Alþýðublaðið - 21.11.1969, Side 2

Alþýðublaðið - 21.11.1969, Side 2
2 Alþýðubl'aðið 21. nóvember 1969 Gðfis r Gvendur Á. SKRIFAR mér á þessa leið: „Nokkuð er það sem mér lengi hefur legið á hjarta, en dregizt að koma á framfæri. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra einstæðra mæðra og annarra, sem þurfa að hafa börn sín í gæzlu á dagheimil- um borgarinnar — vegna vinnu sinnar — er ég spyr: Því eru ekki dagheimili borgarinn- ar opin lengur en til kl. 5 á daginn?“ ★ MÓTSETNING. ' I „Það er ætlazt til þess að .þessar stofnanir séu aðallega, eins og áður er að vikið, fyrir börn einstæðra mæðra, og auð- vitað er þetta þörf þjónusta * og góð nema hvað mér virðast reglur um lokunartíma algjör- lega í mótsetningu við tilgang stofnananna. Það segir sig sjálft að ekki eru allar konur svo heppnar að .fá starf sem haefir því að geta verið komn- ar ,af vinnustað .og á barna- heimilin kl. 5. Þær sem þurfa að vinna til kl. 6 eða lengur eru því annað hvort tilneyddar að stelast úr vinnunni klukku- tíma fyrr, sem varla mun vera vel séð af vinnuveitandanum, eða kaupa extra hjálp til að koma afkvæminu til síns heima. og er það talsverð ábót við annan kostnað barnsins vegna. Ekki eru heldur allar konur svo vel settar að ættingjar geti hlaupið undir bagga. Flestir hafa nóg með sitt: Ég vildi því koma því á framfæri við hátt- virta forráðamenn barnaheim- ilanna að þeir endurskoði af- stöðu sína til þessara mála og miðuðu lokunartíma barna- heimilanna við venjulegan verzlunartíma en ekki skrif- stofutíma. Á.“ ★ FÓTAFERÐARTÍMI. Lesandi í Snobbhill skrifar á þessa leið: „Hvenær mæta starfsmenn stjórnarráðsins til vinnu á morgnana? Það virðist vera mjög svo með höppum og glöppum. Ég byrjaði að hringja í mann hjá einu ráðuneytanna rúmlega níu fyrir skömmu. — Hann var ekki kominn. Ég bað um næsta mann, hann var ekki kominn heldur, og þriðji mað- urinn var einnig ókominn. Nú er það afsakanlegt þó menn komi fimm eða tíu mínútum of seint, en fimmtán til tuttugu mínútum síðar hringdi ég aft- ur, þeir voru enn ekki mætt- ir. Skömmu seinna þurfti ég að ná í mann i öðru ráðuneyti, það var skömmu eftir hálf tíu, og maðurinn var ekki mættur. Klukkan var orðin tíu, þegar ég hringdi enn, og ennþá var viðkomandi starfsmaður ekki mættur til vinnu. Lokatilraun gerði ég svo þegar klukkan var farin að ganga ellefu, en árang- urslaust. Nú freistist ég til að spyrja: Er þessum opinberu starfsmönnum ekki settur neinn ákveðinn tími sem þeir eiga að mæta, eða er þeim það alveg frjálst? Hvað eru mennirnir þá að gera á morgnana milli kl. 9 og 11? Eru þeir allir svona svefnþungir eða ei’u þeir kann- ski að vinna við eitthvað ann- að? Á meðan eyðir fjöldinn allur af venjulegu launafólki dýrmætum tíma í að reyna ár- angurslaust að ná tali af þess- um háu herrum, sem fá manna hæst kaup fyrir að vera ekki við á sinni skrifstofu. — Les- andi í Snobbhill.” Götu-Gvendur. BÍLASKOÐUN & STILIING Skúlaribtu 32. ^ LJÓSASTILLINGAR kJfitASiÍLdXtár r,,piORSiillingkr Simi V Látió stilla i tíma. ^ O 1 n n Fljót og örogg þjónusfa. 1 w FASTEIGNASALA, fasteignakaup, elgnaskipti. Baídvin Jónsson, hrt., Fasteignasalan, Kirkjutorgi 6, 15545—14965, kvöldsími 20023 I I I I I I I I I I i I I I I f I i I I í I I Höfundamiðstöð settá Reykjavík — GS □ Ritliöfundar vinna nú að framgangi þeirra tillagna, er liggja eftir Rithöfundaþingið og meðal þeirra mála, sem lirundið hefur verið í fram- kvæmd, er tilkoma Höfunda- miðstöðvar, sem nú hefur ver- ið opnuð í húsnæði Rithöfunda sambandsins í Garðastræti 41. Er Höfundamiðstöðin opin dag lega frá kl. 10—12 og forstöðu maður hennar er Ingólfur Kristjánsson rithöfundur. Alþýðublaðið hafði tal af Ein- ari Braga formanni Rithöfunda sambands íslands í gær og innti hann um framkvæmdir hags- munamála rithöfunda að loknu Rithöfundaþingi. Kvað Einar Bragi allt vera í fullum gangi og þegar væri búið að opna Höfundamiðstöð eins og áður greinir. Rithöfundar hefðu unn ið að því að koma öðrum til- lögum á framfæri við viðkom- andi aðila, borgarstjórn, þing og ríkisstjórn. í ályktunargerð Rithöfundaþingsins var tillaga um bókmenntaverðlaun æðri skóla (háskóla, menntaskóla, kennaraskóla og verzlunar- skóla) og kvaðst Einar Bragi búinn að sitja tvo fundi með formönnum lista- og bókmennta félaga skólanna og gengið hefði stofn hefði verið frá drögum að út- hlutunarreglugerð. Hefðu þeir tekið vel í þessi mál, þar sem slík verðlaunaúthlutun mundi glæða áhuga nemenda og auka umræður þeirra um bókmennt ir. Hefðu þeir sent menntamála ráðherra bréf, þar sem farið væri fram á fjárveit. í þessu skyni og einnig óskað eftir við- ræðum við ráðherrann. Þá greindi Einar frá því, að á næstunni verði stofnað Rétt- hafasamband eigenda ritrétt- ar og rithöfundar gerðu sér góð ar vonir með kaup ríkis- og sveitarfélaga á ákveðnum ein- takafjölda bóka eftir menn ?nn an Rithöfundasambandsins, sem mjög hefur verið til um- Einar Bragi. ræðu. Taldi Einar algjört lág- mark 500 eintök hverrar bók- ar og kvað þörfina vera alla ekki minni, en rökstyðja mætti það með því, að í fyrsta lagi væru 270 almenningsbókasöfn á landinu og reikna yrði með einu eintaki til þeirra, sem væru í dreifbýlinu, tveimur tii bókasafna í fjölmennari kaup- túnum og a. m. k. þriggja til fjögurra eintaka til bókasafna í stórum kaupstöðum og eml fleiri til safnanna í Reykjavík, í öðru lagi væru bókasöfn fram haldsskólanna illum kostum búin og sumir skólar hefðu all3 engin bókasöfn, en úr því yrði að bæta og gæti ríkið notfærfi sér þessa aðstöðu á ódýran hátfi til að koma upp viðeigandi bóká söfnum skólanna. í þriðja lagí mætti benda á, að íslenzka eH víða kennd við erlenda skóla, m. a. væri nútimaíslenzka fösfi námsgrein í norskum mennta- skólum og væri hægt að ann- ast hagkvæm bókaskipti viðl þessar erlendu stofnanir, sem að sjálfsögðu þyrfti á íslenzk- um bókum að halda. í fjórðá lagi þyrfti að viðhalda endur- nýjun bóka í bókasöfnum og væri það fjárhagslegt hag3- munaatriði fyrir söfnin að getá endurnýjað bókakost sinn á ó- dýrari hátt en eftir venjuleg- um viðskiptaleiðum. — > Tekur skólasjónvarp til starfa á næsta ári? □ Reykjavík — KB. Islenzkt skólasjónvarp getur hafizt næsta haust, fá- ist fjárveiting til þess tekin inn á fjárlög. Er hug- myndin sú, að skólasjónvarpið verði í byrjun tengt þeirri nýskipan í eðlis- og efnafræðikennslu, sem kcmið verður á næstu árin, og verður fyrsta skóla- sjónvarpið líklega miðað við námsefni 11 og 13 ára barna í þessari grein. Þetta kom fram í sjónvarps- þættinum Setið fyrir svörum á þriðjudagskvöldið, en þar svar- aði Benedikt Gröndal formaður útvarpsráðs spurningum um út- varp og sjónvarp. Benedikt sagði í þættinum að fræðslu- sjónvarp væri tvenns konar; annars vegar almennings- fræðsla, sem sjónvarpið annað- ist sjálfí, hins vegar kennslu- sjónvárp, er væri sniðið eftir námsefni ákveðinna bekkja í ákveðnum námsgreinum. Slíkt kennslusjónvarp yrði að sjálf- sögðu að vera unnið á vegum skólakerfisins í heild. Benedikt sagði að í sumar hefði Fræðslu- myndasafn ríkisins í samvinnu við Skólarannsóknir og náms- stjórann í eðlisfræði unnið að því að undirbúa sjónvarps- kennslu í eðlisfræði, og hefði menntamálaráðuneytinu verið skrifað erindi um málið. Það erindi liggur nú fyrir fjárveit- inganefnd alþingis, og fáist fé mun hugmyndin verða fram- kvæmd næsta haust. Kostnað- ur við þessa tilraun er áætl- aður 3—400 þúsund krónur. í viðtali við Alþýðublaðið í Benedikt Gröndal gær sagði Benedikt Gröndal, að hann teldi hyggilegt að fara að á þennan hátt við uiS koma hér á skólasjónvarpi, þ. e. byrja með litla tilraun; á afmörkuðu sviði, en auka starf- semina síðan smám saman með aukinni reynslu og meira bol- magni. : i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.