Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 1

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 1
 FYLGT PR HLAÐI Það blað sem héi er sent tíl allra skóla, skólanefnda og fræðslustjóra á landinu er málgagn Skólavörðunnar, félags um málefní skólasafna. Starfsemi Skólavörðunnar hefur legið niðri að undanförnu og viljum við því með þessu hefti af Skólavörðunni kynna félagið og um leið kanna hvort grundvöllur er fyrir starfsemi félagsins og hvort menn sjái sér hag í að ganga í það. AF HVERJU SKÓLASÖFN? Oft heyrist því fleygt að bókasöfn séu að verða úreltar stofnanir þar sem börn og unglingar nútímans kunni betur að meta aðra miðla en þá sem eru á boðstólum í skóla- söfnum. Á sama tíma heyrast áhyggjuraddir vegna þess að lestrarlöngun og lestraráhugi barna fari minnkandi og kannanir sýna að börn lesa minna en áður hefur mælst. Spurningin er því fyrst og fremst sú hvers virði bók- menning sé íslenskri þjóð. Það má einnig telja það undar- legan tvískinnung að um leið og við teljum okkur hluta af upplýsingasamfélagi þjóðanna skuli bókasöfnin, þessar rótgrónu upplýsinga og fræðslastofnanir, eiga undir högg að sækja. í ár hefur Unesco, Menningar og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna ákveðið að leggja áherslu á LÆSI, hvers kyns hæfni til að nýta sér heimildir og þekkingu. Það a?tti okkur að vera sérstakt ánægjuefni hversu vel við virðumst standa að vígi hvað þetta varðar en hins vegar verðum við sífellt að vera vel á verði svo við glötum ekki því sem íslensk menning byggir helst á, þ.e. heimi bókanna og það er í skólasöfnunum sem börnin geta kynnst þessum töfraheimi. SKÓLAVARÐAN. HVERJIR GETA VERIÐ MEÐ? Skólavarðan, félag um málefni skólasafna var stofnað 1983 sem eitt af aðildarfélögum Bókavarðafélags Islands,

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.