Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 29. júlí 1969 9 □ Það er Lord M'onítagU' af Beauliu sem sést ihér hieilsa toiie2ikiu;m lögregtluiþjóni um leið og hann etour inn á giarð- svæði hjá leinuOkta. þinghúsinn. BíliKiimri er Daimfiar árigiarð 1899 og er lordinn að halda það hátíð'legt að 70 iár eriui síð- a'n faðir hans ólk 'bílnum inn :á þett'a svæði í fyrsta sfeipti, í þann tíð varð að saakja rnm ieyfi lil æðstu ráðaira-:rina fyr ir st'öðuieyfli í garðinuim, en nú er öOdln önnur. — Kún hnejfkslaði □ Þeesi dánisfea 'sitúlka sem við nrlfium _ hér í leilkifimi á baðströrid’ íór úr ta-ðifötunum til að gsinga úr skiugga um hvort sl'ílkt hái'.lterni hnieyfesl- aði einhvern. Samlkvæmit frá sögn dlanslka biaðsi.ns Aktiuret. vafeti þetta uppátæfei alls enga hn.eyfes'lain ann'arra bað- gesta. í fylgd með stúllkiunni viar karllmiaður á aJdlamislklI'æð- unum einum. Blaðið taldi senri:ll’e.glt að Högregll'an hefði tialið þie'tta brot á vleilræmi, en fevaðst elkifci trúa því að mofeikiur hefði áhuga á að feæra fó'ik sem gengii uim nakið, a. m. fe. eklki ef 'það ihagar sér sfeilklka'nlega. —• sannleikann og frelsun mann- kynsins í brjóstvasanum og hvort tveggja til sölu eins og sælgæti, sígarettur og vindla. ,Ég staldra við, fer ekki strax að skrifa eftir þessa trufl- un. Einu sinni var ég samskipa ítölskum munki sem sagðist þekkja sannleikann og geta sagt ínér hvar hann væri, allur auðvitað, á sirka hálftíma, bara ef ég vildi hlusta. En ég vildi ekki hlusta og þar með missti ég af sannleikanum. Ástæðan var sú að það var að koma síð- degiskaffi og mér þótti nota- legra að missa ekki af því. Annars konar trúboðar eru þó fyrirferðarmeiri. Jafnvel kaþólska kirkjan er ekki leng- ur mesta stórveldi áróðursins í heiminum þótt fyrrum væri hún talin ítæk, t. d. á þeim tím- um er eilíf sáluhjálp var til sölu fyrir skitirí. Raunar heyri ég að enn sé sú vörutegund fáan- leg á Spáni fyrir 25 peseta per nef. Nú hafa stórveldin tekið við forustunni, þ. e. pólitíkin og trúarstyrjaldir eru nú háðar miili stórvelda, samtímis því sem kirkjuþing eru háð til að halda veiklyndum við trúna, sbr. kommúnista-ráðstefnuna í Moskvu, hina miklu (hér eiga trúaðir að signa sig). En hvað er stórveldi? Stórveldi er þjóð eða kássa af þjóðum (sem standa saman eins og klettur meðan þær hafa einhvern til að hata eða óttast sameiginlega) sem hafa komið sér þannig fyrir, að þær geta drepið alla jarðarbúa, þar á meðal eskimóa í Thule og hottintotta í Kalahari, á par mínútum, hæsta lagi einum formiðdegi sem guð gefur yfir, og eru lon og don að hóta undir rós að gera það ef skríllinn ekki makkar rétt. Þetta er auð- vitað ekkert annað en skyldug modet-nisering á helvítiskenn- ingunni — og allt í nafni heims- menningarinnar og til að bjarga henni, rétt eins og maraþon- hlaup litla mannsins sperrta með sólhjálminn. En nú á dögum þykir lítil vinnuhagræðing í að trítla milli húsa á sólaþykkum skóm með sólhjálm og ráðherralega tösku. Nú er það útvarpið og gervi- tunglin sem blíva. Það er varla hægt að skrúfa svo frá ræfilslegu transistor- tæki, jafnvel upp í fjöllum á Indiandi, að ekki flæði yfir mús- ík og fréttir og fréttaútskýring- ar frá Voice of America og út- varpi á ensku frá Kína. Allir kannast við útvarp á ensku frá Rússum, og það fer varla hjá því að önnur tungumál eru líka brúkuð í þessu tilefni. Allt er þetta á yfirborðinu afskaplega kúltiverað, sérstak- lega frá þeim fóstbræðrum, Rússanum og Ameríkananum, sem elska mest hvur annan næst sjálfum ,sér. En engum dylst að á þeim vígstöðvum er Flugfrímerki in gléifið út tvö ifrímeilki til ag minnast þessa merfeis af- mælis. A verðsninnia fríimierk- iniu (9.50) ler mynd af Boeing 727 isn á verð'mieiira frímierfe- imu (12.00) er mynd alf Roil.' Royce. Haulkur Halldúrísson helfur itleilkm'að frímeifein. sem eru prentiuð í Sviss. Pamtanir til lafgreiðslu á úlbgáÆuidleigi, sem :er 3. sepitiember, þurfa að Qnalfa borizt fynir 18. ágúst. □ í ár eru liðin 50 ár frá því að fíllug 'hóifst á ísland'i og he'íur Póst- og sítmiaimiáilaistjórn ekki beinlínis verið að hillast til að segja neitt ljótt um sjálf- an sig né hæla öðrum meira en hófi gegnir. Meira að segja Þjóðverjar kaupa auglýsingadagskrá hjá útvarpinu í Ceylon. Bretar hafa British Council sem er menningarfyrirbæri. En það er ekki heimsmenningin sem verið er að hossa, heldur menning Bretaveldis — en ég bið engan forláts á þeirri skoð- un minni að sú menning sem ekki er eigandalaus, höfundar- laus og .þar að auki laus við áróður er annað hvort dauð og grafin ellegar fremur ómenn- ing en menning. Þetta eru dæmi um trúboð sem fram fer á alþjóða sviði. En innan landa berjast póli- tískir flokkar og ýmsir aðrir respekteraðir aðilar sem allir eru á einhvern hátt að reyna að selja eilífa sáluhjálp eða tímanlega velferð fyrir túkall. Sízt má þó gleyma þeirri ó- stjórnlegu pappírsstyrjöld sem geysar í heiminum. Við tölum um heitt st.ríð og kalt stríð og guð má vita hversu margs kon- ar stríð, en pappírsstyrjöldin er magnaðasta stríðið. Yfir saklaust fólk er ausið þeim ókjörum af prentuðu máli með áróðri fyrir einhvers kon- ar stórgáfulegri ídeólógíu að engu tali tekur. Þetta er sent út um allt; blöðin heima fá aldeiiis sinn skerf, minnir mig. Það skal raunar viðurkennt að fjöldi manna hefur hér af sitt lifibrauð — mjög svo á líkan hátt og viss manntegund var áður iátin drepa tímann með því að bera alltaf sama sandinn í sömu trektina. Guðsblessunarlega fyrir alla aðila fer þessi litteratúr yfir- leitt beint í ruslakörfuna. Og það er hlálegt en satt, að aimennt er ekki nokkurt mark tekið á áróðri, hann er bara til leiðinda — fólk er orðið bólusett gegn áróðri. Ef það finnur að einhver er að reyna að troða einhverju ofan í það þá fer flestum eins og mér, að vilja ekki einu sinni borga 30 paisa fyrir heimsmenninguna. Fréttir sem Rússar þruma út yfir heimsbyggðina af viðskipt- um sínum við Tékka eru ekki teknar alvarlega. Útskýringar Voice of America á styrjöldinni í Vietnam þykja ekki góð lat- ina. Frásaonir Kínverja um sæluna í Tíbet — hver trúir þeim? Auðvitað gera stórveldin og út.sendarar þeirra, svo og trú- boðar og trúboðsstarfsmenn, heiimikið gagn meðal vanbró- aðra landa; það ber að viður- k»nna. — skólar, tæknihjálo, heilbrigðisþjónusta og svoleið- is. en þetta góða sem þeir gera hafa þeir að skáikaskjóli. til að vinna mikið tjón: eitra hugi fólks með hálfsannleika og lof- orðaglamri og hamla á móti eðJi'egri skoðanamvndun. Hversu mikið gætu allir þess- ir aðilar gert, ef þeir hættu að agitera fyrir sjálfum sér, viðurkenndu að þeir eru bara litlir og fávísir menn eins og við öll sem í rauninni kunnum engin ráð til að stemma stigu við böli mannkynsins — en vildu hver um sig og allir sam- an gera sitt bezta, án þess að heita nokkuð eða þykjast vera nokkuð? í Uppreisnargirni unglinga í heiminum sýnir mæta vei hve allt þetta Nóa-flóð af menn- ingar og hugsjóna sullumbulli er innantómt og hefur lítil á- hrif. Dætur og synir mannanna sem allt vita og allt geta, bara ef almenningur styrkir þá á einhvern hátt með fylgi sínu, gera uppreisn og heimta að fá að vita eitthvað fyrir sig og gera eitthvað upp á eigin spýt- ur. Og það veit heilög hamingj- an að ég trúi betur hinum upp- reisnargjarna unglingi — þótt hann sé auðvitað fjarri því að vera nokkur véfrétt — þessum unglingi sem viðurkennir að hann veit ekki hvað hann vill, en veit vel hvað hann vill ekki — ’neldur en heilli hjörð af pólitíkusum trúboðum og öðr- um áróðursmönnum, speking- um og spámönnum sem eru að bjarga heiminum eða menning- unni með góðu eða illu og vita upp á hár hvað er satt og rétt. Seinna í gær gerðist annað atvik: það var síðdegis. Tveir menn, báðir Indverjar, er,u alit í einu komnir upp að Framhald bls. 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.