Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 3

Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 3
-3- AFMÆLISÁR HÁSKÓLABÓKASAFNS Eins og kunnugt er varð Háskólabókasafn 50 ára 1. nóvember síðast liðinn. Árið 1990 var þvi afmælisár, og var þess minnst með ýmsum hætti. Verður hér greint frá hinu helsta. Háskólinn efndi til Opins húss 11. mars 1990, svo sem orðinn er árlegur viðburður. Að þessu sinni var Þjóðarbókhlaða aðalvettvangur kynningarinnar, og hafði Háskólabókasafn þar stóran sýningarbás. Dreift var m.a. nýjum kynningarbæklingi um safnið, sem tekinn hafði verið saman i tilefni af afmælinu. Þetta var í íysta sinn sem Þjóðarbókhlaða var opin almenningi og skiptu gestlr þúsundum. í júní voru haldnar sýningar í anddyri aðalbyggingar Háskólans á meiri háttar bókagjöfum, fyrst ritum Blackwell-forlagsins, sem verið hafa að berast undanfarin ár, siðan á bókum Gunnars heitins Böðvarssonar jarðeðlisfræðings. Á síðdegissamkomu háskólarektors fýrir starfsmenn Háskólans. sem haldin var í Odda sunnudaginn 28. október, var afmæli safnsins meðal dagskráratriða. Flutt voru ávörp og höfð uppi sýning um sögu og þróun safnsins. Á afmælisdaginn sjálfan, 1. nóvember, var efnt til siðdegisboðs og sýningarhalds í hátíðarsal Háskólans (nú lestrarsal) og í anddyri. Meðal gesta var forseti íslands. Ávörp fluttu háskólarektor, háskólabókavörður og menntamálaráðherra. Meðal gjafa sem safninu voru afhentar við þetta tækifæri var ljósprentað eintak af Gutenbergsbiblíu frá Félagi háskólakennara. myndverk frá Stúdentaráði Háskóla íslands og ársáskrift á gagnabankann Library and Information Science Abstracts (LISA), frá Bókavarðafélagi íslands og átta öðrum aðilum : Amtsbókasafninu á Akureyri, Borgarbókasafni, Félagi bókasafnsfræðinga, Félagi bókavarða í rannsóknarbókasöfnum. bókasafni Háskólans á Akureyri, Landsbókasafni, bókasafnl Kennaraháskólans og Þjónustumiðstöð bókasafna. Bomar voru fram veitingar og Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Snorrason og Páll Einarsson fluttu gestum tónlist. Samkomuna sóttu á þriðja hundrað manns. Háskólabókasafn þakkar öllum þeim, nefndum og ónefndum, sem minnst hafa safnsins með einum eða öðrum hætti á afmælisárinu og óskar þeim heilla. E.S. FRÉST HEFUR - að það sé laus staða bókasafnsfræðings í bókasafni Rannsóknastöðvar Skógræktar rikisins á Mógilsá - að Þóra Stefánsdóttir sé hætt að vinna i bókasafni Tækniskóla íslands og farin að vinna á bókasafni Veðurstofu íslands - að BJargey Amórsdóttir sé farin að vinna í bókasafni Tækniskóla íslands

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.