Alþýðublaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1969, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið 17. nóvember 1969 3 í vikubyrjun Fagætur fyrirlestur Skemmtilegri fyrirlesarar en prófessor Jón Helgason í Kaup- mannahöfn eru ekki á hverju strái. Ég hugsa að þeir sem hlýddu á mál hans í Háskóla- bíói á laugardaginn eigi lengi eftir að minnast þess sem við- burðar, ánægjulegrar upplif- unar. Og þó ræddi hann þar um efni, sem auðvelt væri að gera bæði þurrt og leiðinlegt, — efni sem margir halda raun- ar að hljóti alltaf að vera þurrt og Ieiðinlegt. En í meðferð prófessors Jóns öðlaðist fortíðin nýtt líf; sú mynd sem hann dró upp af Bimi Þorleifssyni á Reykhólum, frænda hans og fjandmanni, B.irni í Ögri, og samtíð þeirra, var svo fersk og safamikil, svo krydduð kýmni og húin svo miklu lífi, að hreinasta unun var á að hlýða. 1 Fyrirlestur prófessors Jóns var fluttur á samkomu er haldin var til heiðurs Halldóri Laxness á 50 ára afmæli hans sem rithöfundar, „50 ára afmæli bókar“, eins og s'káldið orðaði það sjálft í ávarpi í fundarlok. Á samkomunni var lesið upp úr verkum skáldsins og einnig var þar lesin merkileg ritgerð, sem Kristján Karlsson hefur ritað um íslandsklukkuna, en hápunktur samkomunnar var tvímaílalaust fyrirlestur pró- fessors Jóns. Hann skýrði þar frá því að nýlegar rannsókn- ir hefðu leitt í ljós, að Björn Þorleifsson á Reykhólum, sem uppi var um aldamótin 1500, sonarsonur Bjarnar hirðstjóra er Englendingar drápu í Rifi, hefði ritað postulasögur og heilagramannasögur, sem varð- veitzt hafa á bók í Stokkhólmi. Rakti hann síðan æviferil höf- undarins, skýrði frá langvinn- um deilumálum hans og vék síðan að efni sagnanna, sem raunar eru ekki frumsamdar í venjulegum skilningi, heldur þýddar og endursagðar. En út af fyrir sig var það ekki fróð- leikurinn sjálfur, sem gaf er- indinu mest gildi, heldur bún- ingurinn og flutningurinn. Það er mikill skaði að íslendingar skuli ekki oftar verða þeirrar ánægju aðnjótandi að heyra prófessor Jón segja frá. Hann þyrfti að koma hingað sem oft- ast til fyrirlestrahalds. En fleira er matur en feitt ket, og kvöldi fyrr en pófessor Jón Helgason talaði í Háskóla- bíói var annar fyrirlestur fluttur í Reykjavík, ánægju- legur líka, en þó með öðru móti. Þá talaði Magnús Már Lárusson háskólarektor á veg- um íslenzka mannfræðifélags- ins um uppruna íslendinga. Niðurstaða hans varð sú sem vænta mátti, að um það efni yrði að fara að öllu með gát; heimildir leyfðu ekki að full- yrt væri of mikið, sízt af öllu væru fyrir hendi nægjanleg gögn til stuðnings ýmsum kenningum er komið hafa fram um það efni. Hann lagði eink- um á það áherzlu, að rannsókn- ir. skorti enn um flest atriði varðandi elztu sögu landsins, Jón Helgason einkum fornleifarannsóknir. „Það vantar fleiri beinagrind- ur“ voru niðurlagsorð hans í erindinu. Fjölmenni var við fyrirlest- ur prófessors Magnúsar, og höfðu þó margir farið fýluför kvöldið áður til að heyra mál hans. En þessi mikla aðsókn sýnir að áhugi er talsverður á sögulegum efnum hér á landi, þótt hann beinist stundum fullmikið inn á hliðarspor. Hitt er okkur ekki með öllu vansa- laust, hve hægt hefur miðað við frumrannsóknir á ýmsum þáttum íslenzkrar sögu, bæði að fornu og nýju, og það er með öllu óverjandi að enn þann dag i dag skuli ekki hafa verið skrifuð nothæf kennslubók í íslands sögu fyrir framhalds- skóla landsins. — KB. MIKIÐ SALTAÐ UM HELGINA Rey%javík ÞG □ Lítil síld veiddist í nótt, og þeir Wáltar sem voru á leið í land í morgun ytfirleitt með atfla friá 5—20 tonn, og marigir höfðu elklkert fengið er síðast fréttist. Þó voru tveir bátar með sæmilegan afla, Ásberg m'eð 100 tonn og Óskar Hal'ldórsson með 80 tonn. Stafar þetta af bræliu á miðunumi og einnig hefur síldin dýpkað talsvert. í gær var ágæt veiði og saltað talsvert á ölllum sölt- unarstöðvuim sunnanlands. 20—30 skip löndluðu 30—150 tonnum, og voru miörg með 70—80 tonn. Hjá Bæjarút- gerð Reyk'javikur var saltað í tæplega 1000 tunnur um heligi'na, en hjá Haraldi Böðv arssyni á Akranesi var salt- að í um 2000 tunnur, og eitt hvað af smærri síld var fryst. Hjá Sjöstjörnunni í Ketflavik var saltað í 3—4000 tunnur, en mikið var sa'ltað 4 öðrúm söltunarstöðvum í Keflavák, en þær eru 9 talsins. — í Grindavík var líka saltað ;á öfflum stöðvium, hjá Óskari'í Arnarvík var sal’tað í um 700 tunnur. — Fjölmennur Viet- namfundur □ Á laugardag var geysi- fjölmennur fundur haldinn í Háskólabíói að lokinni göngu mótmælenda Vietnam stríðsins um bæinn. 15. nóvember er al- þjóðardagur friðarsinna um allan heim til að mótmæla að- gerðum Bandaríkjamanna í Vi- etnam en í Bandaríkjunum sjálfum standa mótmælaað- gerðirnar yfir í tvo daga. Ætl- unin er að bæta einum degi við í hverjum mánuði og lengja þannig tíma aðgerðanna í hvert skipti unz stríðinu lýkur. 'Dagskrá fundarins var mjög fjölbreytileg: Sigurður A. Magnússon, ritstjóri, Rúnar Hafdal íslenzkunemi, Rafn Guðmundsson, Gestur Jónsson og Geir Vilhjálmsson sálfræð- ingur fluttu ávörp, á milli var fléttað þjóðlagasöng Kristínar Ólafsdóttur, og framlagi Trú- brots, Óðmanna og Ríó tríós til friðar í heiminum. í heild fór fundurinn friðsamlega fram og ræðumönnum og hljóm- sveitum var fagnað með lang- varandi lófataki. 11 innbrot og mikil spellvirki gerð kunn um fimmleytið í dag. Kærufrestur er til 8. des. —• Reyifejavflk ÞG Elletfu innbrot voru framin í Reykjavflk um helgina og tjón unnin fyrir hundruð þús undir krióna. Miest várð tjónið er brot- izt var á 1 augarda'gskvöldið inn í Vogaskóla og gengið berserksgang .í þyi að brjóta upp allar hurðir og hirzlur, sem læstar voru. Er talið að slkað nn, sem unnin var nemi _____________________ hiundruðum þúsu'nda. Þá var /* < ■ brotinn iupp sýningarkassi ö6aí0IÍHÍf sikart'gripav'erzliunar að Hverfis'götu 16 og stolið skart gripum fyrir tugi þúsunda,. Hin innlbrotin 9 voru í verzlanir, og ta'l'sverðlu var stolið atf sígaret'tum. — □ Úrsl'it á 16: getraunaseðl inum eru sem hér segir: — xxl 111 12x 111. Úrsliit1 verða Unnu aftur □ í öðrum aukaleik er ís- 'lenzika liðið lók við Berm- udamenn fyrir skömmiu sigr- aði landinn 3:0. Úrslitin í fyrri aukalefk urðu 2:0, en landsleiknum tapaði flsle'nzka liðið 3:2. — pmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmnmmmmr rrsr" Sérfilboð Tvær bækur ókeypis ; ^ ^ ^ ÍSLENDINGASÖGUR með núfíma sfafsefningu Ísl«ndíngatögur með nútíma sfafsefningu, ótfa bíndp *Mt aukabíndi með nafnaskró og atriðiíoríitífkrá, en slík skrá hefur ekki til þessa fylgf neinni útgáfu Islendinga- sagna, fáið þér á 25% lœgra verði en búðarverð bókanna er, ef þér gerist áskrif- andi að þessu heildarsafni. Bœkurnar eru í átgáfu Gríms M. Heigasonar og Vésteins Olasonar, og koma tvö bindi út árlega* Þér fáið öil níu bindín á minna verSi en sjö bindi kosfa í búS, ef þér gerist nú áskrifandi að íslendingasögum með nútíma stafsetningu! Þér fáið því sem svarar tvö bindi ókeypis! — Alllir Ijúka iofsorði á þessa útgáfu íslendingasagna. — UUJUJUJUJUJUIUIUSUUIUJUU»U)UlUiLJUJUJUJUIUIUiUIUSUJUJUUUUJUSUU!U!UiUIUIU>USUJUU!UIUIUJUJUUO SKU6GSJA - BOKABUÐ OIIVERS STEINS Strandgötu 31, Hafnarfirði Já, ég óska að gerast áskrifandi að íslendíngasögum I—IX með nútíma stafsetningu, i útgáfu Gríms M. Helgasonar og Vésteins Ólasonar, á áskriftarVerði sem er 25% lœgra en verð bókanna er f iausasölu í búð. Q Askriftarverð I. bindis er kr. 484,00 (búðarverS er kr. 645,00) innb. □ Áskriftarverð II. bindis er kr. 524,00 (búðarverS er kr. 698,75) innb. □ ÁskriftarverS III. bindis er kr, 524,00 (búSarverS er kr. 698,75) innb. Eg óska að iá bmkurnar: □ gegn póstkröfu □ sœkja þœr til StaSa forlagsins □ greiSsla hér me'S Heimili sfmí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.