Alþýðublaðið - 16.09.1969, Síða 16

Alþýðublaðið - 16.09.1969, Síða 16
Alþýðu blaðið Afgreiðslusími: 14900 Auglýsingasími: 14906 Ritstjómarsímar: 14901, 14902 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í lausasölu: 10 kr. eintakið Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði VERKALÝÐSHREYFIN6INI REYKJAVlK OG HAFNARFIRÐI: Vilja m. a. fá 200 milljónir í íbúðabyggingar Slöðvun ísfisksölu erlendis Aðsfoð við línuveiðar Aukna aðstoð við skipasmfða stöðva r Verkalýðsfélögin í Reykjavík og Hafnarfirði lita alvarlegum augum á horfurnar í atvinnumálum í vet- ur. Telja verkalýðsfélögin, &ð atvinnuleysi á þétt- býliijsvæðinu suðvestanlands muni magnast á næstu vikum og mánuðum, ef ekki verði gripið til róttækra ráðstafana til að tryggja fjármagn til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Á ráðstefnu verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina var kjör- ín níu manna nefnd til að ganga á fund forsætisráð- herra með kröfugerð ráðstefnunnar um atvinnumál. Nefndin gekk á fund Bjarna Benediktssonar, forsæt- isráðherra, í gær og átti vinsamlegar viðræður við hann um álit verkalýðshreyfingarinnar á ástandinu og yfirvofandi ástandi í atvinnumálum á höfuðborg- .arsvæðinu. veginn hrokkið til. Eigi að tryggja atvinnuöryggið á nýj- an leik, þarf róttækari og um- fangsmeiri aðgerðir, og það markmið er svo mikilvægt, að fyrir því verða hvers konar minni háttar sjónarmið að víkja.“ Sú kröfugerð, sem níu manna nefnd verkalýðsfélaganna af- henti forsætisráðherra í gær, fjallar um það, hvernig verka- lýðshreyfingin telja, að leysa megi vanda næstu vikna og næstu mánaða. Hins vegar mun 15 manna nefnd, sem kjörin var á ráðstefnu verkalýðsfélag anna í Reykjavík og Hafnar- firði, vinna að tillögugerð um framtíðarlausn á atvinnumál- unum a.m.k. miðað við næstu ár. Er níu manna nefndin hafði rætt við forsætisráðherra, efndi hún til fundar með blaðamönn- um, og gerðu fulltrúarnir þar grein fyrir sjónarmiðum sín- um. Lögðu fulltrúarnir áherzlu á, að þessar tillögur væru að- eins gerðar til lausnar brýnasta vandanum, sem steðjaði að þessar vikurnar og mánuðina. Kröfur verkalýðsfélaganna eru í meginatriðum sex talsins, en auk þess fylgja greinar- gerðir um fjái'festingarfram- kvæmdir ríkis og bæjarfélaga, fjárfestingaframkvæmdir einka aðila og fyrirtækja og fjárfest- ingarframkvæmdir í Hafnar- firði. \ 200 MILLJÓNIR GÆTU GERT MIKIÐ Fyi’sta krafan er um íbúða- húsbyggingar. Þar segir: „Þeg- ar í stað verði tryggðar a.in.k. 200 milljónir króna til viðbót- ar við veðlánakei'fið til íbúða- húsabyggingar, og komi sú upp hæð til úthlutunar þegar í haust, og verði úthlutun hagað þannig, að sem mest af því komi til atvinnuaukningar.11 Þessari kröfu fylgir allítarleg greinargerð. Þar segir m. a., að þessi tillaga sé aðeins bráða- birgðaráðstöfun, en hún myndi verða mjög áhrifarík gegn at- vinnuleysi. I i SKATTLAGNING Á SÖLU EKLENDIS? í annarri tillögunni er þess farið á leit, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir stöðvun ísfisk- sölu togara og bát.a á erlend- um markaði með stöðvun út- flutningsleyfa, og leggi skipin þess í stað afla sinn upp til vinnslu hérlendis. Verði í'íkisstjórnin ekki við þessari kröfu, er lagt til, að 15 % skattur verði lagður á brúttó sölu hvers skips, þegar það landar erlendis; þó verði hlut- Framh. á bls. 4 ! VILJA FJÖLÞÆTTARI f IÐNÞRÓUN 1 í formálsorðum kröfugerðar- innar segir m. a. „Nú er svo á- sbatt, að atvinnuástandið er ó- vissara á höfuðborgarsvæðinu en í nær öllum öðrum lands- hlutum, og úr því verður að bæta með því að beita nú- tímalegri hagstjórn og áætlana gerð til þess að tryggja jafn- ' vægi í atvinnuþróun, þar á meðal eðlilegt hlutfall milli framleiðsluatvinnuvega og þjónustugreina. Sérstaklega ber að leggja áherzlu á fjöl- þætta iðnþróun á höfuðborgar- svæðinu, því að fjölmennið er ' forsenda fyrir stórum iðnfyrir- tækjum og þeim vísindarann- sóknum og tilraunum, sem náuðsynlegar eru, ef árangur 1 á að nást.“ i RÓTTÆKARI OG UM- SVIFAMEIRI AÐGERÐIR ’ Þá segir ennfremur í formáls ' orðunum; „Reynslan hefur þegar sannað, að þær ráðstaf- anir, sem gripið hefur verið til af stjórnarvöldum, hafa engan

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.