Alþýðublaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðuíblaðið 2. septemtoer 1969 Vinnur að jsví að skrá íslenzk verl, ssm þýdd hafa verið á önnur tungumál □ , A I.andsbókrsafninu er jafna i margt um fræði- menn, sama hvort er sumar eða vetur, sól eða regn. Og siðastliðinn fimmtudag var bar staddur bandarísk ur prófessor cð nafni Mitchell, sem undanfari i áíta ár hefur unnið að því að taka saman þær bækur eg þau verk íslenzkra höfunda í tímeritum, sem hýdd hafa verið á erlend tungumál frá bví siðaskipti gengu í garð og til þessa dags. Á ágætri íslenzku sagði pró- fessor Mitchell blaðamanni Al- þýðublaðsins, að hann hefði aðeins haft vikutíma til að sinna verkefni sínu hér. Hann væri svo tímabundinn vegna starfs síns við háskólann í Illi- nois, en þar er hann deildar- forseti germönsku máladeildar- innar. — Því miður, bætti hann við og brosti. — En ég ætlaði að Ijúka þessu verki fyrir áramót. Það stenzt varla hjá mér, því að ég fann svo miklu meira hérna en ég bjóst við. Og sennilega verð ég að koma aftur í vetur, þótt ég viti varla, hvernig ég fer að því, tímans vegna. Svo ætla ég líka að koma aftur til að vera í lengri tíma og læra þá íálenzkuna betur. Ég taiaði hana miklu betur en núna fyrir tuttugu árum, en þá var ég vinnumaður á Hvítár- bakka. Ég var líka nemendi Hall- dói’s Hermannssonar, sem var bókavörður við Cornell iiá- skóla. Prófessor Mitchell telur sig samt einkum bókfræðing (bibliograph) þótt hann sé lærður í norrænum bókmennt- um, einkum sögu danskra bók- mennta, enda fjallar stærsta verk hans um síðasttalið efni. — Svo við snúum okkur aft- ur að verki yðar um þýddar, íslenzkar bókmenntir, prófessor Mitchell, hver var þá fyrsti íslenzki höfundurinn, þýddur eftir siðaskipti? — Það mun hafa verið Hall- grímur Pétursson og þá ein- stakir sálmar eftir hann. . i Kristmann á kínversku — Hverjir eru svo mest þýddu höfundarnir? — Þar hefur Halldór Lax- ness náttúrlega vinninginn, síð- an Gunnar Gunnarsson og þá Jón Sveinsson (Nonni). Ég gæti trúað, að Kristmann Guð- mundsson yrði næstur í röð- inni, en til dæmis hefur ein bóka hans verið þýdd á kíri- versku. —• Hverjar eru mest þýddu bækur Laxness? — Sjálfstætt fólk, Salka Valka og Atómstöðin. Og það munu vera eitthvað um þrjátíu tungumál, sem bækur hans hafa verið þýddar á, til dæmis á Oriya, en það mál er talað einhvei’s staðar á Indlandi. Af öðrum málum má nefna Usbe- kistan, talað í Sovétríkjunum, og svo kínverska og japanska. — Þér hafið ef til vill orðið að ferðast víða vegna þessa verks. — Já, það má segja. Núna er ég til dæmis að koma írá Japan, þar sem ég hef litla og ógurlega fallega aöstoðar- stúlku. Uss. má ekki segja, seg- ir prófessorinn íbygginn. Nú og ég þurfti líka að fara til Moskvu. Þar komst ég með- al annars að því, að bækur Laxness hafa sumar verið þýdd ar á búigörsku úr rússnesku. — Hafið þér ekki einnig notið aðstoðar hér á landi? — Jú, þeir Ólafur Pálmason og Ólafur Hjartar hafa stutt mig á alla lund. — Nær verk yðar einnig til íslenzkra skáida, sem ritað hafa ó erlend tungurpál? — Já. Nonni er erfiður viðfangs — Hafið þér ekki lent í ýms- um erfiðleikum við þetta starf yðar, prófessor Mitchell? — Jú, og þá til dæmis méö þýddu verkin hans Nonna. Á þeim eru svo margar útgáfur, endurskoðaðar og alla vega á ,Framhald á bls. 11. I I I I □ Eins og allir vita, hefnr nú um hríð verið grunnt á því góða með fomvinunum Kín- verjum og Rússum og hvað eftir annað soðið upp úr og legið við alvarlegum átökum, jafnvel fullkomnum friðslitum og styrjöld. Sú spuming hefur því vaknað i hugum margra, hvar „suðupotturinn" sé eða með öðrum orðum; hvar myndi stríð Rússa og Kínverja brjót- ast út, ef til þess kæmi? Jú, svarið er auðsætt: í hinum kín- verska hluta Sinkiang! í Sinki- ang, sem er næstum því einn sjötti hluti Kínaveldis, hjálp- ast margt að því að „blása að glóðunum“. Landamæri hins sovézka bg hins kínverska Sinkiang eru til dæmis til muna ógleggri, en á öðrum umþrættum stöð- um, eins og til dæmis lands- svæðunum lengra tii austurs, þar sem fijótin Amur og Ussuri mynda eðlilpg landamörk af náttúrunnar hálfu. Þar við bæt ist, að í hinu kínverska Sinki- ang er einmitt einn hinn heizti „Suðupottur- inn„ Sinkiang og hættulegasti „brennidepili“ Kínaveldis og raunar allrar Asíu; kjarnorkutilraunasvæðið við Lop Nor. I SÖGURÍKT SVÆÐI Og þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Sinkiang „kemur við sögu“! Þetta strjálbýla og jafnframt harðbýla land hárra snævi þakinna tinda og gróð- urlausra eyðimarka er nokk- urs konar „hlið“ á milli Mið- og Austur-Asíu. Marco Polo fór á sínum tíma um Sinkiang á leið sinni til Kína og slíkt hið sama gerðu þeir einnig, sem forðum ruddu. asískum munaðarvörum braut til Evrópu. Kínverjar, Tíbetar, Mongólar og Tyrkir: allir hafa þeir komið við sögu Sinkiang, hver með sínum hætti. I ÓLÍKIR ÍBÚAR í Sinkiang búa nú um 8.000.000 manns, en aðeins 3.000.000 þeirra eru Kínverjar, margir þeirra eru meira að segja nýaðfluttir — og hafa jafnvel fiutzt þangað gagngert í þeim tilgangi að stýrkja að- stöðu Peking-stjórnarinnar þar. Afgangurinn er að minnsta kosti af fjórtán minnihluta þjóð ernum. Um 4.000.000 eru Uigh- urar, afkomendur tyrkneskra innrásarmanna frá 9. öld og 600.000 Kósakkar, Kirghizjar (mongólskur þjóðflokkur) og Tadjikar. En þó að öll séu þessi þjóðabrot ólíks uppruna og mismunandi menningar, eiga þau eitt sameiginlegt; hatrið til valdhafanna, sem fyrst brutu Sinkiang undir ok Han- höfuðingjaættarinnar (206 f. K. — 220 f. K.). SEILZT TIL VALDA íhlutun Rússa um málefni Sinkiang hófst á dögum Zars- ins. Á miðri 19. öld sendi Alex- ander II. Rússakeisari hersveit ir inn í Sinkiang til að kveða niður uppreisn Múhameðstrú- armanna. Með samningi frá árinu 1881 hvarf verulegur hiuti svæðisins undir yfirráð Kínverja, en Rússar héldu þó áfram ríflegum parti. Á Stalins tímanum jukust rússnesk áhrif í Sinkiang til muna, þar sem Staiin karlinn var óþreytandi við að'koma þar upp rússnesk- um ræðismannsskrifstofum og menningarmiðstöðvum. Árið 1944 gerðu Múhameðstrúar- menn svo uppreisn, sem styrkt var fjárhagslega af Moskvu- valdinu, og upp úr því var sett á stofn svonefnt „Lýðveldið Austur-Túrkestan“ í Sinkiang. Reyndu- Rússar síðan að efla Sinkiang sem sjálfstætt ríki, unz Mao Tse-tung náði fótfestu í Kína og kollvarpaði þeim áætlunum. STOLTIR og S.TÁ LFSTÆÐIR Að vissu leyti væru Kín- verjar þó áreiðanlega betur á vegi staddir, hefði Stalins notið lengur við. Sinkiang hefur vald ið þeim bæði áhyggjum og ar- mæðu. Hinir stoltu og sjálf- stæðu íbúar hafa Hrundið öll- um áróðursherferðum kínv. kommúnista. Þeir kæra sig ekk ert um afskiptasemi hins opin- bera, en vilja að hver búi að sínum geitum og sínum naut- gripum. Á þessa strengi slógu Sovétmenn, er þeir árið 1961 reyndu að æsa Múhameðstrú- armenn upp á móti- Kínverj- um á þeim forsendum, að Kin-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.