Alþýðublaðið - 17.11.1969, Page 10

Alþýðublaðið - 17.11.1969, Page 10
10 Al-þýðublaðið 17. nóvember 1969 Framhaldssaga eftir Elizabeth Hessenger Á fjallahóteiinu 4. Patricia brosti til hans: •— Já, þetta er svo undursamlegt, að maður verð- ur alveg agndofa. Hún rétti honum höndina. — Þakka yður fyrir alla aðstoðina. Ég er að fara að vinna á hótelinu, svo að kannski eigum við eftir að sjást aftur. 5. KAFLI. PATRICIA SVEIGÐI inn á stórt hlaðið fyrir framan hótelið og rram þar staðar. Fyrir starfsstúlku var áreiðanlega annar inngangur, ekki eins tilkomumikill. Hún yppti öxlum. í þetta skiptið ætlaði hún að ganga um aðaldyrnar og gefa sig fram' í afgreiðslunni. Þaðan var svo hægt að vísa henni til forstjórans eða starfs- maimastjórans. Hún var sér óhugnanlega meðvitandi um óhreina skó sína og drusluegt útlit, þegar hún kom upp að viðamiklum útidyrunum. En í sama vetfangi og hún ætlaði að opna hurðina, var hurðinni hrint upp og stúika kom hlaupandi út. Eldri hjón komu í skyndi fram í anddyrfð á eftir henni. Öll voru þau þrjú æst og áhyggjufull að sjá. Stúlkan var meðalhá og afar grönn. Koparrautt hárið var sem umgjörð um náfölt andlit með stórum, Ijósum, grænleitum augum. — Jinny! hrópaði Pat undrandi. Við það að sjá Virginiu Powell hér, þúsundir mílna frá skólanum í Suður-Englandi, þar sem þær höfðu dvalið saman, varð henni andartak á að gleyma hug- aræsingnum, sem stúlkan virtist vera í. — Virginia! Að hugsa sér að rekast á þig héma! Rauðhærða stúlkan nam staðar efst í tröppunum og leit á Patriciu. — Ó, — halló, Patricia, sagði hún hljómlausri rödd. Andlit hennar lýsti hvorki gleði eða undrun yfir endurfundunum. Pat fannst engu líkara en hún væri komin aftur til skólans og hefði rekizt á Virgin- iu á skólaganginum, en ekki eins og hálf jörðin og þó nokkuð mörg ár væru á milli seinustu fundar og þessara. Hún var því ringluð, og sagði loks: — Það var gaman að hitta þig . . . . Eldri hjónin voru nú komin til Virginiu, og þar sem' ekkert þeirra skeytti Patriciu hið minnsta, sner- ist hún á hæli og gekk inn í anddyrið. Þessi atburður hafði varað aðeins nokkrar sekúndur, en hún gat ekki hætt að hugsa um hann. Fólkið hafði komið svo ein- kennilega fyrir. Unga stúlkan í afgreiðslunni stóð og talaði í síma. Hú'n var líka taugaóstyrk og hræðsluleg. Hún gaf Patriciu bendingu um að bíða, en hún brosti ekki og Patricia var æ verr haldin af þeirri ónotakennd, að hún væri komin til leiðinlegs og kuldalegs stað- ar. Fyrst var það óþekkti ökuþórinn, sem sneri við og síðan Virginia og nú loks afgreiðslustúlkan. Hana var tekið að iðra þess fyrir alvöru að hafa farið hing- að. Hótelið var stórt og rúmgott og var dásamlega staðsett, en það var eitthvað ömurlegt í andrúms- loftinu þarna. Pat reyndi að herða upp hugann. Það var fráleitt að gefast upp að óreyndu, því að þetta þurfti ekki að varða hana persónulega, neitt áf þessu. Ökuþórinn í fjallinu gat hafa snúrð við .af því að hann hafði gleymt einhverju, stúlkan í afgreiðslunni verið önn- um kafin og Virgina átt í einhverjum erfiðleikum og því áhugalaus gagnvart gamalli skólasystur. Það rann allt í einu upp fyrir henni, henni til mestu undr- unar, að þær höfðu aldrei verið neinar vinkonur. Það er bara einhvern veginn þannig, að þegar maður hitt- ir einhvern, sem maður kannast við óravegu að heim an, þá verða endurfundirnir svo innilegir, þótt maður þekkti viðkomandi naumast áður. 6. KAFLI. AFGREIÐSLUSTÚLKAN HAFÐI nú lokið símtalinu. Hún sneri sér að Patriciu m'eð -kurteislegu spyrjandi brosi. — Nafn mitt er Patricia Masters sagði Pat. — Mig langar til að hafa tal af forstjóranum, eða starfs mannastjóranum, ef hann er þá til. Ég hef verið ráðin til starfa hérna í matsalrrum. — Komdu sæl, Pat, ég heiti Meg Little — við komum til með að sjá hvor aðra talsvert í framtíðinni — við eigum nefnilega að vera saman um herbergi! — Fyrirtak, sagði Patricia, og henni var alvara með því. Andartaki áður hefði hún alls ekki tekið í mál að vera í herbergi með nokkurri annarri stúlku, en það var eitthvað svo ótrúlega hreinskilnislegt og eðlilegt í fasi þessarar inndælu stúlku, sem með nokkrum orðum hafði megnað að sópa í burtu þessari ónota- og kuldakennd, sem hafði þjakað Pat. —- Þú ert snemma á ferðinni, sagði Meg. — Það er venjulegast ekki einu sinni búið að opna afgreiðsl- una á þessunr tíma. — Ég er búin að sitja alla nóttina í bílnum mín- um, sagði Pat. — Hann festist niðri í forarpolli á leiðinni hingað upp eftir í nótt, svo að ég komst ekk- ert fyrr en flutningabílstjóri kom mér til aðstoðar. — Það var leiðinlegt að heyra, en þú ert alls ekki fyrsta manneskjarr, sem verður fyrir því. Þú getur verið viss um það, að vegirnir eru viðsjárverð- ir hérna á þessum tíma árs. Komdu nú og setztu nið- ur og ég ætla að reyna að hafa upp á Frame. Aftur brá áhyggjusvipnum fyrir á andliti herihar. — Það er ekki ólíklegt, að þú þurfir að bíða eitthvað. Ef hann hefur ekki tíma núna, þá skal eg fylgja þér til herbergisins okkar, og þú getur þá talað við hann I I I ii I I I I I \ I í 1 I I I 1 I I i I I i I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhald á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 410 5 5 VOLKS W AGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslu lok á Votkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. NÝ ÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum hús- gögnum í heimahúsum. Upplýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR . . Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hreinlætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Sími 18 7 17 PÍPULAGNIR. 1 Skipti hitakerfum. Nýlagnir, viðgerðir, breytingar á vatns- leiðslum og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti heita og kalda krana. Geri við WC-kassa. — Sími 710 41. HILMAR J. H. LÚTHERSSON, pípulagningameistari. Jaröýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur og traktorsgröfur cg bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgar- innar. Heimasímar 83882 33982. ! Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. -------------------------------------_J Mafur og Bensín ' ALLAN SÓLARHRINGINN. VEITIN6ASKÁLINN, Geifhálsi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.