Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 29. júlí 1969 ^Hamingjan er tjverful SuSan cAShe <Éé»Éé> •. o 22 Meðan Gilda var að kaupa inn, var Helen hjá Hvolp- unum. Allt í einu hrópaði Lloyd á hjálp. Hún þaut til læknisins og sá hvar hann skjögraði áfram með Pétur í fanginu. Pétur var meðvitundarlaus og blóð- ið streymdi úr sári á enni hans. —• ;,Foss” sparkaði í hann, sagði Lloyd við Hel enu, sem var skelfingu lostin. — Ég ætla að bera hann inn og á meðan skaltu hringja í lækninn. Hún var kríthvít, en gerði samt eins og fyrir hana var lagt og þegar læknirinn kom, sagði hann, að Pétur hefði sennilega fengið heilahristing. — Þetta er Ijótt sár, en frekar grunnt og harm er það sterkbyggður, að hann kemst á fætur innan skamms, en hann verður að hafa hægt um sig. Hann fær sennilega óráð og verður mjög órólegur, enda hefur hann fengið slæmt höfuðhögg, en þér skulið bara hringja, ef þér þarfnist mín. Hún laut yfir Pétur og strauk hárið frá sárabind inu, sem var um enni hans afar blíðlega,- hann bærði ekki á sér. Lloyd skildi, hvað hún var óttaslegin og jafnve! þótt Gilda væri nýkomin'heim, bauðst hann til að vera fram yfir matinn. Hann virti systur Helenar lengi fyrir sér. — Það er víst að þú hjálpir henni að hjúkra honum. Hún hefur fengið meira áfall en þú — eftir því sem ég get bezt séð. 1 - .— Óttastu að vesalingurjnn hún Helen þin of- reyni sig spurði Gilda stríðnislega. — Ég fæ nóg að gera, þegar hann vaknar. Hvað ætti ég að gera með meðvitundarlausan mann? Þegar Helen kom niður með einn hitapokann enn, leyfði Gilda sér að reiðast. — Já, þú getur svei mér leikið hjúkrunarkonu! sagði hún. — Hann þolir þig ekki í návist sinni, nema hann sé meðvitundar- laus! — þú ert að missa fótfestuna^ Gilda. — Hugsaðu um sjálfarr þig, sagði hún, en hann glotti bara. — Fögur og samvizkulaus, sagði Lloyd þurrlega. Helen hrökk við, þegar hún heyrði þetta, en hún var of æst til að svara henni. Hún setti rólega heitt vatn í hitapokann, en Gilda elti hana og hæddi hana stöðugt. — Það er svei mér skammarlegt, að harrn skuli ekki vera vitni að þessari fórn þinni! Helen setti hitapokann undir sængina hjá eigin- manni sínum. Svo leit hún á systur sína. — Það gleður mig, að Pétur skuli hafa beðið þig um að koma hingað. Karmski hann skilji það núna, hvernig þú ert. Þú ert að missa fótfestuna. Þetta var í annað skipti, sem Gilda hafði heyrt þessi orð og nú fussaði hún og hreytti út úr sér: — Er það? 0, bíddu bara! Svo slangraði hún hlæjandi út og Helena varð hrædd. Gilda ætlaðist eitthvað fyrir. Um kvöldið heyrðist Helen hún heyra Pétur stynja og hún stökk á fætur og hljóp irrn til hans án þess að gefa sér tíma til að fara í sloppinn. Hann bylti sér fram og aftur í óráði. Hann hafði hent sænginni fram á gólf, en þegar hún breiddi aftur yfir hann, tók hún um hörrd hans og hvíslaði blíðlega. — Reyndu að liggja kyrr, elskan mín. Reyndu það nú. Hann þrýsti hönd hennar að brjósti sér og tautaði: — Heitir fingur... heitt hjarta ... elskan mín.. Þegar hún reyrrdi að draga höndina til sín5 bylti hann sér enn meira og Helen sá, að það var ekki um annað að gera en leggjast niður við hlið hans. Hún þrýsti sér að honum og lagði höfuðið við brjóst sér og strauk yfir hár hans. — Ég er hjá þér. Hún fann, að hann virtist rórri. — Reyrrdu að sofna, elskan mín, hvíslaði hún. — Ég verð alltaf hjá þér, ef þú þarfnast mín. Alltaf.... — Alltaf .endurtók hann. — Ég vil hafa þig hjá mér. Farðu aldrei frá mér. Varir hans snertu kinn hennar. Helen faðmaði harrn að sér. — Ég skal aldrei fara frá þér. Þetta var aðeins draumur, unaðslegur draumur, sem hafði verið veruleiki fyrir löngu, rétt eftir að þau giftust. Hann faðmaði hana að sér og hún náði naumast andanum fyrir gleði. — Eiskan mín, hjartað mitt.. tautaði hann. — Ég elska þig, elska þig svo heitt... Hún hvíldi í faðmi hans og var sér ekki annars með vitandi en ástar sinnar til hans og myrkrið umlukti þau og veröldin öll var þrungin hamingju. Eldurinn, sem brann í brjósti hennar sameinaðist öðrum eldi í brjósti hans. Lengi lá Helen og hlustaði á andardrátt Péturs, sem svaf vært, en hún var of hamingjusöm til að geta sofið og þegar hann faðmaði hana að sér, sett- ist hún upp og brosti og breiddi yfir hann. — Elsku, elsku Gilda mín ... hvíslaði hann. Helen hörfaði frá honum. Gilda! Nú hafði hún átt mestu hamingju í heimi um stund og manninn; sem hún elskaði, en heimur hennar hrundi í rúst, þegar hún heyrði þetta nafn, sem hún hataði. Henni fannst hún hafa verið auðmýkt, þegar hún læddist út úr rúmi hans, en einhvern veginn tókst henni samt aö komast út aftur og fara aftur inn til sírr. Smáauglýsingar trésmíðaþjónusta Látið fagmann annast viðgefrðir og viðhaM á txévePki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyriziiggjændi: Bretti — Hurðir — VéLarlok — Geymslulolk á Volíkswagen í aJMiestum Iitum. Skiptum á eioum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reynið viðsldptm. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS •g góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐA STJÓRAR Gerurn við allar tegundlr bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, slmi 83513. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrama, tll allra framkvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúlá 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geithélsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.