Alþýðublaðið - 29.07.1969, Blaðsíða 16
Auglýsingasími: 14906
Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið
Alþýðu
blaðið
Afgreiðslusími: 14900
Ritstjórnarsímar: 14901, 14902
Pósthólf 320, Reykjavík
Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði
□ í haust’ má búast við, að
nýr tízkudans fari eins og eld-
ur í sinu um veröldina —
MÁNADANSINN.
Hreyfingar tunglfaranna
sem við störðum á svo gagn-
tekin í sjónvarpinu, verða inn-
blástur dansahöfundanna, og
nú þegar hafa ung dönsk dans-
kennarahjón, Bo og Britt Bend
ixen sem við sjáum á meðfylgj
andi myndum, samið nýja teg-
und af geimdansi þar sem líkt,
er eftir hoppum og líðandi
hreyfingum þeirra Armstrongs
og Aldrin uppi á tunglinu.
Að vísu erum við ekki eins
létt á okkur hérna niðri á
jörðinni og þeir voru þá en
við þurfum heldur ekki að
draslast með súrefnisgeyma og'
geimfatnaði. Við verðum að
fara að æfa stökktæknina til
að geta ráðið við kengúruhopp
in sem eru þýðingarmikill þátt
ur í þessum nýja dansi. Og auð
vitað verður hann ennþá
skemmitegri ef notaðar eru
eftirlíkingar af tunglfarabún-
ingnúm eins og myndirnar
sýna. —-
..... r
I
Hjálparhella ís-
lenzkra sjúklinga
□ Seinasta liálfa mánuðiin hefur einn af þekktustu
hjartaskurðlæknum Breta, William P. Cleland, verið
staddur hér á landi í boði læknadeildar Háskólans,
flutt fyrirlestra og rannsakað hjartasjúltlinga.
„Við þrælum honum út eins
'og .hægt er,“ segir prófessor
Sigurður Samúelsson til að út-
skýra hvers vegna hinn virðu-
legi sérfræðingur sé ekki mætt-
ur á blaðamannafundinum sem
haldinn er honum til heiðurs í
Landspítalanum.
En nokkrum sekúndum síðar
kemur hann inn úr dyrunum,
rólegur maður og asalaus þrátt
fyrir allt sitt annríki. Hann
starfar við þriá merka spítala
í London, Hammersmith, Brom-
pton og King's College sjúkra-
húsin, og er yfirlæknir og for-
stjóri, kennir stúdentum og
læknum, annast uppskurði og
rannapknir og — það sem okk-
ur viðkemur sérstaklega, hef-
ur tekið á móti þeim 30—40
íslenzkum sjúklingum er send-
ir hafa verið út til lækninga og
hjartaaðgerða á seinustu árum.
„Þeir hafa verið okkar hjáip-
arheliur, hann og prófessor
Goodwin, sem hingað kom fyr-
ir tveimur árum í boði lækna-
deildarinnar,“ segir prófessor
Sigurður.
Svo vel hefur tekizt, að eng-
inn þssara sjúklinga hefur lát-
izt nema kona sem dó áður en
aðgerð var hafin. En dr. Cle-
land minnir á, að gæfuhjólið
geti alltaf snúizt, og því sé holl-
ara að vera ekki of hróðugur.
„Það fvlgir starfi læknisins að
verða stundum fyrir sárum
vonbrigðum,“ segir hann.
AcT þessu sinni hefur hann
m. a. athugað hjartasjúklinga
hér með það fyrir augum að úr-
skurða hverjir þeirra þurfi að
fara út tiJ London og gangast
undir uppskurð. Skiptast sjúk-
lingarnir aðallega í þrjá hópa:
Frh. á 15. síðu.
Brezfo hjurtas\urðhc\mnnn William P. Cleland scm hér hefti'r vcriS stadd-
ttr i boði lce!{nadildar Háskálans. Prátt fyrir mi/(ið annrlki .gaf dr. Clcland
scr tíma til uð ferðast svolítið um landið og mcira að scgja veiða nx>kj(ra
laxa í lciðinni. (Mynd Gttnnar Hciðdal)