Alþýðublaðið - 08.10.1969, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 08.10.1969, Qupperneq 6
6 Alþýðu'blaðið 8. október 1969 Ræða Emils Jónssonar á ráðgjaf arþingi Evrópuráðsins í Sirassborg: \ Herra forseti, virðulegir þingmenn. Það er mér bæði mikill heið- ur og ánægja að fá hér tæki- færi til að ávarpa yður úr þess- um ræðustól. Þessi liður á dag- skránni heitir „Sjávarútvegs- mál í Evrópu“ og er hann hluti af stærri dagskrárlið: „Vanda- mál landbúnaðarins.“ Annað mál er það, að á íslandi teljum við-sjávarútveginn ekki heyra undir landbúnað, heldur vera sjálfstæðán atvinnuveg, sem okkur er mjög mikilsverður. Ég vildi leyfa mér að láta hér í Ijósi þakkir rriínar fyrir störf, sem unriin hafa verið á vegum Evrópuráðsins að mál- efnum sjávarútvegsins. Skýrsl- ur þær, sem lagðar hafa verið fram á Ráðgjafaþinginu á und- anförnum 1<0 árum, og álykt- anir þess hafa veitt þarfar upp- lýsingar um ástandið í sjávar- útvegi Evrópu og beint athygl- inni að þeim hlutum, sem gera þarf á þessu sviði. Störf Evr- ópuráðsins hafa verið og munu verða mjög gagnleg fyrir þá, sem marka eigá stefnuna hverju sinni, því að slíkar ákvarðanir verður að byggja á haldgóðum upplýsingum um þau vanda- mál, sem við er að etja. Skýrsla fiskimálanefndar sem nú ligg- ur fyrir Ráðgjafaþinginu, um stefnuna í sjávarútvegsmálum er mjög gagnlegt skjal, þar sem lýst er þróun mála i Evrópu að .undanförnu og bent á leið- ir til úrbóta, einkum að því er varðar féiagsleg atriði og ör- yggismál sjávarútvegsins. Við bíðum eftir almennu skýrsl- unni um stefnuna í fiskimálum, sem nú er í undirbúningi, og væntum við mikils af henni. Með yðar levfi vildi ég mega fara hér nokkrum almennum orðum um land mitt til skýring ar á því, hvað liggur til grund- vallar stefnu ríkisstjórnar ís- lands í sjávarútvegsmálum. Ff ~'-UR í$ \ ísland er lítið land með að- eins 200 000 íbúa. Það er stað- sett það norðarlega á hnettin- um að það snertir heimsskauts- bauginn. Veðuráttan er óblíð, .. ræktunarmöguleikar eru tak- .markaðir, skógar eru engir til og riaálmar í j .irðu heldur ekki. Eigi að íður hefur þessum fá- menna hóoi manna, sem þarna lifir,. tekizt að halda uppi menn- ingarþjóðfélagi. og afkomu svipað því, sem gerist í ná- grannalöndunum, bæði í Skandinavíu og öðrum nálæg- um Evrópulöndum. En þetta er erfitt. Samgöngurnar, vegir, brýr, hafnir, flugvellir, flugvél- ar og skip, allt þetta kostar mikið fé. Sjúkrahús og skólar, frá barnaskólum til sérskóla og háskóla, sömuleiðis. íbúðar- ÞYÐINGARMIKII.L ATVINNUVEGUR Þetta tilfelli með ísland er að vísu sérstætt, en sýnir hversu fiskveiðarnar eru liftaugin í ís- • lenzkri tilveru. Á hinn bóginn má benda á að fiskveiðar eru einnig þýðingarmikiar fyrir fjölda margar aðrar þjóðir, þó utanríKisráðherra. hús, bílar, útvarp, sjónvarp og leikhús, einnig. Þá er ekki ó- 'ililegt að spurt sé, hvernig er þetta hægt? Og svarið er ofur einfalt, það er fiskurinn, sem aflast, sem gerir þetta mögu- legt. Við byggjum ■ afkomu okkar á útflutningi, jafnvel meir en flestar aðrar þjóðir. Rrimlega þriðjungur af þjóðar- framleiðslunni er fluttur út. Og af þessum útflutningi eru 90— 95% fiskur og fiskafurðir. Árið frro kominn upp í rúmlega 1.2 millj. tonn, en 2—3 árin dregS izt saman og er nú ekki nemá um það bil helmingur af þessu, magni. Þessi samdráttur stofnþ ar okkar afkomu í voða o'g verður því að reyna að halda í horfinu. ef vel á að fara. að ekki sé í sama mæli. Einnig má benda á, og það er megin- atriði, að fiskur er sú fæðu- tegund, sem fjöldi manna getur ekki án verið, þar sem protein er öllum mannleg- um verum nauðsynlegt, og þó að hægt sé að fá það í öðrum fæðutegundum er fiskurinn í mörgum og kannski flestum til- fellum beztur. Fiskveiðar eru mjög þýðing- armikill atvinnuvegur fyrir flest Evrópulönd, þó að hann kannski sé einna þýðingar- niestur fyrir ísland. Ég fagna því að hafa fengið hér tæki- færi til að lýsa afstöðu ríkis- stjórnar íslands til fiskveiði- málanna, og þeirri pólitík, sem hún beitir sér fyrir í þessum málum. TVENNS KONAR VANDAMÁL Ég mundi telja að vandamál fiskiðnaðarins væru í dag að- allega tvenns konar. f fyrsta lagi verndun fiskistofnanna og að koma í veg fyrir ofveiði. í öðru lagi að verzlun með fisk og fiskafurðir geti verið sem allra mest frjáls, bæði í Evr- ópu og raunar einnig. í öðrum löndum. Um fyrra atriðið vildi ég segja að fiskveiðitæknin hefur þróazt svo ört hin síðustu ár, að ekkert líkt hefur áður gerzt. Fiskimennirnir geta nú, með hinum fullkomnu leitartækj- um fundið fiskinn svo að segja hvar sem hann er í hafinu. Veiðitækin eru nú fullkomnari og stórvirkari en þau hafa verið nokkru sinni áður. Heilir flotar með hundruð veiðiskipa og móðurskip til vinnslu afl- ans á staðnum sópa nú upp milljónum tonna umfram það sem áður var. Sóknin er svo mikil að stofninn gengur til þurrðar. Báðar Atlantshafs- nefndirnar, Norð-vestur Atlants hafs- og Norð-austur Atlants- hafsnefndin, sem mjög náið fylgjast með veiðunum í Norð- ur-Atlantshafinu, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að nauð- synlegt muni verða í nánustu , framtíð að takmarka veiðarnar þar, ef ekki eigi illa áð fara. Eínhvers konar kvótakerfi muni þui'fa að koma á. En það er fleira, sem þarf að gera. Það þarf umfram allt að vernda hryggningarstöðvarnar og upp- eldisstöðvarnar fyrir ungfisk- inn. Það segir sig sjálft að það er slæmur búskapur að veiða fiskinn áður en hann er hálf- vaxinn. — Fyrsta og raunar eina aðgerðin í því skyni að koma í veg fyrir það liefur ver- ið sú að takmarka möskva- stærðina, og það er út af fyrir sig gott, svo langt sem það nær. Þessi möskvastærð, sem nú hef- ur náðst samkomulag um er 130 mm., en við teljum það ekki nóg. Fleira þurfi að koma til. Hryggningarsvæði og upp- eldissvæði fisksins þarf að V'rnda fulikomlega. Þau ná nú svo langt frá ströndinni að 12 mílna mörkin. sem hafa nú verr ið að mestu viðurkennd í reynd síðan Oenfarráðstefnurnar voru haldnar 1958 og 1960, ná þar ekki til; ^te^na ríkis- STJÓRNARINNAR fslenzka ríkisstjórnin hefur marglýst því yfir, sem sinni stefnu, að hún teldi nauðsyn- legt að friða allt landgrunnið kringum landið og ég efast ekki úm að þetta verður talið naúð- synlegt í framtíðinni, ef ekki á um of að ganga á fiskistofn- ana. Landgrunnið hefur ekki ver- ið nákvæmlega og endanlega á- kveðið, en venjulega er miðað við 290 m. dýpi. En þeirri skoð- un vex riú óðurri fylgi að lengra þurfi. að fara. Hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur nú þetta mál til athugunar, að vísu í öðru sambandi, en þar virð- ist stefna í sömu átt. Þó að þetta kunni að virðast harðir kostir í bili fyrir þær þjóðir sem fiska á fjarlægum miðum eru þeir þó vissulega aðgengi- legri en að uppræta stofninn, því að margir hafa takmarkaða trú á kvótakerfinu. FRJALSARI VERZLUN Hitt aðalatriðið sem ég minntist á sem annað þýðing- armesta atriðið fyrir fiskveiði- þjóðirnar, og þá alveg sérstak- lega fyrir okkur fslendinga, er nauðsyn þess að stofnað verði til svæðasamtaka um sem frjálsasta sölu fisks og fiskaf- urða og þá vitaskuld fyrst og fremst innan EFTA og EEC. íslendingar hafa enn ekki get- að orðið aðilar að þessum sam- tökum en vonast til að geta nú orðið aðilar að EFTA um ára- mótin næstu, vel að merkjá ef sala fisks þar getur orðið frjáls, að mestu leyti. Og mér þykir vænt um að geta sagt að það virðist nú, eftir síðustu við- ræður Breta og Norðurland- anna fyrir nokkrum dögum, vera að opnast möguleikar fyr- ir frjálsum viðskiptum með freðfiskflök milli þessara landa. Ég fagna því vissulega ef slikt samkomulag næst við Bretland og vona að það geti orðið upp- hafið að frjálsari viðskiptum með fisk og fiskafurðir til hags bóta fyrir alla viðkomandi að- iía. LÆKKUN TOLLA Sjávarútvegur Vestur-Evrópu var tekinn til rannsóknar í OEEC og birt um hann ítarleg skýrsla á árinu 1960 með til- lögum til aðildarríkja stofnun- arinnar um framkvæmd sam- ræmdrar stefnu í fiskimálum. Þessar tillögur fjölluðu m. a. um að lækka bæri tolla á fisk- afurðum, afnema smám sam- Framhald á bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.