Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 6
VINNUTlMI BÓKAVARÐA Á ÖRUNNSKÓLASTIGI Undanfarin ár hefur vinnutími bókavarða í grunnskóla- söfnum verið nokkuð á reiki og skýrar reglur hefur skort. Einkum var óljóst hvernig skyldi túlka vinnu þeirra við kennslu sem kallar á undirbúning hliðstæðan annarri kennslu annars vegar og hins vegar vinnu við frágang á safnefni, útlán og önnur hliðstæð verk. Þann 13. desember 1989 sendi fjármálaráðuneytið frá sér eftirfarandi ákvæði: "Vegna breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tilfærslu bókasafnsfræðinga í grunnskólum til ríkis, vill fjármálaráðuneytið taka fram að vinnuskylda bóka- safnsfræðinga á ársgrundvelli er 2080 klst. að orlofi meðtöldu. Fjármálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvernig skipulagi vinnuskyldu er hagað í hinum einstöku skólum, að því tilskyldu að árleg vinnuskylda sé ekki skert. Ef vinnuskylda er flutt frá sumartíma yfir á vetrartíma eykst vikuleg vinnuskylda að vetrinum sem því nemur. Yfir\'inna greiðist því aðeins, ef vinnuframlag á árs- grundvelli fer fram úr greindum 2080 klst. að orlofi meðtöldu." í framhaldi af þessu hefur verið gerður samningur um nánari skilgreiningu á skiptingu á vinnutíma bókavarða í grunnskólum. Hefur þessi samningur verið samþykktur nú þegar í nokkrum skólum í Reykjavík. Þess ber að geta að við þessa skiptingu er orlof ekki meðtalið. Árleg vinnuskylda bókavarðar í fullu starfi er 1800 klst., eða 40 klst. á viku til jafnaðar yfir árið. Skipting vinnutíma. Gengið er út frá 9 mánaða starfstíma skóla eða samtals 36 víku. 6

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.