Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 2
2 Alþýðublaðið 29. júlí 1969 Cvenjulega langvinn ásfarsorg Grace árið 1909, 20 ára, og hélt, að hún hefði fundið mannin.i, sem gæti gert hana hamingj usama. Lögreglan telur saman peningaseðla í íbúð Groce. Þar sem engin arfleið'slluisiksrá fa'nnst, fær rík'ið all&n auðinn. i ■ / Uíl ; 'í : ] ' □ Milljóncradóttirin Grace Fletfher Kelly beið lengi unz hún fann þann mann sem hún vildi giftast. Hann reyndist vera ómerki legur þjófur og yfirgaf ham nokkrum dögum eftir brúð- kaupið. Grace varð örvita af sorg og lokaði sig inni í stór- hýsi föður síns næstu 60 árin. Nýlega fannst hún látin. Hán hafði lifjð eins og nirfill, en i liúsinu lágu bunkar af pen- ingaseðlum og verðbréfum. Hver var GraCe Fletcher Kelly, sem í áratugi liafði lokað sig inni í illa lyktandi húsi sínu og lifað á ódýrum dósamat og kexi en umkringd peningaseðlum? Ég vil aðeins giftast manni sem elskar mig, en ekki pen- ingana mína, var haft eftir henni ungri. Grace var ekki aðeins falleg stúlka, hún var einstaklega vel stæð. Faðir hennar ái.ti mörg hús og stór- ar jarðir, ásam.t olíulindum í Texas. Hann eiskaði dóttur sína og vildi allt fyrir hana gera, Það skorti heldur ekki biðlgna. Greifar og hertogar báðu um hönd hennar, en án árangurs. Hún kunni að skemmta sér og daðra mátu- lega, án þess að binda sig. En dag nokkum var hún í leikhúsi, ásamt föður sínum. Á sviðinu stóð ungur leikari í aukahlutverki. Á sama augnabliki og Grace kom auga á hann roðnaði hún og hafði ekki af honum augun. Næsta dag fékk hún föður sinn fil að bjóða unga manu- inum heim. Ríkisbubbar o$ aðalsmenn höfðu beðið henn- ar, en sá eini, sem hún hafði áhuga á var bláfátækur leik- ari. Þetta kvöld tók hún á- kvörðun sína. Hún sagði: ,.Pabbi hvað á ég að gera með alla þessa peninga. Það eru ekki þeir sem mig vantar, ég elska þennan mann og vil gift ast honum, hvað sem fína fólk inu finnst um hann. Faðirinn var á báðum áttum hann átti bágt með ýð ne?.ta dóttur S’nni um neitt, en honum leizt ekki alskostar á svip þessa unga herra. 1909 var Grace orðin eigin- kona leikarans. Hún var ó- segianlega hamingjusöm — í þrjá daga. Fjórða daginn tilkynnti maður hennar. að hann yrði fjarverandi eitthvað lengur fram eftir kvöldinu en venju- lega. „Flýttu þér eins og þú get- ur elskan mín“, sagði Grace., En maður hennar kom ekki t’l baka. Hann hvarf ásamt flestum skartgripum Grace, sem í þá daga voru tæpra milljón króna virði. Þar fyrir ut»n hafði liann notfært sér ríkulega innihald einkapen- ingahirzlu Grace, ásamt því er v»r í skrifborðsskúffum föður hennar. Faðir hennar spurðist fyrir r(m pjJltinn og komst þá á snoðir um að hann hafði stungið af með dansmey einni. Þegar Grace var til- kynnt um atburðinn, læsti hún sig inni í herbergi sínu og ncitaði að opna. f fleiri daga sat hún þar án þess að neita sv'efns né matar. Þá lét faðirinn sækja lækni, sepi úr skurðaði að ekkert væri að gera nema lofa henni að jafna sig í ró og næði. Það var rétt að GraCe var djúpt særð, hún hafði staðið í þeirri trú að maðurinn elsk- aði hana sjálfa en ekki pen- inga hennar pg svo hafði húi» gifzt réttum og sléttum þjófi. Hún reyndi ekki að ná sam bandi við eiginmanninn, held- ur lokað sig frá umheiminimi óskaði ekki eftir samfélagi eins eða neins og sat í sama stó’núm dagana út, starandi og aðgerðarlaus. Mörgum sinn um var hún lögð inn á tauga dejld ýmissa sjúkrahúsa og faðir hennar gerði allt sem í lians valdi stúð til að léttn undir með dóttur sinni. Hún var boðin út til að skemmta sér. en hún neitaði öllu slíku. Það var ekki nóg með að Grace væri orð'n cinræn og forðaðist fólk, heldur var hún líka orðin m->nnhatari Rún var þess fullviss að allir væru eins og eiginmaðurinn, myndu aðeins svíkja liana og særa. Faðirinn dó án þess að úv rættist. Peningarnir streymdu inn frá lögfræðingum föður hennar og þeim var jafnóð- um troð5ð ofan í skúffur og inn í skána. Hún keypti aldrei ný föt eðn skartgripi, yfir'eitt var ekkert keypt og ekkert endurnýjað. Og peningarnir héldu áfram að streyma að. Það voru orðnar dyngjur á gólfinu, kexdósirnar voru orðnar fullar og einnig flestar Framhald á bls. 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.