Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 64
FOLK DÓRAINGVARSDÓTTIR, SEUAÚTIBÚI BÚNAÐARBANKA Dóra Ingvarsdóttir hefur verið útibússtjóri hjá Búnaðarbankanum í 10 ár og gengur rekstur útibús hennar í Seljahverfi mjög vel. „Rekstur útibúsins hefur gengið mjög vel og hefur vaxið ört. Ég legg áherslu á stjórnunarstíl þar sem allir fá að njóta sín og jafnræði ríkir milli starfsfólks. Mér finnst starfið skemmtilegt og lærdómsríkt og hef kynnst mörgu góðu fólki, bæði viðskiptamönnum og starfsfólki. Hér hefur mynd- ast vinátta milli viðskipta- manna og starfsfólks enda viljum við umfram allt sýna hlýtt viðmót og kurteisi," segir Dóra Ingvarsdóttir, útibússtjóri í Seljaútibúi Búnaðarbankans. Dóra er 58 ára. Hún tók landspróf frá Skógaskóla 1954 og stundaði nám í Kennaraskólanum í þrjú ár. 1958 gerðist hún deildar- stjóri hjá Sláturfélagi Suður- TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR lands og gegndi því starfi til ársins 1974. Þá fór hún í öld- ungadeild M.H. op lauk stúdentsprófi 1978. Ári áður réðst Dóra til Búnaðarbank- ans, vann fyrst í hagdeild og síðan í skipulagsdeild. 1980 var hún gerð að deildar- stjóra í útibúi Búnaðarbank- ans í Mosfellsbæ og 1985 varð hún útibússtjóri Selja- útibús. „Ég hef verið að bæta við menntun mína smátt og smátt,“ segir hún. „1991 sótti ég þriggja mánaða námskeið hjá Barclay’s bankanum í London og vorið 1993 lauk ég þriggja missera námi í viðskiptafræðum við Endurmenntunardeild H.f. Það var ánægjulegur tími og hafði ég af því bæði gagn og gleði þó að vissulega hafi MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON verið erfitt að bæta þessu ofan á fulla vinnu.“ RÁÐAGJAFAHLUTVERKIÐ MIKILVÆGT Útibúið í Seljahveríi er miðlungsstórt og þar er veitt öll þjónusta sem Bún- aðarbankinn býður upp á, svo sem heimilislína, vaxta- og námsmannahna. „Þessi þjónusta hefur alveg slegið í gegn,“ segir Dóra. „í heimilislínunni er boðið upp á alhliða bók- halds- og ráðgjafaþjónustu sem mikil þörf er fyrir og hefur myndast biðröð við að komast að. í starfi mínu verð ég vör við þann vanda sem margir eru í um þessar mundir. Fólk hefur ætlað sér of mik- ið og ekki gert ráð fyrir þeirri röskun sem hefur orðið í atvinnulífinu þar sem yfirvinna hefur minnkað og fólk jafnvel misst atvinnuna. Við vinnum í samvinnu við Húsnæðisstofnun en það eina sem við getum gert er að lengja lánstímann, svo framarlega sem fólk talar við okkur, annars fara mál í óefni og enda hjá lögfræð- ingum. Ég reyni það sem ég get til að ráðleggja fólki í fjármálum og er ráðgjöf stór hluti af starfi mínu. Fólk kemur oft í bankann þegar eitthvað hefur bjátað á og því fylgir félagsráðgjafahlut- verkið gjarnan starfi útibús- stjóra. Ég hef gaman af því að umgangast fólk og við- skiptamannahópurinn er fjölbreyttur. Margir iðnað- armenn eru í viðskiptum við okkur, einnig fyrirtæki, og gaman er að fylgjast með unga fólkinu sem byrjar í námsmannahnunni og held- ur svo áfram í framhaldsnám erlendis." LESTUR OG ANDLEG MÁLEFNI Eiginmaður Dóru er Ólafur Oddgeirsson, bif- reiðastjóri hjá Hreyfli, og eiga þau 31 árs dóttur og tvö bamaböm. „Ég hef gaman af útivist og hef ferðast mikið um landið og inn í óbyggðir á jeppanum okkar. Tóm- stundir mínar fara í göngu- ferðir, lestur og að hlusta á tónlist og ég hef einnig áhuga á mannlegum sam- skiptum og dulrænum mál- efnum. Ég stunda leikfimi hjá Báru og tek þátt í starfi Soroptimistafélagsins R-3 og Rangæingafélagins en þar var ég formaður um fimm ára skeið,“ segir Dóra. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.