Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 14

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 14
FREGNIR í tilefni afmælisins var ákveðið að félagið veitti árlega viðurkenningu fyrir bestu frumsömdi fræðibækur fyrir fullorðna og böm. Hugmyndina átti Þórdís T. Þórarinsdóttir. Viðurkenningar fyrir fræðibækur ársins 1992 voru veittar á afmælisráðstefnunni í nóv. og fyrir 1993 að afloknu erindi Sigrúnar þann 20. apríl. Bækumar íslenskir fiskar og Blómin okk- ar vom tilnefndar af fræðibókum ársins 1992 og Saga daganna af fræði- bókum ársins 1993. Engin fræðibók fyrir böm af útgáfu ársins 1993 þótti hæf til viðurkenningaar. í fyrra tók Fb þátt í opnu húsi í Háskóla íslands ásamt nemendum og kennurum í bókasafns- og upplýsingafræði. Eingöngu nemar stóðu fyrir kynningunni í Háskólanum nú í vor en Fb lánaði veggspjald sem gert var i tilefni af sýningunni í fyrra. Félagið hafði samstarf við Háskólabókasafn um kynningu á SR-neti nú í febrúar. Fyrirlesarar vom frá Norðurlöndunum. Kynningin var vel sótt og þótti takast vel. Nefnd um endurskoðun á námi í bókasafns- og upplýsingafræði starfaði á s.l. ári og var Kristín Indriðadóttir fulltrúi Fb í nefndinni. Félag bókasafnsfræðinga hefur verið aðili að BHM frá stofnun. BHM var formlega lagt niður í maí 1993. Þýðing þess fyrir Fb er sú að félagið hefur ekki rétt til að nýta sér þjónustu skrifstofumanns BHMR (áður skrifstofa BHM og BHMR) í Lágmúla 7. Kjaradeild Fb er hins vegar að- ili að BHMR og nýtir sér þjónustu samtakanna. Fb er aðili að Ásbrú sem rekur sameiginlegt húsnæði háskólamanna að Lágmúla 7. Fulltrúi Fb í Ásbrú til langs tíma hefur verið Margrét Lofts- dóttir og hefur hún unnið frábært starf. Miklar breytingar vom gerðar s.l. ár á húsnæðinu í Lágmúla 7 og fluttust aðalstöðvar Fb milli herbergja. Félagið deilir herbergi með þrem aðilum nú í stað Qögurra áður og hefur fengið aukið olnbogarými, þ.e. 30% af herbergi í stað 25% áður. Breyt- 14

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.