Alþýðublaðið - 16.09.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1969, Blaðsíða 7
A'lJþýð'UblaSið 16. september 1969 7 □ Vinnufriðurinn í Þýzkalandi hefur til þessa ver- ið næstum eins traustur og þýzka markið. Eftir krepp- uraar 1966 og 1967 var atvinna svo mikil, að eftir- spurn varð eftir vinnuafli. Tók þá innflutningur að- keypts vinnuafls frá Ítalíu, Spáni, Júgóslavíu, Grikk landi og fleiri löndum að aukast. Hin alvarlega kreppa, sem ríkti í Ruhr-héraðinu var farsællega til lykta leidd fyrir tilstilli Nordrhein- Westphalen og sambandsríkisins. Það er einmitt í þessu mikla iðn- aðarhéraði, sem sósíaldemókratar og kristilegir demó kratar leiða saman hesta sína hinn 28. september næstkomandi. Þar er blómlegt stjórnmálalíf og mik- ið um að vera. En skyndilega hefur „enska sýkin“ lostið þetta líflega hérað — eins og elding af himni. Eitt ól'öglegt verkfall eftir annað lamaði jám- og stáliðnaðinn gersamlega og skapaði hina mestu ólgu á vinnustöðunum. Og tugþúsundir verkamanna fóru í mótmælagöngur í Saarbriicken. „ENSKA SÝKIN“ í>etta taar pokkurs konar bylting. Þýzku blöðin töluðu um „ensku sýkina“ og sóttu hugtakið til Bretlands, þar sem iWilson, forsætisráðherra, stend ur æ í ströngu við verkfalls- menn. Verkföllin komu eins og reiðarslag ýfir óviðbúna stjórn ina — og að miklu leyti óvið- búin stéttasamtök líka. Að vísu hefur ekki skort aðvaranir trúnaðarmanna stáliðnaðarins. Jafnvel raunhæfar aðgerðir hins eins árs gamla vestur- þýzka kommúnistaflokks inn- an verksmiðjuhliðanna megn- uðu ekki að rumska við hinu voldga IG stéttarsambandi. — Það vildi blátt áfram ekki trúa þvi, að félagar þess myndu grípa til verkfalls. Og líklega er það að mörgu leyti skiljan- legt. Iðjusemi og þolinmæði eru meðal höfuðkosta þýzkra verkamanna yfirleitt. Hinn átján mánaða gamíi kj,arasamn ingur átti að renna út þegjandi pg hljóðalaust, Svo hugðu menn að minnsta kosti. Það var næstum ómanneskjuleg krafa, sem gerð var til verka- mannanna í járn- og stáliðnað- inum. Allt í kringum sig sáu þeir aðrar stéttir fá hækkuð laun, þeir urðu þess varir að hluthafar fengu stórhækkaðan ágóðahluta — og ríkisstjórnin í Bonn gumaði af vaxandi vel- megun og batnandi afkomu. „Helvitis verkföllin“, eins og Þjóðverjar vom vanir að kalla ólögleg verkföll, hafa.því mætt samúð og skilningi. „Bild- Zeitung“, sem venjulega er fólksins megin og í samræmi við almenningsálitið, sagði meira að segja í ritstjórnar- gi’ein: „Verkamenn í stáliðn- aðinum fara ekki fram á ann- að en þeir eiga réttmæta kröfu til, þegar þeir vilja fá sinn skerf af ávöxtum góðærisins 1969“. HÆRRI LAUN Ljóst er, að iðngreinar þær, ^om verst fóru út úr verkföll- unum, verða að punga út með íj? hærri laun. í sumum tilvik- m um hafa vinnuveitendumir g þegar lofað beinni kauphækk- un. Þeir hafa orðið að gefa H eftir. Vinnuveitendur- hafa ekki |j efni á verkföllum, þegar svo ® vel gengur að selja framleiðslu 9 vörurnar. Því áttu þeir frum- M kvæði að samningaviðræðum við IG Metall. Og krafan um 14 prósent hefur á engan hátt fælt þá frá 9amningum. Strax í þessari viku voru viðræður hafnar, og bendir allt til þess, B að skjótt muni ganga saman £ með þeim. En það er ekki bara 1 Ruhr-héraðið, sem hefur orðið illa úti í verkföllunum — einn fl ig í öðrum mikilvægum þunga- G iðnaðarhéruðum hafa verka- G menn fylkt liði undi rrauðum | fánum og kröfuspjöldum. Og ( Otto Brenner, formaður IG J Metall, stendur i stöðugu sam- bandi við vinnuveitendur. STYTTIST TIL KOSNINGA Verkfallsbylgjan kemur til S með að hafa áhrif fyrir þing- i kosningarnar hinn 28. septem- I ber næstkomandi. Frambjóð- I endur hafa að sjálfsögðu brugð 1 izt við, eins og þeirra var von I og vísa. Allir virðast þeir hafa J skilning á kröfum verkamanna. i Ávítunartónsins hefði hins veg ■ ar áreiðanlega gætt, ef ekki I hefði verið svo skammt til j kosninga. Sósíaldemókratar 1 hafa farið að öllu með gát, en | hinu er ekki að leyna, að verk- j föllin og kjaradeilurnar geta í sem bezt orðið til þess, að þeir . tapi nokkru fylgi. CDU/CSU j virðast hafa faríð fremur illa | út úr þessu. Og SPD geisist * fram á sjónarsviðið og hyggst I nú hirða gróðann — slær um | sig með háværum slagorðum J um hlutdeild verkamanna í stjórn fyrirtækjanna. í hinni svonefndu Montan-iðnaðarsam steypu situr til dæmis sérstak- I ur forstjóri tilnefndur af starfs I mönnunum — en þeir hafa meðákvörðunarrétt um stjórn fyrirtækisins. En það, að verk- fallsbylgjan skuli einmitt hafa skollið einna harðast á þessari tegund iðnaðar, er ekkert I sérstaklega góð auglýsing fyrir j hina siendurteknu kröfu SPD 1 um aukin ítök verkamanna í j stjórn fyrirtækjanna. Hafa CDU/CSU og FDP beint mjög j spjótum sínum að SPD af þessu j tilefni. Er því haldið fram, að 1 slík „verkamannastjórn“ verði i bara ímyndun ein — hún verði j aldrei í neinum lífrænum tengslum við starfsliðið og nái ‘ þannig ekki tilgangi sínum. Talið er áberandi, að þeir menn í Ruhrhéraðinu, sem val- | izt hafa í slíkar trúnaðarstöður, i bafi haft að engu vilja verka- mannanna. Verkfallsbylgjan varð IG Metall hið mesta undr- unarefni. Og líklegt er, að í kosningabaráttunni verði sósíal deniókratar a,ð'dragaipr.þeirri miklu áherzlu, sem þeir hafa nú um skeið lagt á aukinn I meðákvörðunarrétt starfsfólks- ins. Framhald á bls. 11. Dómari ræðir j Sementsverk- | smiðjumálið I ‘D Að gefnu tilefni vegna blaðaskrifa undanfarið út af rannsókn, sem fram hefur farið vegna ætlaðs refsi- verðs atferlis hjá Sementsverksmiðju ríkisins, skal fi eftirfarandi tekið fram: Rannsókn þessi hefur farið fram að kröfu saksóknara rík- isins samkvæmt bréfi, dagsettu 6. september á fyrra ári. Var í bréfi saksóknara gerð krafa um það, að mál þetta verði tekið til rannsóknar í sakadómi Reykjavíkur, svo sem skjöl frá ríkisskattstjóra, sem haft hafði málið til rannsóknar veita efni til og efni kunna að gef- ast til. Segir ennfremur í bréfi saksóknara um þetta á þessa leið: „Verði rannsókn málsins einkum beint að brotum gegn þeim lagaákvæðum, sem um ræðir í bréfi ríkisskattstjóra, hvaða einstaklingar hafi fram- ið þau og séu refsilega ábyrg- ir fyrir þeim. Ennfremur verði rannsókninni beint að því að kanna stöðu þeirra, sem brot- legir kynnu að verða taldir með tilliti til þess, hvort um opinbera 9tarfsmenn hafi verið að ræða.“ Rannsókn málsins hófst hinn 25. nóvember s.l. og var málið sent saksóknara ríkisins að henni lokinni með'bréfi, dag- settu 2. apríl síðastliðinn. Eft- ir það hafa tvisvar verið háð þinghöld í málinu að kröfu saksóknara til að kanna nánar tiltekið atriði. Rannsókn máls þessa fyrir sakadómi hefur verið tvíþætt, eins og hún ber með sér. Hef- ur hún annars vegar beinzt að því að rannsaka greiðslur á föstum launum starfsmanna Sementsverksmiðjunnar, —• greiðslur fyrir aukavinnu og aðrar greiðslur, hvaða aðilar hafi tekið ákvarðanir um þær og beri ábyrgð á þeim. Á hinn bóginn hefur verið könnuð uppgjöf á greiðslum þessum til skattýfirvalda og rannsakaðar greiðslur fyrir ákvæðisverk, sem eigi voru taldar fram til skatts. Hafa alls 19 manns komið fyrir dóm, þar á meðal stjórnarmenn. Rannsókn máls- ins hefur beinzt að þeim at- riðum, er í bréfi saksóknara greinir og kæruefnið í gögnum þeim, er bárust frá ríkisskatt- stjóra verið rannsakað, enda hafa engar tilteknar kærur út af misferli verið bornar fram í dpmi umfram það, sem þar kemur fram. Saksóknari ríkisins gaf út á- kæru í máli þessu hinn 9. þ. m. eins og í fréttatilkynningu hans greinir. Rétt þykir að lokum að taka fram vegna þrálátra skrifa um mál þetta í einu af dagblöðum borgarinnar, að blað þetta hef- ur aldrei leitað upplýsinga hjá dópiara málsins um rannsókn þess. I Sakadómur Reykjavíkur, 15. sept. 1969. Gunnlaugur Briem. □ Hin víðtæku ólöglegu verkföll, sem að undánförnu hafa geisað í Vestur-Þýzka- landi, hafa hrundið þar af stað ski'iðu launahækkana í ýmsum atvinnugreinum. Er starfsmenn ná- til um 2ja milljóna verk- taka,. frarn á endurnýjun samn- inga, áður en þeir görplu eru útrunnir. Þessi þróun mála tæpum þremur vikum fýrir al- mennar þingkosningar í land- í í'járn- og'stpljðnaðinum fepgu inti^ leggst að vonum illa fyrir nokkrum dögum fram- stjórnmálamenn og hefur vak- gengt kröfu sinni um 11% ið athygli og umtal víða um launahækkun og lengt orlof, heim'. fóru fimm stéttasambönd, sem V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.