Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 17
GÓÐ HUGMYND Stór hluti af því starfi sem fer fram á skólasafni er útlán bóka, sem börnin fá ýmist að hafa í skólanum eða fara með heim. Eins og þið vitið getur gengið misvel að innheimta bækurnar, þeim mun betur sem það gengur því fyrr er búið að ganga frá safninu á vorin. Ég vinn í Myllubakkaskóla í Keflavík. Safnið er stórt, telur rúm 11.000 bindi. í skólanum eru 820 börn frá aldrinum 6-11 ára. Útlán á safninu hafa verið um 10.900 á skólaárinu. Mér datt í hug að gaman væri að gera eitthvað skemmtilegt í sambandi við innheimtu á bókunum og upp kom sú hugmynd að setja upp einhvers konar keppni, um hvaða bekkur yrði fyrstur að skila öllum bókunum er þau hefðu undir höndum. Ég bar þessa hugmynd undir skólastjóra, hann tók vel í málið og fannst þetta góð hugmynd. Þá var bara að ákveða hvernig keppninni yrði háttað og hver verðlaunin ættu að verða. Eftir nokkrar bollaleggingar datt mér í hug að fá Sparisjóð Keflavíkur í lið með mér og óska þess að þeir veittu börnunum smá verðlaun, auk þess að greiða prentkostnað á bókamerkjum sem ég læt hvert barn fá í byrjun skólaárs með sínu bókasafnsnúmeri á. Þeir fengju aftur á móti auglýsingu aftan á bókamerkinu. Þetta fannst þeim alveg frábær hugmynd, og samþykktu á stxindinni. Svo nú var bara að hefjast handa. Ég byrjaði á því að fara niður í prentsmiðju með þau gögn sem ég var búin að taka saman, þar hönnuðum við bókamerki með auglýsingu frá Sparsjóðnum aftan á og frá bókasafninu framan á með nafni, bekk, bókasafnsnúmeri og einnig ýmis konar slagorðum frá safninu. Þeir prentuðu 1000 stk. í ýmsum litum sem komu mjög vel út. Þegar ég úthlutaði þessum merkjum ásamt númerunum sagði ég börnunum frá keppninni. 17

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.