Alþýðublaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 7
A'Iíþýðu'blaðið 18. sept'ember 1969 T ÁSÍ þingar iim afvinnumál: Lýsir yfir ugg vegna atvinnuleysis Miðstjórn Alþýffusambands íslands gerffi á fundi sínum í gær ályktun um atvinnumál og lýsir yfir ugg sínum vegna horfa í atvinnumálum og tel- ur óhjákvæmilegt aff til stór- felldra átaka verffi gripiff í at- vinnumálum, til aff forffa at- vinnuleysi á vetri komanda. í fréttatilkynningu frá ASÍ, sem blaðinu barst í gær segir: Miðstjórn ASÍ fjallaði á sið- asta fundi sínum um atvinnu- mál og gerði svofellda sam- þykkt: „Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkir að fela full- trúum sínum í Atvinnumála- nefnd ríkisins að hefja þegar viðræður við ríkisstjórnina um aðgerðir í atvinnumálum, er fyrirbyggt gætu, að geigvæn- legt atvinnuleysi skelli yfir á komandi vetri. Miðstjórnin lýsir ugg sínum vegna ískyggilegra horfa í at- vinnumálum, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu og í öðr- um stærstu bæjum landsins. Bendir hún m. a. á stórfelldan samdrátt í stærri framkvæmd- □ Aflað hefur verið fjár til þess að hraða lagningu hrað- brauta. Verður í næstu viku boðinn út fyrsti áfangi hraðbrautar yfir Elliðaárdal og Ártúns- brekku. Getur verkið hafizt í október næstk. Aflað verður frekara fjár til þess að hraða lagningu hrað- brauta á Suðurlands- og Vest- urlandsvegi. Heilbrigðiseftirlit Staða eftirlitsmanns við heilbrigðise'ftirlit- ið í Reykjavík er laiuis til umsóknar. Umsækjandi skal vera á a’ldrinum 21—35 ára og hafa stúdentspróf eða sambæriliega menntun, vegna sérnáms erlendis. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinn ar. Frekari upp'lý'singar um starfið veitir framkvæmdastjóri heil'brigðiseftirlits. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist borgarlækni, Heilsuvernd arstöðinni, fyrir 12. ok. n.k. Reykjavík, 17. sept. 1969. Borgarlæknir. ■ um og byggingariðnaði, minnk- andi atvinnu við hvers konar vörumeðferð og þjónustustörf og hættu á, að fiskvinnsla drag- ist saman vegna siglinga tog- ara með eigin afla. Miðstjórnin telur óhjákvæmi legt, að nú þegar verði gerðar gagngerðar ráðstafamr til þess að stórauka byggingastarfsemi og opinberar framkvæmdir, að hráefnisöflun til fiskvinnslu- stöðva verði aukin eftir föng- um ,að skipasmíðastöðvum verði fengin fullnægjandi verk efni og að greitt verði fyrir aukinni framleiðslu iðnaðarins í heild, svo sem með því að auka rekstrarfé hans. Miðstjórnin felur fulltrúum sínum í Atvinnumálanefnd rík- isins að hafa nauðsynlegt sam- ráð við verkalýðsfélögin um tillögugerð til úrbóta í atvinnu- málunum og aðgerðir allar til að knýja þær fram.“ í framhaldi af samþykkt þessari óskuðu fulltrúar ASÍ í Atvinnumálanefnd ríkisins fundar í nefndinni og var hann haldinn í gær. Lýstu fulltrúar ASI þar skoðunum sínum um ískyggilegar atvinnuhorfur og helztu tillögum verkalýðssam- takanna til úrbóta. Atvinnumálanefnd ríkisins mun nú óska greinargerðar frá atvinnumálanefndum kjördæm- anna um atvinnuhorfur og fjalla frekar um nauðsynlegar aðgerðir á næstu fundum sín- □ Verffirnir viff Péturskirkj- una í Róm eru raunverulegir dómarar. Fyrir skömmu dæmdu þeir ungu stúlkuna á mynd- inni óhæfa til aff stíga inn í helgidóminn vegna þess, hve stuttklædd hún var, eins og sjá má á myndinni þar sem stúlkan stendur milli tveggja varffa. Sem í öllum ítölskum kirkjum hangir á vegg plagg, sem segir, aff öllum þeim sem ósiðlega séu klæddir beri ekki aff hleypa inn. Á þessum síff- ustu og verstu tímum eiga verff irnir viff Péturskirkjuna ann- ríkt viff aff stugga frá stutt- klæddum stúlkum, sem njóta vilja náffar drottins í lielgi- dómnum. — um.‘ Brauðborg auglýsir v?í Hjá oklkor getið þór valið um s 30 tegundir af smurðu brauði daglega. Íff Munið síldarrétti okkar. BRAUÐBORG, NJÁLSGÖTU 112, símar: 18680 — 16513. Fögnum ákvörðun ríkisstjómarinnar um aukið fjármagn til húsnæðismála. Ávalit fyrirliggjandi: MIÐSTÖÐVAROFAR HREINLÆTISTÆKI BLÖNDUNARÁHÖLD Viðurkenndar vörur frá heimsþeltktum verksmiðjum. J. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.