Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 6
G Alþýðublaðið 29. júlí 1969
Minning
ÞORSTEINN
HALLDÓRSSON
Minning
EÐVALD JÓNASSON
\
Skammvinna ævi, þú verst
í vök.
þitt verðmæti gegnum
lífið er fórnin.
(Einar Benediktsson)
Dregizt hefur úr hömlu, að
minnast tveggja ágætra manna,
sem létust langt fyrir aldur.
14. p. millif.s.
F. 26.4. 1940 — D. 26.6. 1969.
F. 13.6. 1943 — D. 24.5. 1969.
Margslungin eru örlög mann-
anna og veit enginn sína ævi
fyrr, en hún öll er. Mönnunum
er stundum skipt í hópa og
eru þá sumir taldir gáfaðir
aðrir heimskir, sumir dugleg-
ir aðrir latir, sumir eru fæddir
í sveit aðrir í borg, sumir
deyja ungir aðrir gamlir. Þeir,
sem guðirnir elska , deyja ung-
ir.
Eðvald eða Deddi, eins og
hann var oftast kallaður, fædd-
ist á Eyri í Reyðarfirði, elzta
barn hjónanna Arnfríðar Þor-
steinsdóttur og Jónasar Jóns-
sonar. Ég kynntist Dedda, þeg-
ar hann kom til Reykjavíkur
og varð bekkjarbróðir minn í
Gagnfræðaskóla.
Það var mikill fengur fyrir
okkur félaganna að fá Dedda í
hóninn, en hann bjó hjá frænd-
fólki sínu hér í Reykjavík,
sem var heimili Þorsteins Hall-
dórssonar. Oft fengum við að
heyra sögur um veiðiferðir,
sem liktust mest ævintýrum
fyrir þá, sem ekki höfðu
kynnst sliku. Yar þar hvoru
tveggja um að ræða sjósókn
sem og langferðir um fjöll og
firnindi í leit að rjúpu.
Deddi var líka frábær náms-
maður og þýddi okkur ekki að
etja kapo við hann þar. Hins
vegar stóð liugur hans til sjó-
sókna og atvinnulífsins, þannig
að hann fór heim til sín einn
eða tvo vetur og skildust þá
leiðir okkar nokkuð. Samtím-
is námi í Háskóla íslands
stundaði hann nám í Sjómanna
skóla íslands og lauk þaðan
Eiskimannsprófi 1965.
Deddi var ósérhlífinn gáfu-
maður sem er öllum mikill
harmdauði. Hann var einmitt
sú manngerð, sem fslendingar
þurfa helzt, því samfara frá-
bærum gáfum og eðliskostum
fór skilningur og samúð
með því starfi þjóðarinnar,
sem er grundvöllur tilveru
hennar í landinu.
Þeir, sem sigla mikinn sjó,
þurfa góða stýrimenn. Deddi
átti þá hraustu mund og göf-
ug lund, sem skila myndi sér-
hverju fleyi í höfn. Hin æðru-
lausa hugprýði og mikla þrek
kom bezt í ljós við hinztu
raun.
— „En ég veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn:
sagði Jónas Hallgr.ímsson.
Eiginkonu Birnu Jónsdóttur,
foreldrum, systkinum og öðr-
um ættingjum votta ég inni-
lega samúð. Góðum dreng og
félaga færi ég þakklæti mitt.
Guðl. Tr. Karlsson.
Þ Þorsteinn fæddist í \
Reykjavík og var sonur hjón- ;
anna Stefaníu Þorsteinsdóttur i
og Halldórs Halldórssonar,
sem lézt af slysförum fyrir all-
mörgum árum, og var einn af
fimm systkinum. Hann varð
gagnfræðingur 1957 og loft-
skeytamaður 1959 og starfaði
sem loftskeytamaður næstu
árin á togaranu'm Jóni Þorláks-
syni. Veturinn 1962 — 1963
fór hann í undirbúningsdeild
Tækniskólans en fer sðan til
Ósló og lýkur prófi sem tækni
fræðingur frá Osló teknisk
skole. 1967 ræðst hann svo sem
tæknifræðingur í Straumsvík
og dvaldist meðal annars í
Sviss til undirbúnings starfinu.
Þorsteinn eða Steini eins og
hann var jafnan nefndur í
kunningjahópi var einn af
þeim mönnum sem allir vildu
eiga a ðvini. Góðlátleg kímni
hans og glaðlyndi iljuðu öil-
um því að bak við var mikill
og heilsteyptur persónuleiki,
sem bjó yfir frábærri skarp-
skyggni og drenglyndi.
Eg átti því láni að fagna
að eiga hann að vini
í allmörg ár. Við vorum
nokkrir jafnaldrarnir í Drápu-
hlíðinni á þessum árum, en
Steini var nokkru eldri en við.
Litum við því jafnan upp til
hans og þótti okkur mikið til
koma, ef hann skipti sér eitt-
hvað af okkur, — pollunum.
Voru þeir ófáir dagarnir, sem
við lutum leiðsagnar hans í
hvers konar leikjum og ævin-
týrum.
Seinna reyndist hann sami
góði félaginn, ævinlega glaður
og hress, hjálpsamur og traust-
ur. Er mikil eftirsjá eftir slík-
um manni, sem þar að auki
bjó yfir þeirri þekkingu á ís-
lenzku atvinnulífi, sem ómet-
anlegt er.
Þessi síðbúnu fátæklegu orð,
eru í rauninni ekki annað en
harmur um látinn félaga, —
en minningin lifir um góðan
dreng, sem gat sér þann orð-
stír, sem ekki færi dáið.
Móður, systkinum og öðrum
ættingjum votta ég innilega
samúð. Góðum dreng og félaga
færi ég þakklæti mitt.
Guðl. Tr. Karlsson
□ Það baSur oft verig r.synt
að igera kvilkimyndastjörnur
úr fraegurm fyrirsætum, en
venjiuilega 'hefur áranigurinn
orðið harla lélegur. Flestar
hefur þær skort leikhæfi-
leika cg jaifnviel eklki haft
nógan persóniuleika til að
bera uppi stórt hluitverk.
Hitt er annað málL að marg-
ar frægar kiv kmyndastjörn
ur hafa unnig fyrir sér sem
fyrirsætur meðan þær voru
að 'koimest áifram, en þá var
leiklistin númer eitrt og hltt
aöe'ns aulkastarif.
En það eru til uindiantelkn-
ingar á Ö15um regíiuim, og Jo
anna Sh'mkus er ein þe rra.
Hún gerJist íyrirsæta í Par
ís fyrir. fimm áruim, en ei’
fædld í Bandaríkjunum, og
hún vakiti skjótt á sér at-
hyigli rnieð sérstæðri fegurð
og óvenjui’egum þoklka.
Henn'. var boðið aðalihlut-
verk í franskri kvikmynd,
‘De 1‘Amour, og hún stóð
sig svo vel, ag hún félkk
ílljótt fleiri, m.a. í einni af
nýjiuistu myndum Alains
Delon, ‘Les Aventuriers’.
Og nú hafa henni opnazt
dyr ínn í adþjóðlieiga sitjörmi
heiminn — hýn le'íkiur með
Elizaheth Tayf.or og R chard
Burton í kvi'kmyndinni ,Bo-
om’_ Ef allt gengur að ósk-
um, varður naifn hennar á-
reiðanlega eitt af hinum
frægu .mian skamimis.
!i Salanga
Skipulegðu ferðina vandlega.
Spuiðu vana ferðamenn ráða,
hvers konar klæðnaður er
heppilegastur og hvað er nauð'-
synlegt að taka með í ferðina.
Gerðu ráðstafanir til að koma
skilaboðum heim, ef ferðaáætl-
unin breytist og dvöl fjarri
mannabyggðum lengist.
Hvert er ferðinni heitið?
Það er mikilvægt öryggisatr-
iði fyrir fjallgöngumenn að
halda hópinn en hlaupa ekki
•hver í sína áttina um lítt þekkt
ar slóðir. Þeir sem ætla að
dvelja við ár og vötn eru
minntir á að fara með gát á
•bátkænum, gefa gaum að vind
átt og veðri og vera í björgun-
arvesti. Lítið vel eftir börnum
í grennd við ár og vötn.
Ætlarðu að búa í tjaldi?
Farðu varlega með opinn eld í
tjöldum, ekki sízt nylontjöld-
um. Sofnið aldrei út frá Jog-
andi. gashitunartækjum. Sýnið
snyrtimennsku við tjaldstæði
og valdið ekki öðrum tjaldbú-
um óþarfa ónæði. i
Ætlarðu að aka sjálfur?
Ef þú ekur eigin bíl, hafðu
hann í eins góðu lagi og frek-
ast er unnt. Taktu með í ferð-
ina nauðsynlegustu varahluti
og verkfærL Ef þú ert óvanur
akstri — eða ekur bíl sem þú
ert ókunnur, t.d. bílaleigubíl
farðu sérstaklega varlega með-
an þú ert að venjast umferð-
inni og bílnum. Hagaðu akstri
eftir ástandi vegarins og öll-
um aðstæðum hverju sinni.
Hvíldu þig ef þreyta sækir á.
Aktu með jöfnum og þægileg-
um ferðahraða og forðastu
óþarfa framúrakstur. Tíma-
sparnaður er sáralítill þótt þú
akir smákafla ýfir löglegum
hámarkshraða: aukning úr 70
í 80 km hraða flýtir förinni
aðeins um 66 sekúndur á 10
km vegalengd.
Getur þú eða einhver í hópnum
veitt fyrstu hjálp ef slys ber
að höndum?
Verið viðbúin óhöppum og tak-
ið nauðsynlegustu sáraumbúð-f
ir með í ferðina. Rifjið upp:
aðferðir við lífgun úr dauða-[
dái og stöðvun blóðrásar. Það
getur komið í þinn hlut að,
verða fyrstur á slysstað.
Verið varkár, varizt slysin! ‘
Æikublémifin
cfölnaður
Hver skyCdi trúa. að Ava
GaraTis'r væri orð n 46 ára?
Þrátt fyrir stonmasaman fer
il, ótal misheppmug áistarævin
týri og misg®.fnar Ikvlkmynd-
ir er æskub'lcimi hennar ó'föln
aður eins og sjá miá af með-
fylgj andi mynd sem var tek-
in af henni nýlega.
Sjálfvirkur úsá á
SúgaÉaliri
□ Á Suðureyri við Súganda-
fjörð verður tekin í notkun ný
sjálfvirk simstöð í dag kl. 16,30.
Stöðin er gerð fyrir 100 síma-
númer og eru símnotendur nú
86. Svæðisnúmer stöðvarinn-
ar er 94.