Alþýðublaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðu'blaðið 2. septemb'er 1969 1. KAFLI. Ég virti sjálía mig fyrir mér í speglinum, þegar ég 1 gekk í gegnum forstofuna. Ég leit svo sem ekki sem ! verst út. Há, grönn og IjóshærS og augun b!á og dökk. Eiginlega var kanrrski ekki hægt að segja, að ’ ég væri falleg, en ég var þó alltaf aðlaðandi. Guðjón hafði alltaf haldið því fram, að það væri alltaf krökkt af fallegum konum, en aðeins fáeinum, sem væru jafn aðlaðandi og ég. Já, Guðjón, einu sinni enn! Og ég, sem hafði lof- að sjálfri mér því, að ég skyldi steingleyma Guðjóni. Ég hélt, að það hlyti að verða auðvelt eftir að ég sagði honum að fara veg allrar veraldar, en það var 1 nú einhvern veginn svona. Hótelið, sem við skildum f' í Kaupmannahöfn, var eitthvað svo óraunverulegt, og hótelið, sem hann sótti mig í, [ Lundúnum, var ' enn óraunverulegra. Þetta minriti mig allt saman á draum. Þess vegna var það svo auðveit fyrir mig að virða hann kuldalega fyrir mér og rétta honum aftur hringinn, sem hann hafði sett á fingur mér. Þennan hring, sem mér hafði aldrei fundizt ég eiga með réttu. Ætli það hafi ekki verið ástæðan fyrir því, að hendur mínar skulfu ekki hið minnsta? En nú var þessu lokið, og allt þetta mas og fal um hjartasorg virtist svo lítils virði, þegar maður hafði sjálfur orðið fyrir henni. Já, ef einmanaleiL inn er það, að eiga ekkert innra með sér og finnast allt einskis virði, þjáist ég af hjartasorg. Hvers vegna fór ég ekki beint upp stigann og inn til mín? Var það vegna þess, að í herbergiriu mínu voru hvarvetna myndir af Guðjóni, teikningar eftir Guðjón, ástarbréf frá Guðjóni... .já, allt það, sem ég hafði geymt til minningar um hann, meðan hann var við nám í Kaupmannahöfn. Og svo fór það svona. Nú varð ég víst að fara inn og tala við hann pabba og ekkert óttaðist ég meira, en ekki verður ófeigum í hel komið, né feigum frá hel forðað. Ég gat ekkert annað gert. Pabbi vissi ekki, að ég var komin heim, en ég heyrði til hans inni í bókaherberginu. Hann var að tala við einhvern. Ég heyrði rödd hennar Friðmeyjar, frænku minnar, og rödd hans Hákonar, föðurbróður míns, og ég verð að játa það, að mér létti mikið, þegar dyrnar opnuðust. — Sæl, sagði ég vesældarlega og horfði beint í augun á Friðmeyju, se'm hafði annazt mig og hugsað um mig, eins og ég væri dóttir hennar, — sú dóttir, ! sem hún hafði aldrei eignazt. En Friðmey brosti ekki á móti. — Loksins ertu komin heim! sagði hún og var van þóknunartórm í rödd hennar. — Við héldum, að þú værir hætt við að láta sjá þig! — Og að þið þyrftuð að sækja mig? spurði ég reiðilega og það munaði minnstu, að ég ryki upp. Ég Smáauglýsingar INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR hafði nú alltaf haldið, að Friðmey stæði með mér. Eiginlega hafði ég ekkert þráð heitara en að fá að segja Friðmeyju allt af létta, en nú vissi ég, að það kæmi aldrei til greinat. —Þú ert nú ekki myndug enn, sagði Friðmey. —Ekki það, svaraði ég af hasti. — Ég er þó orðin tvítug, og þó að ég hafi ekki fengið kosningarétt enn, sé ég enga ástæðu til að vera með fornaldar- hugsunarhátt hérna. Ég gæti séð fyrir mér — ef ég vildi, og ég er víst bara bæði eigingjörn og ó- ábyrg gerða minna! hvæsti ég* en einmitt þessi orð hafði ég heyrt föðurbróður minn segja, þegar ég svona lagði eyrað við hurðina. Friðmey roðnaði og ég sá það á roðanum í kinnum hennar, að hún hafði hlustað á þessi orð með veL þóknun og ekkert skammazt sín fyrir þau fyrr \ en nú. ■— Þú hefðir getað verið um kyrrt.... og kannski * komið heim. ...með henni, sagði hún, og ég sá, að | það fór hrollur um hana. Ég gat ekki að því gert, þótt ég fölnaði. — Ég var ekki viðstödd, þegar slysið varð, sagði i ég. — Ég var farin. — Og hvert fórstu? spurði Friðmey. — Ég hélt, að þú ættir að vera í sumarleyfi með stjúpu þinni. Rifuzt þið eða hvað kom eiginlega fyrir? Ég svaraði engu, en ég kreppti hnefana svo fast, að neglurnar skárust inn í lófana, og það veit guð, að ég vonaði, að ég neyddist ekki til að segja frá því, sem fyrir hafði komið. — Hvað er eiginlega að þér, Benna mín? spurði Friðmey. — Hvað er að þér? Hvað gengur á? Hvað kom fyrir? Pabbi þinn nær sér aldrei eftir þetta! Ég starði á hana. Ég gæti aldrei ímyndað mér, að pabbi gæfist upp. Pabbar eru einhvern veginn svo sterkir, og hann hafði þegar orðið fyrir annarri scrg og það þeirri sorg, sem hlaut að vera sárari en þessi. Hanrr hafði misst fyrri konu sína — hana mömmu mína — og það var hún, sem hann hafði alitaf til- beðið og þó falið sorg sína undir grímu kuldans. Hann hlaut að geta haldið áfram núna eftir að stjúpa mín var dáin líka, og haldið áfram þessum járnharða. aga sínum, sem hann ekki beitti aðeins við sjálfan sig, heldur og við alla þá, sem hann umgekkst. Þetta tókst honum í tólfár, og svo íyhntist hann annarri konu og hann fór að brosa aftur. Ég öfund- aði hann ekki af þessum brosum, og hana ekki heldur. Ég held, að mér hafi frekar fundizt húsið Ijóma á ný. Hann varð svo glaður og kátur og harm mátti skyndilega vera að því að hugsa um mig og ekkert var nægilega gott fyrir mig. Kannski mér hafi þótt vænt um Guðbjörgu þess vegna. Ég veit, að pabbi er' góður maður, én hann á svo erfitt með að láta tilfinnirrgar sínar í Ijós/ og hann á stundum bágt. Það er auðveldara fyrir mig og þig, sem erum vanar að bera tilfinnrngar okkar á borð TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og viðhald á tréverld húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eidra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUB! •pmfiim fyrirliggjandl: Bretti — Hurðir — Véilarlok — Geymsluloík á Volkswagen í allftestum litum. Skiptum á eioum degi með dagsfyrirvara fýrlr á- kveðið verð. — Reynið viðskiptln. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vöndufl •g góð vinna. Pantið í tíma I síma 15787. BIFREIÐ AST J ÓR AR Gerum við aliár tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlútir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Simi 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bóJStruð húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. Muníð Nýþjónustuna Tek að mér allar minniiháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum 'húsgögnum í heima húsum. — Upplýs'ingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. ----- — - ■ — 4» PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litíar og stórar jarðýtur traktorsgrðf- ur og bílkrana, tll allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. JarSvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSfN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn, Geithálsl. :♦ •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.