Alþýðublaðið - 11.10.1969, Page 2

Alþýðublaðið - 11.10.1969, Page 2
2 Alþýðubl'aðið 11. oktober 1969 |b Árið, Í963 tefldi Friðrik Ölafsson 4 skáka einvígi við Inga R. Jóhannsson. Því einvígi lauk á sama hátt og einvígi Friðriks og Guðmundar Sigur- jónssonar, með 2 Vz — 1 Vz en þá sem nú vann Friðrik tvær seinustu skákirnar. Bæði Ingi og Guðmundur hafa staðið sig mun betur gegn Friðriki en aðrir íslenzkir skák meistarai- og veldur þar áreið anlega miklu almennur skák- styrkleiki þeirra. En þar eð Friðriki, gengur ver gegn Inga og Guðmundi en erlendum mönnum í sama styrkleikafl. er þetta ekki fullnægjandi skýr ing. r Yfirburðir Friðriks liggja fyrst og fremst í óvenju djúp- um skilningi á eðli skákarinnar en helzti veikleiki hans er fólg inn í reglubundinni sóun um- hugsunartímans. Lendir Frið- rik því oft í ógnvekjandi tíma- hraki. Þrír kostir Inga R. sem skákmanns hafa þegar þeir koma allir saman reynzt Frið- ríki erfiðir viðfangs, mikil þekk ing í skákbyrjunum, frábær þrautseigja í lakari stöðum á- samt óvenjulegum hæfileika til að halda opnum leiðum til gagnaðgerða og síðast en ekki píst ' hraðskákmeihtarastyrk- leiki á heimsmælikvarða, sem kemur sér vel í tímahraki. Guðmundur Sigurjónsson virðist nú að verulegu leyti vera þessum sömu kostum bú- inn. Hann hefur þó tæplega. eins mikla þrautséigju til að bera og Ingi. Ekld er hann heldur nærri eins góður hrað- skákmaður og Ingi var þegar hann var upp á sitt bezta. Aft- ur á móti er Guðmundur mun hættulegri sóknarskákmaður en Ingi hefur nokkru sinni ver- ið. Guðmundur og Ingi eiga það sameiginlegt að veita öfl- ugt viðnám í upphafi tafls, þannig að Friðrik eyðir yfir- leitt mjög miklum umhugsunar tíma til að ná undirtökunum í miðtaflinu en þarf svo iðulega í tímahraki að varast hættuleg ar undiröldur með sífelldum hótunum um gagnaðgerðir. Einvígi þeirra Friðriks og Guðmundar var óvenjulega skemmtilegt og spennandi. Skákirnar voru fjörugar og tímahrakið æsandi en áhorf- endur sem gátu gengið að hvorutveggja vísu voru furðu fáir. í fyrstu skákinni hafði Frið- rik hvítt en tefldi ónákvæmt gegn frönsku vörninni, tapaði frumkvæðinu en tefldi vel úr því og hélt sínum hlut án þess að komast nokkru sinni í hættu. Guðmundur blés strax til sóknar gegn Sikileyjarvörninni í annarri skákinni og fórnaði snemma peði. Hélt hann síðan uppi látlausum sóknaraðgerð- um og fórnaði skiptamun til viðbótar. Friðrik tefldi vörn- ina vel og átti að minnsta kosti tvívegis kost á jafntefli, en ætlaði að vinna taflið og valdi rangt framhald í tíma hrakinu og tapaði. í þriðju skákinni náði Frið- rik fljótt undirtökunum og hélt þeim úx skákina en Guðmund- ur varðist vel og hélt opnum leiðum til gagnaðgerða í tíma hrakinu þar til hann lék af sér peði í 39. leik og tapaði. í fjórðu skákinni tefldi Guð- mundur ótrúlega veikt gegn Sikileyjarvörn Friðriks og hafði greinilega lakara tafl eft- ir 10 leiki. Guðroundur varðist vel en Friðrik hafði- yfirhönd ina i miðtaflinu og á tímanum. Lítilsháttar ónákvæmni af hendi Friðriks gaf Guðmundi tækifæri, til gagnaðgerða. Frið rik komst nú í tímahrak að vanda, þótt tími Guðmundar væri enn naumari. í tímahrak- inu lék Friðrik af sér manni og átti þá gjörtapað tafl á borð inu en fallöxi á klukku Guð- mundar var á heljarþröminni Guðmundur tefldi nú meira af flýti en fyrirhyggju og varð honum það meðal annars á að snerta kóng sinn áður en Frið rik hafði sleppt drottningu er hann hugðist leika til g4 en lék síðan til e2. Nú gat Guðmund ur ekki leikið biskup á g2 því hann hafði snert kónginn og varð að leika honum. Féll nú biskupinn á e3 óbættur og Frið rik var aftur með betra tafl, bætti hann enn stöðuna í tíma hrakinu og vann skákina og einvígið. Af svo stuttu einvígi sem þessu er varhugavert að draga mjög víðtækar ályktanir. Þó er ljóst að Guðmundur er í fraifl för og ef til vill orðinn ámóta, sterkur skákmaður og Ingi R. var þegar hann var hvað sterk: astur, en ekki jafn sterkur og Friðrik var á hans aldri. Frið- rik er án efa í mun lakari þjálf un en hann var í á sínum beztu árum. Þetta kemur ekki fram í skilningi hans og yfirsýn, því fáir skákmenn munu hafa dýpri skilning á skák en hann. Aftur á móti er hann ekki eins öruggur í. tímahraki og hann var fyprir 10—ll5 árum, Það verður spennandi að fylgjast með Friðriki og Guð- mundi á svæðismótunum sem nú eru að hefjast. Tekst Frið- riki að finna sinn gamla kraft og komast áfram í millisvæða mótið? Til þess þarf hann að hljóta eitt af þremur efstu sæt- unum. Það væri mikil bjartsýni að ætla að Guðmundur komist í millisvæðamótið en hann ætti að hafa góða möguleika á að vinna sér alþjóðlegan meist- aratitil. j INGVAR ASMUNDSSON I hendingum Sagt hefur verið, að hvar eem tveir íslendingar hittast þar sé talað um veðrið. Það er víst sannleikskorn í þessu. En því má bæta við, að íslend- ingar hafa líka kveðið manna mest um veðrið. Meira að segja listaskáldið góða, Jónas Hall- grímsson, hefur látið fjúka í hendingum um veðrið, rétt eins og aðrir. Hérna koma nokkrar veðurvísur eftir hann: | Hóla bítur hörkubál, í hrafnar éta gorið, ! tittlingarnir týna sál. Tarna er ljóta vorið! : ★ | Út um móinn er nú hér engin gróin hola. ' Fífiltóin fölnuð er — 1 farðu í sjóinn, gola! ★ i i ; 1 Sunnanvindur sólu frá ' sveipar linda skýja. ' Fannatinda, björgin blá, ! björk og rinda ljómar á. ★ 1 I ) Nú er sumar í Köldukinn, — ! kveð ég á millum vita. Fyrr má nu vera, faðir minn, ! en flugurnar springi af hita! ★ <i . Yeðrið er hvorki vont né gott, \ varla kalt og ekki heitt. Það er hvorki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. ★ Ég sé ekki betur en eftirfar- andi vísa Guðmundar Frið- jónssonar sómi sér vel í veður- vísnaflokknum, enda mun Guð- mundur hafa verið veðurglögg- ur maður, þurfti enda á því að halda, því að skjótt skipast oft veður í lofti þar norður frá sem skáldið bjó: í Dregur úr víði drungaský, dröfn á fjöru yrðir; verzlun hríðar eru í ærnar vörubirgðir. ★ \ Aftur á móti veit ég ekki hver er svona leiður á landsynningn- um, en ég hef meining um, að hann sé dauður og grafinn fyr- ir langalöngu: Landsynningur leiður er, lýir fingur mína, barnaglingur ekkert er, í honum syngur heyrist mér. En svo að við snúum okkur .frá misjöfnu veðurfári og aS öðrum hlutum; eftirfarandi staka virðist lúta að forgengi- leik æsku og fegurðar og mis- heppnaðri viðleitni til að hamla gegn ellimörkunum. fe í' Fallvölt reynist fegurðin, fölnar æskuroði. Mér lízt ekki á málverkin, mörg þó séu í boði. ★ Tómas Guðmundsson skáld mætti Halldóri Kiljan Laxness á götu í Reykjavík. Það var að vetrarlagi og hvasst og mis- vindasamt í bænum, svo sem oft vill verða. Litlu síðar rakst hann á Vilhjálm Þ. Gíslason, sem kallaður var Vilhjálmur „pax“ - sem mun þýða friður - í skóla. Þá kvað Tómas: ) Víst er byljótt. Hér er hann Halldór Kiljan Laxness; sízt skal dylja mætan mann meistara Vilhjálm pax þess. ★ Þessi vísa var ort á dögum Súðarinnar, eins og sjá má af samlíkingunni: Öðlast Stína hylli og hrós, hrífur marga silkiskrúðinn. Hún er fremur dyggðug drós, en dýr í rekstri, eins og Súðin. ★ Eftirfarandi vísa er eignuð Júlíusi Sigurðssyni og tilefn- ið húsbruni á Akureyri. Áfram líður ævibraut eftir vegum duldum. Drottinn leggur líkn með þraut og líka eld með skuldum. ★ Prestarnir túlka fagnaðarer- indið hver með sínu móti. Séra Tryggvi Kvaran kvað um mann á leið á stefnumót: Stóran mann ég stika sá stundargleði að njóta. I.öngum hefur lifsins þrá langt á milli fóta. ★ Ætli við klykkjum ekki út með duggunarlítilli ástavísu að þessu sinni; höfundur hennar heitir Stefán Stefánsson: Blíðuatlot þrái ég þín, þau eru lífsins yndi. Um þig snýst ég, elskan mín, eins og rella í vindi. Skip ferst við Hvarf Kaupmannahöfn. ntb. 27900 lesta flutningaskip frá Danmörku fórst skammt suður af Hvarfi á Grænlandi í fyrradag eftir árekstur við borgarísjaka. Þrjátíu manna á- höfn var á skipinu og var öll- um bjargað um borð í annað skip. Skipverjar og farþegar skipsins komust í gúmmíbát áður en skipið sökk. j Gagnrýna samn- 1 inginn j Genf. (ntb. reuter). * Fulltrúi Kanada og Ítalíu á afvopnunarráðstefnunni f Genf gagnrýndu í fyrrad sam- komulag Sovétmanna og Bandaríkjamanna um bann yið Ikjarnorkuúopnatilraunum!; á hafsbotni, en ríkin lögðu fram samningsdrög á þriðju- dag. Fulltrúarnir segja galla á samningunum og líti þeir hann tortryggnisaugum, þar sem ekki væri gert ráð fyrir því, að algert eftirlit væri haflí með því að hafsbotninn yrði ekki notaður til kjarnorkutil- rauna. Gestur Guðfinnsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.