Alþýðublaðið - 08.10.1969, Qupperneq 3
VALI
Framhald af bls. 1.
ina og lanti hún aftarlega á
sendibílnum, Var hann tóm-
ur, og þvl léttur að aiftan, og
fór á hliðina við höggið. —
Tá'.ið er, að þr ðji bíll hafi
byrgt útsýnið fyrir ökiuTnan-ni
sendlbílsins, en hann var í
rétti. — Senditáll nn sikemim'dl
ist lítið en bretti eyðilagðist
á fóiiksb freiðinni. —
FORMAÐUR
Framhald af bls. 12.
skortinum. Fyrst um páska á
næsta ári er ráðgert að ungl-
ingalandsliðið taki þátt í riðli
Evrópumeistarakeppni ungl-
inga, sem haldinn verður hér
heima, og næstu helgi þar á eft-
ir heldur karlalandsliðið til
Noregs í Polar Cup. Um svip-
að leyti er von á belgíska lið-
inu Standard Liége hingað á
ferð liðsins til Bandaríkjanna,
en það mál er enn í lausu lofti.
En hver verður næsti form.
KKÍ? Þessi spurning skýtur æ
oftar upp kollinum, eftir því
sem nær dregur ársþinginu. —
Margir menn koma til greina,
en sá sem oftast hefur verið
nefndur í því sambandi er Hölm
steinn Sigurðsson, núverandi
formaður mótanefndar, og þyk-
ir líklegt að óskað verði eftir
því að hann taki starfið að sér.
Hólmsteinn hefur lengi verið
viðloðandi körfuknattleikinn,
fyrst sem leikmaður og síðan
í stjórn KKÍ og er því öllum
hnútum kunnugur, sem körfu-
knattleikinn varða. Við sjáum
hvað setur. — gþ.
Fóstbræðurnir
Frh. af 1. síðu.
til yfirkjörstjórnar að heimila
ekki að fylgzt yrði með kosn-
ingunum í kjördeildum. Árni
Gunnlaugsson hélt því fram, að
slíkt hefði verið samdóma álit
bæjarráðs, enda þótt engin
samþykkt hefði verið gerð, en
bæjarráðsmennirnir Vigfús
Sigurðsson og Stefán Jónsson
lýstu því yfir, að slíkt hefði að-
eins borizt í tal eftir að bæjar-
ráðsfundi hefði verið lokið og
bæjarráð hefði ekkert álit lát-
ið frá sér fara í þeim efnum.
Vísuðu þeir til fundargerðar
bæjarráðs því til staðfestingar
svo og fundargerðar yfirkjör-
stjórnar.
Spunnust út af þessum ágrein
ingi miklar deilur milli sam-
starfsmannanna Árna Gunn-
laugssonar og Stefáns Jónsson-
ar. Kvað Stefán það slæman
lýti á mönnum, ef þeir kynnu
ekki að taka ósigri á skynsam-
ATVINNA
Stúlkur, vanar jakkasaumi, o'skast nú 'þegar.
HREIÐAR JÓNSSON, klæðskeri,
Lauguvegi 10.
Útför móður okkar,
..-
MÁLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR 1
Laugarnesvegi 54
sem lézt 30. september, verður gerð frá Laug
arneskirkju, fimmtudaginn 9. október kl. 2
Jarð'sett verður að Lágafelli.
Börnin.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og ja-rðarför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
HALLDÓRS KR. HALLDÓRSSONAR
arkitekts. ■
Sigurlaug Ólafsdóttir
Ásta og John. Alexander og dætur.
Alþýðublaðið '8. ofctó'ber 1969 3
legan hátt, en Árni fann að því
hve lítið mark væri takandi á
orðum Stefáns, þeim sem ekki
væru bókfest og láði sjálfum
sér að hafa ekki gert sér grein
fyrir því fyrirfram og æskja
-eftir því á sínum tíma að um-
mæli Stefáns og annarra bæj-
arráðsmanna yrðu færð í
gjörðabók bæjarstjórnar. Hinn
mikli fjöldi Hafnfirðinga, sem
komið hafði á fund bæjar-
stjórnar til þess að fylgjast með
umræðum, skemmti sér vel yfir
orðaskiptum samstarfsmann-
anna.
í lok fundarins var samþykkt
tillaga, sem Stefán Jónsson
mælti fyrir og borin var fram
af fjórum bæjarfulltrúum. í til-
lögunni var vísað til samþykkt-
ar bæjarstjórnar frá 1. júlí svo
og ótvíræðra úrslita skoðana-
könnunarinnar og litið svo á,
að málið hefði fengið þá með-
ferð, sem ætlazt var til. í sam-
ræmi við það fyrirkomulag, sem
bæjarstjórn hefði áður sam-
þykkt um gang málsins yrði því
úrslitum skoðanakönnunarinnar
vísað til dómsmálaráðuneytis-
ins án frekari afskipta bæjar-
stjórnar.
Væri iöluð
sksndinavíska
í Ameríku
OSLÓ, 8. október. (ntb).
□ Væri töluð skandinaviska
í allri Norður-Ameríku nú, ef
dagblöð hefðu verið til árið
1000? Þessi spurning er rædd
í svonefndum „Vínlandsfrétt-
um,“ sem SAS og dagblað í
Þrándheimi standa fyrir í til-
efni af Leifs Eiríkssonar-degin-
um i Bandaríkjunum á morgun.
Sérprentun úr Þrándheims-
blaðjnu verður dreift með SAS-
flugvélum í alla skóla í aBnda-
ríkjunum. Einnig hefur verið
efnt til samkeppni í skólum í
Noregi um efnið: Hvernig hefði
mannkynssagan breytzt, ef
fréttin af fundi Vínlands hefði
borizt þegar í stað um alla Evr-
ópu. Einnig skipuleggja Norð-
menn í Bandaríkjunum sam-
keppni þessa þar. Verðlaunin
fyrir beztu ritgerðirnar eru
ferðir til Nýfundnalands og
Noregs.
Landsfundur
barnavemdar-
félaga
□ Landssamband íslenzkra
barnaverndarfélags heldur
landsfund sinn í Reykjavík dag
ana 10. og 11. október.
Sambandið er samtök 10
barnaverndarfélaga sem starfa
í helztu kaupstöðum landsins.
Það heldur landsfund ann-
að hvert ár. Á fundinum eru
jafnan flutt einhver erindi fyr-
ir almenning um mál, er snerta
velferð barna.
Þessu sinni verða flutt tvö
erindi. Próf. Símon J. Ágústs-
son flytur erindi er nefnist
Grundvallarvandi og þróun
barnavemdar og próf. Björn
Björnsson erindi er nefnist
Starfshættir barnaverndar nú
á tímum. Erindin verða flutt i
Tjarnarbúð, Vonarstræti 10, og
hefjast kl. 2 e.h. föstud. 10. okt.
Hvert erindi tekur um hátftíma
og á eftir verða umræður.
Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning).
□ Aðrir tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á þessu starfs
ári verða haldnir í Háskólabíói
fimmtudaginn 9. október. —
Stjórnandi verður Alfred Walt-
er, en einleikari bandaríski
píanóleikarinn Ann Schein. Á
efnisskrá verður píanókonsert
nr. 3 eftir Rakhamaninoff, tóna
ljóðið Tasso eftir Liszt og sin-
fónía nr. 5 eftir Haidmayer,
sem ekki hefur verið flutt áður
í Evrópu. Verkið er tileinkað
Alfred Walter, hljómsveitar-
stjóra og var samið á sjö dög-
um árið 1968. —
Aðalfundur
□ Aðalfundur pélags bryta
var haldinn fyrir skömmu. Les-
in var skýrsla stjórnar og rædd
hagsmunamál bryta. Kvenfélag
ið Rún, félag eiginkvenna
bryta, var stofnað s.l. vetur og
starfar félagið á svipuðum
grundvelli og önnur félög sjó-
mannskvenna.
Böðvar Steinþórsson var end
urkjörinn formaður Félags
bryta, en aðrir í stjórn eru:
Rafn Sigurðsson, ritari, Anton
Líndal Friðriksson, gjaldkeri,
Frímann Guðjónsson, fjármála-
ritari og Elísberg Pétursson,
varaformaður. Varamenn; Kári
Hálfdánarson og Bjarni Bjarna-
son. —■ |
10°/o afsláttur til félagsmanna
Ákveðið liefur verið ,að veita félagsmönnum 10% afslátt af viðskiptum til
15. nóvember næstkomandi.
Þeir, sem vilja netfæra sér þetta, sæki afsláttarmiða á skrifstofu félagsins,
Skóluvörðustíg 12.
Þeir, sem ganga í félagið á þessu tímabili, ífá einnig afsláttarmiða.
Nánari upplýsingar í búðum félagsins.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis