Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 29. júlí 1969 Fyrir skömmu biríi Alþýðublaðið íeikningu ásamt útskýringum af byggingu þeirri, sem tu iglfararnir hafast við í þar til rannsókn á þeim og tunglefni er lokið. Nú hefur blaðinu borizt Ijósmynd af byggingunni, sem kostaði rúmlega 11 milljónir dollara. Æg&m ÁRÖÐUR i ÝMIS KONAR MYND . Coonoor 27.6. 1969. Þetta var fyrir hádegi í gær; ég sat við skriftir í mesta sak- leysi utan við dyrnar; veður blítt eins og vant er. Þá kemur allt í einu mað- ur eins og upp úr jörðinni eða ofan úr skýjunum, lítill maður sperrtur með sólhjálm. Hann tekur svo til orða, að hann sé að ganga í hús hér í kring og vilji ekki setja okkur hjá (thank you, sir, segi ég), sé að athuga hvernig fólki falli ríkjandi ástand og hvort það telji ekki úrbóta þörf. Þetta talar hann með hátíð- legri ró, og ég þykist viss um að hann sé frá bæjarstjórnar- minnihlutanum að ganga í hús að agítera úr því hann talar um úrbætur, en það orð skilst mér pólitíkusar noti um eitt- hvað sem þarf að gera, alltaf er verið að tala Um að gera, en aldrei er gert. Fyrir því segi ég honum öldungis eins og krakki að við dveljumst hér bara í nokkrar vikur, við kona mín og dóttir, mágur dóttur minnar eigi húsið og leyfi okk- ur að vera hér. Ég segi þetta af því þá held ég hann skilji að bæjarstjórnarþras í Coon- oor þar sem DMK ræður ,nú ríkjum snerti mig ekki nokkra lifandi vitund, Congress og DMK geti bitizt eins og þeim sýnist fyrir mér. Þessi ræða virðist ekkert koma manninum á óvart, spurning hvort nokkuð getur komið honum á óvart; hann lít- ur út eins og tilveran fái fyrir hans náð einvörðungu að vera eins og hún er og tekur nú að greiða betur sundur hvað hann meini .... livort mér finnist ekki heimurinn í bévuðu ó- standi? Ég get enga athuga- semd gert við þessa skoðun hans, jánka að mig grunar held- ur ólundarlega af því mér finnst þessi boðskapur engin stórtíðindi, hef heyrt hann áð- ur. I Eftir miklar vífilengjur á af- skaplega góðri ensku — ég skammast mín fyrir hvert orð sem ég segi — skilst mér það vera hans hjartans sannfæring að úr' því við séum sammála um að heimurinn sé í skralli þá þurfi að gera eitthvað til að bæta hann, right? Ég umla víst eitthvað til samþykkis, enda því alls ekki mótfallinn að heimurinn batni duggunarlít- ið. Og maðurinn veit ráð til að bæta heiminn, það þarf ekkert annað en fara eftir tiltekinni formúlu í tiltekinni helgri bók, þá formúlu gaf sjálfur guð al-’ máttugur í himnaríki, og við höfum hans garantí fyrir því að hún haldi. Nú sé ég að maðurinn er með tösku, og mér opinberast skyndilega að formúlan er í töskunni. Jú, upp úr töskunni dregur hann snotra bláa bók, heldur minni en þá bók sem það nafn hlaut uppi á íslandi fyrir nokkr- um árum. . Hann heldur á bókinni. Þarna er formúlan og útskýringar á henni, með myndum. — Verð 2 rúpíur aðeins. — Nú þá kostar björgun heimsmenningarinnar tiltölu- lega lítið, verður mér að orði. Það hefði ég ekki átt að segja. Þar með er maðurinn orðinn þess fullviss, að ég ætli að taka að mér að bjarga heiminum með því að kaupa bókina. En hann heyrir fljótt á tón- inum í því sem ég reyni að böggla út úr mér — enda skiln- ingsgóður maður, að ég tími ekki að borga tvær rúpíur fyr- ir heimsmenninguna; hann veit að sparsemi er ein af drottins dyggðum, og af góðmennsku sinni skilur hann strax þann st.andpunkt sem hann telur minn, að ég vilji heldur fá borg- ið tilverunni fyrir minna, ef unnt sé. Fyrir því opnar hann tösku sína á ný, mikla, feita og ráðherralega og dregur þar upp blað .... sem jú geri kannski ekki öldungis sama gagn og bókin, en nærri því, og kosti ekki nema 30 paisa. Lengra niður skilst mér ekki hægt að prútta við almættið. Mér tekst ioks að koma manninum í skilning um að ég vilji ekki kaupa ^okkurn skap- aðan hlut. En mér verður á mikil skyssa hræðilegur skort- ur á almennri kurteisi íslenzkra sveitamanna, ég gleymi að bjóða rnanninum upp á kaffi og með því; það er nú það minnsta að maður sem gengur í hús með stóra tösku að bjarga heimin- um fái góðgerðir stöku sinnum, jafnvel sjúss, en svoleiðislagað á ég aldrei. Hann kveður höfðinglega með sínum hámenntaða fram- burði. — I bid you good day, sir. Þegar hann er að ganga upp stíginn upp á veginn finnst mér allt í einu ég sjá á herðasvipn- um sömu þrákelknislegu ýtn- ina og einkennir flesta áróð- urspostula, þessa legáta með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.