Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 12

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 12
FREGNIR í máli Hedde Mortensen frá Dansk Biblioteks Center A.S. kom fram að það væri bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að fara í gegnum ISO 9000 ferlið en taldi það borga sig. Synn0ve Ulvik lýsti athyglisverðri könnun sem gerð var á gæðum aug- lýstrar upplýsingaþjónustu á almenningsbókasöfnum í Noregi. Ferðast var um til að kanna þjónustuna á hverjum stað og bókaverðir ekki látnir vita að um könnun væri að ræða. Þannig var hægt að komast að því hvemig svaranna var aflað. í stuttu máli sagt voru gæðin vægast sagt lít- il. Meðal annars kom fram að margir bókaverðir vissu ekki hvert þeir áttu að leita ef svarið var ekki að finna á safninu og þó svo væri voru þeir tregir til þess. Treyst var um of á að svarið væri að finna í tölvunni og jafnvel kom það fyrir að bókavörður var kominn með rétta uppfletti- ritið í hendur en kunni ekki að leita í því. Hér er ekki hægt að gera efni fyrirlestra betri skil en þátttakendur eiga að fá þá senda og er þá hægt að leita til okkar um nánari upplýsingar. Á lokadegi ráðstefnunnar var haldinn fundur um þátttöku Norðurlanda í alþjóðlegu samstarfi á bókasafna- og upplýsingasviði. Menn voru á einu máli um að norræn samstaða væri mikilvæg á þessu sviði og að athuga þyrfti hvort ekki væri hægt að samhæfa kraftana betur. Til þess þarf að kortleggja þátttökuaðila í hverju landi. Raddir heyrðust um að evrópsk félög eins og LIBER og EBLIDA yrðu okkur sífellt mikilvægari á kostnað til dæmis IFLA, sem einkum beindi kröftum sínum að þróunar- löndunum. Á stjómarfundinum var ákveðið að framvegis skyldi velja formann og stjómarmenn til þriggja ára í stað tveggja áður og að sömuleiðis verði þing þetta haldið á þriggja ára fresti. Næsta þing átti að vera á íslandi en áhugi var á að halda það í Hindsgavl í Danmörku árið 1997 þar sem NVFB var stofnað, því þá eiga samtökin 50 ára afmæli. Það verður því á íslandi árið 2000. Ólöf Benediktsdóttir 12

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.