Alþýðublaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 9
Alþýðublaðið 18. september 1969 9 BLIKUR á LOFTI I flI? AS1L; í! J Þegar herforingjastjórn tók við völdum í Brazilíu nú ný- lega varð mönnum á að spyrja, hvort þar væri eingönsu um að ræða mannaskipti eða raun- veruteg stjórnarskipti. Sem kunnugt er, varð forsetinn, Ar- turo Costa e Silva hershöfðingi, sjúkur, og þrír helztu leiðtog- ar hersins tóku völdin í sínar hendur „unz forsetinn risi úr, rekkju.“ Álengdar skoðað gat svo virzt sem hér væri bara um lítilsháttar frávik frá formsat- riðum að ræða. Það var einnig látið í veðri vaka, að Costa e Silva yrði áfram löglegur for- seti landsins. Ýmislegt gerir slíka yfirlýsingu þó æði tor- tryggilega. í fyrsta lagi tók varaforsetinn, Pedro Alelxo öld ungadeildarþingmaður, sem ekki er herforingi, ekki við völdum í forföllum forsetans, eins og lög gera þó ráð fyrir. Hann hefur löngum verið tal- inn hliðhollur hernum, svo að persónulegar ástæður geta ekki hafa ráðið þama úrslitum. Þá mun stjórnmálastefna lians heldur ekki hafa verið slík, að hún 'yrgi þeníim fjötur um fót. í öðru lagi hafði ný stjórnar- ?krá verið boðuð á næstunni. Efna átti til nýrra bingkosn- inga, afnema bráðabirgðalög þau sem ríktu í landinu, koma á þingbundinni konungsstjórn o.s.frv. Svo virðist sem her- foringjarnir hafa einmitt hrifs- að til sín völdin til þess að koma í veg fyrir þetta. Rade- maker flotaforingi og hershöfð- ingjarnir Lira Tavares og So- uza Melo hafa sínar skoðanir á hlutunum. Harðsoðnasta klíkan innan brasiliska hersins studdist um stund mjög við Crtst.a e Siivá. en unn á síðkast- ið hefu'r hann fjarlægzt hana að mun. Fvrstu merki þessa voru bráðabirgðalögin. sem sett voru i fvrra, þegar þingið var levst urirt og griuið til fang- ehana og ritskoðunar. Talið er, að Costa e Silva hafi verið neyddur tjl þe«°ara aðgerða og hann hafi í rauninni ekki leng- tir n°in völd. nema að nafninu til. Sem stondur er hann iög- lega forfallaður, og það er mik- ið vafamál að honum verði fal- in forsetastörf að nýiu, er hann kemst aftur til heilsu. En með háttalagi sínu hafa herfor.inftjarnir síður en svo gert öllum til geðs innán hers- ins. Þeir höfðu áður iosað sig/ við sósíalistana og þjóðernis- sinnana. Og í vor var fremsta leiðtoga endurbótasinnanna innan hersins, Alboquerkue Lima, sparkað. Þessi síðasta byltingartilraun. m.un líka - á- reiðanlega sæta andspyrnu af hálfu þess ennþá tiltölulega fjölmenna hóps hermanna og herforingja, sem halda vilja stjórnarskrána í heiðri eða m. ö. o. eru því fýlgjandi, að her- inn verji f r j álslyndisléga stjórnarskipan með borgara- legri ríkisstjórn. Einnig þessi öfl eru á öndverðum meiði ekki aðeins við þá fámennu herforingjakliku, sem nú held- ur um stjórnvölinn, heldur og ríkjandi ástand í landinu sj álfu. Skilyrði þess, að ' frjálslvnt, borgaralegt lýðræði geti þrif- izt er friður og ró og ákveðin „lína“ að ofan. Ekkert af þess- um hlutum er að finna í Brasi- líu, eins og nú standa sakir. Mönnum hefur verið mismun- að stjórnmálalega, og ofbeldis- verk færast stöðugt í vöxt. — Hvarvetna virðast blikur á lofti. Og svo hefur raunar ver- ið um langa hríð. Samsærið gegn þjóðernissinnanum oj, lýðæsingamanninum Goulart árið 1964 bitnaði að vísu aðal- lega á einstaklingum sem slík- um. Hin „pólitíska vél“ hélt áfram að starfa óáreitt — und- ir auknu hernaðarlegu eftir- liti þó. Tilviljunarkenndur kosningasigur árið 1965 leiddi til upplausnar gamla flokka- kerfisins og stofnunar tveggja -nýrra „almennra“ stjórnmála- flokka. Og hjólið hélt áfram að snúast! Nokkur ár liðu með vaxandi átökum og óeirðum, sem yfirleitfr lyktaði-með dauða ■eiris ;eða "fleiri þátttakenda. — Stjórnarandstaðan ' á • bingi fór síharðnandi og að lokum var þingið leyst' uppj.Nu — áð loknum „vorhreingerningum“ Costa e Silva — var svo mein-_ ingin að efna til þingkosninga að nýju, þó að vaxandi starf- semi skæruliða, sérstaklega í bæjum og borgum/ virtust' þó .torvelda-þær nokkuð. Hér er með öðrum orðum um að ræða stigþróun ofbeldis á báða bóga. Og lítil von virðist til þess, að lengur eða skemur takist að halda uppi stjórnar- farslegu kerfi byggðu á lýð- ræðislegum stjórnarstofnunum. Það er greinilega aðeins nak-, ið ofbeldið, sem tryggt. getur nuverandi fyrirkomulagi lengri lífdaga. Segja má, að ríkisstjórnin í Brazilíu sé eins konar fasist- isk' nýlendustjórn. Dæmi þessa fasisma kemur ef til vill gleggst í- Ijós í áætlun stjórnarinnar Framhald á bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.