Alþýðublaðið - 18.10.1969, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 18.10.1969, Qupperneq 8
8 Alþýðublaðið 18. október 1969 BARNASÍÐAN Umsjón Rannveig Jóhannsdóttir OKKAR Á ilILLI SAGT Hulló krakkar! Eins og skýrt var frá í Alþýðublaðinu í gær mun ég taka við af henni „Tínu frænku“ og hafa umsjón með síðunni ykkar. En af því að þetta er nú ykkar síða, langar mig til þess að biðja ykkur um að hjálpa mér. ýV Mér þætti gaman að fá frá ykkur sem flestar teikningar. Þið ráðið alveg sjálf, hvað þið teiknið t.d. eiíthvað úr skólanum. Seinna í vetur höfum við svo teiknikeppni. Þá fáið þið ákveðið efni til þess að teikna, og eins og vera ber verða svo: veitt verðlaun fyrir beztu myndirnar. ýV Ef þið kunnið skemmtilegar skrýtlur, eða eigið Tvær af myndunum eru nákvæmlega eins. Getur þú fundið, hverjar þær eru? myndasögur eftir ykkur sjálf, þá þætti mér nú ekki ónýtt að fá það sent. Auðvitað get ég ekki lofað því, að allt, sem þið sendið mér, verði birt í blaðinu, en það veit ég, að þið skiljið. 'fe Ný teiknisaga um hann Mola litla eftir Ragnar Lár byrjar á síðunni ykkar í dag, en framvegis mun hún birtast á hverjum degi í Alþýðublað- inu. 'fo Þið sjáið hér mynd af veifu, og á veifunni er hann Moli. Þetta er fínasta veifa á stöng með fæti og það er hægt að láta hana standa á borði eða hillu, og svona veifa verður meðal verðlaun- anna, þegar við höfum verðlaunakeppni. líf Svo vona ég, að við eigum eftir að starfa saman að mörgu skemmtilegu í vetur, krakkar, og ef þið sendið mér eitthvað með póstinum (og það vona ég, að þið gerið), þá er utanáskriftin svona: BARNASÍÐA ALÞÝÐUBLAÐSINS, . PÓSTHÓLF 320. Svo hittumst við aftur á laugardaginn. Ykkar Rannveig. MOLI LITLI — EFTIR RAGNAR LÁR. Þeir Moli litli og Jói járnsmiður hófust þegar handa við að smíða flugdrekann. Þeir notuðu strá í grindina, en laufblað fyrir segl. Síðan náðu þeir sér í tvinnaspotta og bundu öðrum enda hans í flugdrek- ann og þá var allt tilbúið undir flugferðina cg nú var eftir að sjá hvernig tiltækið heppnaðist. Trésmiðjan auglýsir Hín marg- effirspurðu barnarúm homin. W. Verðið einhar hagsfæfi Trésmiðjan LAUGAVEGI 166, SÍMAR 22222 - 22229. ÆVINTYRIÐ UM BENNA BANGSA Benni finnur nokkrar málningardósir uppi á háalofti. „Þetta verð ég að nota,“ hugsar hann. „Og ég veit hvernig.“ Hann fer með nokkur gcmul og slitin húsgögn út og málar þau upp á nýtt. Og þvílíkur munur. iff>: • i-gmi? Í fiiíjr!■ •'U-ir : ■'} En nágrannarnir hans Benna komast fljótlega að því, hvað hann er að gera. Frú Kanína, Agnes íkorni, Matta meldvarpa og Bjössi broddgöltur koma öll með húsgögn, sem þau vilja láta mála. Aumingja Benni fær nóg að gera. . 1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.