Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 10
ER SKÓLASAFNIÐ HJARTA SKÓLANS EÐA MISSKILIN ÖSKUBUSKA? Rannsóknastöð í bókasafna og upplýsingamálum sem starfar við Háskóla Islands hefur að undanförnu staðið fyrir könnun á stöðu skólasafna bæði í grunn- og framhalds- skólum. Tilgangur könnunarinnar var að fá upplýsingar um stærð, aðbúnað og starfsemi safna í skólum um allt land. Var könnunin send út haustið 1989 og brugðust strax margir við og sendu umbeðnar upplýsingar, en samt á tæplega helmingur eftir að svara nú í byrjun maí, 1990. Könnunin er ekki úrtakskönnun, heldur nær hún til allra safna. Það er því ekki ennþá hægt að vinna marktækar upplýsingar úr svörunum sem borist hafa. Við þurfum svör frá öllum. Vonandi tekst að ljúka könnuninni fyrir vorið og birta niðurstöður fyrir haustið. Því eru þeir sem lesa þetta og eiga ósvarað könnuninni beðnir að að fylla eyðublöðin út strax og senda þau til Rannsóknastöðvar- innar. (SKH) 10

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.