Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 7

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 7
FREGNIR tæknisviðinu. Stöðugt koma ný hjálpargögn fram á sjónarsviðið og mik- ilvægi þess að vera í góðu sambandi við umheiminn getur skipt sköpum. Hvert þeirra er nú hentugast og ódýrast? Vanda þarf valið. Hér verður efni ráðstefnunnar rakið í grófum dráttum og innihald þeirra erinda er vöktu mesta athygli undirritaðrar: Niels Mark bókavörður á Statsbiblioteket í Árósum sagði frá uppbygg- ingu IFLA og lagði hann áherslu á hve millisafnalán eru að verða snar þáttur innan IFLA samtakanna. Millisafnalán er sá þáttur í þjónustu bókasafna, sem hvað mikilvægast er að sé alþjóðlega samræmdur. Hann skýrði frá því hvemig samtökin em uppbyggð og hvemig þau starfa. Þau em orðin allumfangsmikil og ná nú til 135 landa. Yfirstjóm IFLA tekur stjómunarlegar ákvarðanir. Undir henni vinna 8 deildir hver á sínu sviði, undir þeim vinna síðan 32 hópar sérfræðinga auk 12 annara bak- hópa sem hafa sérþekkingu á öllum efnissviðum. Graham Comish yfirmaður IFLA Office for Intemational Lending Brit- ish Library hélt áhugavert erindi og vakti meðal annars athygli á hve mikið pappírsbmðl á sér stað með því að senda greinar með bréfsíma. Það þýðir í raun þrjú eintök í stað eins ljósrits sem er tveimur of mikið. Fyrst er greinin ljósrituð, síðan er símbréfið sent og að lokum ljósritar viðtakandi greinina á betri pappír en pappír símbréfanna þykir víða heldur hvimleiður og fæstir kæra sig um að eiga greinar á því formi. Pantanir um slíka afgreiðslu aukast stöðugt. Brýn nauðsyn er bókasöfn- um að fá tæknibúnað sem skilar betri gæðum á símbréfum en hann er nú þegar á markaði. Comish talaði einnig um hve örðugt er að eiga við höf- undarétt en ekki gilda sömu lög um höfundarétt í öllum löndum. Það gerist oft að grein sem send er vítt og breitt hefur fyrr en varir fengið nýjan höfund. Heinz Fuchs frá Niedersachsische Staats- und Universitátsbibliothek í Göttingen sagði frá breytingum á þýskum rannsóknarbókasöfnum eftir samruna Austur- og Vestur Þýskalands. Hann sagði að krafan um mark- 7

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.