Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 66
BREF FRA UTGEFANDA HELDUR HRINGRÁSIN ÁFRAM? Kjarasamningar þeir, sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu á dögunum, verða að teljast hinir skynsamlegustu og gætu verið grundvöllur þess að áfram ríki sá stöðug- leiki í íslensku efnahagslífi sem verið hefur undanfarin ár, eða allt frá því að hinir svonefndu þjóðarsáttarsamn- ingar voru gerðir og snúið var af þeirri verðbólgubraut sem við höfðum fetað okkur dyggilega á allt frá því að viðreisnarstjórnin fór frá í upphafi áttunda áratugarins. Sennilega verður það aldrei reiknað út hvað sá Hruna- dans kostaði í raun íslenskt þjóðfélag í fjármunum og enn erfiðara verður að finna út og meta þau hugarfarslegu áhrif sem hann hafði. Fjárhagur fjölda fyrirtækja og ekki síður heimila og einstaklinga er í rúst að afloknu þessu skeiði og það má búast við að það taki okkur Islendinga langan tíma að ná áttum að fullu að nýju. Verðbólgan kallaði á yfirfjárfestingu, sem mörgum hefur reynst dýr- keypt, og hún brenglaði líka bæði verðskyn og verðmæta- mat. Nauðugir, viljugir urðu allir að taka þátt í þessu kapphlaupi og þegar nú hægir á og efnahagsmálin komast í eðlilegt horf, hvað þetta varðar, er ekki að furða þótt margir sitji eftir, sárir og móðir. Þótt kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði væru á hógværum nótum og það haft að markmiði að tvennt ynnist í senn, þ.e. að kjör þeirra, sem verst eru settir, væru bætt meira en hinna og að ekki væri brugðið fæti fyrir þá hægfara þróun til betri vegar sem atvinnulífið býr við, þá er sú staða enn einu sinni uppi á teningnum að einstakar starfsstéttir reyna að nýta aðstöðu sína til þess að knýja fram meiri kjarabætur en samið er um í almenn- um kjarasamningum. Þar virðist ríkja hringrás þar sem aðalrökin eru jafnan þau að viðkomandi starfsstétt hafi dregist aftur út einhverri ákveðinni viðmiðunarstétt og þurfi að bæta sér það upp með því að fara aðeins upp fyrir hana í launum. Þegar samningar eru síðan gerðir þarf „viðmiðunarstéttin“, sem allt í einu er orðin launalægri að fara út í nýja kjarabaráttu á sömu forsemdum og hin. Þetta er endalaus saga sem orðið hefur til í skjóli gallað- rar vinnulöggjafar sem skapar ómælt svigrúm til þess að litlir þrýstihópar geti náð sínu fram og nánast haldið vinnuveitendum, hvort heldur er hið opinbera eða á frjáls- um vinnumarkaði, í gíslingu. Þrátt fyrir augljósa vankanta á vinnulöggjöfinni, sem m.a. verða bókstaflega til þess að hagspmunapot sérhópa er verndað, hefur löggjafarvaldið ekki treyst sér til að taka á málunum og gera nauðsynlegar breytingar. Þótt undarlegt megi virðast hafa stærstu launþegasamtökin verið andsnúin slíkum breytingum og eiga mikinn þátt í því að ekki hafa náðst fram nauðsynlegar úrbætur. Þó ættu breytingar, sem hindruðu sérhagsmunapotið, eng- um að koma meira til góða en almennum launþegum. Astæða andstöðunnar er ugglaust sú að launþegarheyf- ingin er búin að koma sér upp öflugu valda- og fjármála- kerfi og óttast að hin minnsta röskun á því verði til þess að það riðlist allt saman. Gjöld, sem launþegar þurfa að greiða í margskonar sjóði stéttarfélaga sinna eru orðin að verulegri skattheimtu, svo mikilli að það hlýtur að fara að koma að því að fóllt spyrni við fótum, telji hag sínum betur borgið utan stéttarfélaga og að peningarnir, sem til þeirra fara, séu betur komnir í eigin vasa en í sjóðum. Þótt sennilega séu allir sammála um að eina virka vopnið, sem launþegahreyfingin hefur í baráttu sinni, sé verkfallsvopnið þá má ljóst vera að gildi þess er orðið annað en áður var. Verkföll sjúkraliða fyrr í vetur og nú kennara leiða hugann að því hvort ekki sé nauðsynlegt að þrengja þennan rétt eða setja honum einhver takmörk. Þegar komið er út í verkföll virðist fljótt koma upp þrá- kelkni milli samningsaðila og niðurstaðan verður ævin- lega sú að allir tapa og þeir mestu sem engan hlut eiga að máli eins og t.d. sjúklingar og nemendur. Ljóst má vera að þeir kjarasamningar, sem þegar hafa verið gerðir og framundan eru, munu kosta ríkissjóð veruleg fjárútlát. Enn veit enginn hvernig þeirra tekna verður aflað. Efnahagsbatinn mun vissulega skila tekjum til hins opinbera en engan veginn nægum. Ekki er um nema tvær leiðir að ræða: Annars vegar að auka enn skattheimtuna og hins vegar að skera niður útgjöld. Ef eitthvað er að marka stefnuskrár stjórnmálaflokka nú fyrir kosningar má ætla að stjórnmálamönnum sé loksins orðið ljóst að lengra verður ekki gengið í skattheimtunni og að hún sé orðin svo mikil að hún hægi á hjólum hag- kerfisins. Niðurskurður ríkisútgjalda virðist því blasa við og kannski nota menn nú tækifærið til að gera rækilegan uppskurð á kerfinu. Þar þyrfti að hyggja bæði að stóru og smáu og vert væri að byrja á fjárfestingarbruðli, hvort heldur er í húsnæði ráðuneyta í Reykjavík eða í algjörlega óarðbærum byggðaframkvæmdum. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.