðunin á nefni- lega alltaf að mynda eina heild. Allt of margar konur hafa staðnað í bláum eða brúnum augnskugga og festast í ákveðinni förðun í staðinn fyrir að læra að mála sig. Þó það sé svolítið kaldhæðnislegt að segja það þá verða konur að gera sér grein fyrir því að útlit þeirra skiptir máli.“ HLUTLAUS KLÆÐABURÐUR Klæðnaður karla í við- skiptalífinu hefur breyst á und- anfömum árum. Anna segir að þeir séu famir að uppgötva að þeir þurfi ekki að klæðast eins og afi gamli. „Karlar þurfa ekki endilega að vera með bindi og í skyrtu. Þeir geta leyft sér að vera í bol. Karlmaður, sem væri til að mynda yfirmaður í landbúnaðarráðuneytinu, á ekki að vera klæddur eins og viðskiptamaður. Hann þarf að hafa samskipti við bændur og þeir mundu hugsa með sér að þessi uppstrflaði maður hefði ekki hundsvit á því sem hann væri að segja. Hann þyrfti því að vera í fallegum bol innanun- dir frekar þykkum jakka og vera sportlegur í útliti. Það fer nefnilega eftir því hvað maður er að gera hvemig maður klæðir sig. Aðalatriðið við stjómendur er að vera hlutlaus þannig að aðrir hafi ekki á tilfinning- unni að þeir séu að horfa niður á þá.“ Karlmaður, sem er forstjóri fjár- málafyrirtækis, á að vera með valds- mannlegt útlit. Hann ætti því að vera í jakkafötum, í vesti og með fallegt bindi. „Það gefur mjög traustvekjandi útlit. Héma á íslandi geta þeir einnig notað stakan jakka og stakar buxur.“ f vinnunni á forstjórinn að klæðast ljósum eða miðlungs dökkum jakka- fötum. A kvöldfundi snýst dæmið við. „Hann á að nota dekkri föt að kvöldi til því þau gera hann miklu fínni. Hann gæti auk þess notað slaufu í staðinn fyrir bindi. Ef um móttöku væri að ræða og hann vildi vera mjög fínn, gæti hann tekið á móti fólki í smóking. Svo gæti hann hugsanlega verið í vesti og jakka að kvöldi til en verið bara í jakka og með bindi að degi til.“ Ef forstjóri fjármálafyrirtækisins færi út að borða með eiginkonunni að kvöldi til mundi hann án efa vilja breyta um stfl og gæti leyft sér að Anna er lærður snyrtisérfræðingur og útlitshönn- uður. Hún hefur leiðbeint starfsmönnum margra fyrirtækja í klæðaburði og útliti. Margir stjórn- endur hafa einnig leitað ráða hjá henni, allt frá stjórnendum í litlum fyrirtækjum upp í ráðherra. vera í stökum jakka og bol og verið sportlegur. „Eiginkonan sér hann alltaf í jakkafötum og það þykir henni ekkert spennandi. Við þurfum alltaf að breyta um stfl fyrir makana. Ég held að margir staðni nefnilega í sama stflnum." Forstjóri sementsverksmiðju ætti að klæðast stökum jakka, stökum buxum og bol eða rúllukragapeysu. Viðskiptavinur gæti komið til hans í gallabuxum og úlpu og Anna segir að honum myndi líða mjög illa við að tala við mann sem væri í jakkafötum og með bindi. „Svo má forstjórinn ekki heldur vera of líkur þeim sem koma til hans. Þess vegna verður hann að vera í jakka vegna þess að það er alltaf viss virðing yfir jakka. Það má náttúr- lega ekki nota leður og rúskinn geng- ur ekki heldur. Efni hefur mikið að segja. Forstjóri sementsverksmið- junnar mundi velja föt úr þykkum ull- arefnum en forstjóri fjármálafyrir- tækisins veldi fingerð ullarefni með fallegri áferð.“ Karlmenn, sem eru ráðherrar, ættu að vera í jakkafötum í viðskipta- litum. „Mér finnst að þeir eigi að vera í dökkbláu, sem er heiðarleiki. Það hefur svo jákvæð áhrif á kjós- enduma. Þeir ættu að velja dökk föt á kvöldin, nákvæm- lega eins og fjármálamaðurinn mundigera. Ogþeir ættufrek- ar að velja jakkaöt heldur en staka jakka og vera í hvítri skyrtu. Það er miklu fínna.“ BINDI - EKKISLAUFA Anna segir að það sé ákveð- inn stíll yfir bindi ef það er rétt hnýtt og að það gefi til kynna að maðurinn sé ábyggilegur. Hnúturinn má ekki vera skakkur og bindið verður að enda nákvæmlega á strengn- um. Það má ekki enda ofar- lega; sérstaklega ef maðurinn er feitlaginn vegna þess að það myndi bera meira á ístrunni en ella. Feitum, stuttum körlum er ráðlagt að vera í einlitum fatnaði til að þeir virki lengri. Og karlar, sem em með breið- an háls, er ráðlagt að vera í skyrtu með stuttum og gleið- um kraga. í viðskiptum er slaufa ekki viðurkennd og Anna nefiúr sem dæmi að í Englandi er ráðlagt að nota ekki bindisnælu. Allt sem glitrar getur nefnilega truflað samninga. Mér finnst að fólk ætti að hugsa um að vera pent klætt í vinnunni, þar sem það ver mestum hluta dagsins, vegna þess að þegar það kemur heim getur það klæðst gallabuxum og bol og slappað af. Við erum öll eins, það er bara mismunandi hlutverk sem við þurfum að skila af okkur. Fólk verður að sætta sig við að það velur sér ákveðið h'fsstarf og það verður að fylgja því. Bara átta til tíu tfina á dag og svo getur það gert það sem því sýnist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.