Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 20. september 1969 störf. Þá fór hann til London og hafnaði í leiklistardeild BBC, fékk að horfa á heims- fræga leikara og leikstjóra hjá London Films og var næstum búinn að krækja í hluíverk sjálfur í mynd um Artie Shaw, en þá stóð á leyfinu frá yfir- völdunum, vegna þess að hann var útlendingur og Bretar töldu sig hafa yfrið nóg af inn- lendum skemmtikröftum, þó að Jónas bættist ekki þar ofan á. Svo kom hann heim aftur og kenndi í 2 ár hjá ieiklist- arskóla Ævars Kvaran ásamt -öðrum störfum. Áður hafði - sep Jénas Jónasson r Utvarpið var hans leikvöllur, faðir hans var fyrsfi úfvarpssfjórinn, og hann ólst tipp í nánu sambýli við sfofnunina. Hann var sendisveinn þar, aðsfoðarfrélfarif- arf, þuíur, effekfameisfari, leiksfjóri, sfjórnandi þáfla... hann hefur lesið fréffir við kerfaljós og spilað músík á handsnúlnn grammófón. Líf hans er náfengl úf- varpinu, og úfvarpið er allfaf ofarfega í huga hans. Maðurinn er alltof fjölhæf- ur. Hann syngur og spilar, semur lög, málar myndir, skrif- ar sögur og leikrit, leikur og leikstýrir, o. s. frv. o. s. frv. Kannski dansar hann ekki ball- ett. En hver veit nema hann gæti það ef í hart færi? „Það hlýtur að verða meðal- mennskan einber sem út úr öllu þessu kemur“, segir hann með heimspekilegri höfuðhrist- ingu. Það er Jónas Jónasson . . . ja, útvarpsmaður ætti að vera. óhætt að segja. Flest störf hans eiga það sameiginlegt, að ár- angur þeirra heyrist fyrr eða síðar í útvarpinu. ★ PATREKUR OG DÆTUR HANS. Eitt af viðfangsefnum hans um þessar mundir er að skrifa nýtt framhaldsleikrit sem ber hið forvitnilega nafn, „Patrek- ur og dætur hans“. „Nei nei, hann er ekki írsk- ur — hann getur ekki að því gert, þó að hann hafi verið skírður þessu nafni, enda byrj- ar hann á að biðjast afsökun- ar að heita þetta.“ Patrekur er ekkjumaður með tvær dætur sem hafa valdið honum miklum áhyggjum um dagana, en rétt þegar -þeim er að létta, eru þær farnar að hafa áhyggjur af honum, — „og er það hálfu verra“, segir höfundur. Margir útvarpshlustendur muna áreiðanlega eftir öðru framhaldsleikriti frá Jónasi sém flutt var sumrin 1962 og 1963 í fimmtán köflum og nefndjst „Fjölskylda Orra“. Og yngri hlustendurnir kannast ef til vill við „Álfhvamm" sem tvívegis hefur heyrzt í barnatímanum og fjallar um ungan dreng og hundinn hans, huldutelpu og huldukonuna í hólnum. „Ég er enginn rithöfundur, þó að ég sé að setja þetta sam- an“, segir Jónas lítillátur. „En ég hef gaman af að skrifa, og það sækir á mig stundum". En hann vill ekki tala of mikið um Patrek og dætur hans að svo. stöddu. „Ég’veit ekki einú sinni hvort það kerh- ur í útvarpinu, hvað þá hve- nær. Tveir þættir eru þegar tilbúnir frá minni hendi, og ég hef verið hvattur til að skrifa a. m. k. fjóra í viðbót. En ég veit ekkert hver endirinn verð- ur á“. ★ ÚTVARPIÐ HREMMDI HANN. Listhneigðin hefur alltaf ráð- ið lögum og lofum í lífi Jón- asar og jafnvel gert honum erfitt fyrir oft og tíðum. Hann lét 'sér ekki nægja venjulegt skólanám, heldur sótti líka tíma í leiklistarskóla, fyrst. hjá Lárusi Pálssyni og síðan Ævari R. Kvaran, og jafnframt var hann í Tónlistarskólanum. Þess utan fékkst hann við skriftir og þóttist hafa himin hönddm tekið þegar Heimil- isritið birti fyrstu smásöguna hans og greiddi honum meira að segja 200 krónur í höf- undarlaun. Ekki gat hann ein- skorðað áhuga sinn við þessar þfjár listgreinar, því að rtæst fékk hann kvikmyndagerð á heilann og ennfremur útvarps-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.