Alþýðublaðið - 29.11.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1969, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið 29. nóvember 1969 3 □ Iðnnemasamband fslands efnir til almenns borð- arafundar um EFTA, Fríverzlunarbandalag Evrópu, í Sigtúni við Austurvöll kl. 3 á jnorgun- Framsögu á fundinum hafa þeir Styrmir Gunnarsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, og Svavar Gestsson, blaða- maður á Þjóðviljanum. Sjálfsagt greinir þá kolleg- ana á um aðild íslands að samtökunum og má því vænta fjörugra umræðna um málið. Islenzkar friöarsveitír HVER VAR I RÉTTI? □ Bráðlega gefst íslenzkum ungmennum kostur á að kom- ast til brónunarlandanna og vinna þar sjálfboðaliðastörf við margvísleg verkefni, en stofn- uð hefur verið „Samstarfsráð um íslenzkar friðarsveitir", en hlutverk þess er að vinna að stofnun friðarsveita. Stofnað- ilar að ráðinu eru Hin íslenzka þjóðkirkja og Herferð gegn hungri. Samstarf er hafið við erlend samtök um þetta mál og ef undirbúningur málsins gengur vel, er búizt við að fyrstu Is- lendingarnir eigi kost á að komast til starfa á miðju næsta ári, segir í fréttatilkynningu um stofnun samstarfsráðsins. Nákvæm könnun fer fram a hæfni umsækjenda þegar þar Framhald bls. 11. □ Hvor var í rétti? Þessum bíl var eki3 á hægri akrein á tví- skiptri götu. Er bílstjórinn kom að gatnamótum hugðist hann beygja yfir á vinstri akrein, gaf stefnuljós og beygði. í því bar að bíl á vinstri ukreininni og skipti það engum togum, hann lenti aft- an á fyrrnefnda bílnum og brettið iagðist saman eins og pappír. Nú kemur spurningin: Sýnrii ökumað- ur fyrrnefnda bílsins vítavert gá- leysi, er hann skipti um akrein og tók ekki eftir bílnum, sem á eftir i í 3 seinni t kom, eða sýndi ökumaðui bílsins vítavert gáleysi, er hann ekur svo hratt að gatnamótum, að hann nær ekki að stoppa í tæka tíð, þegar bíllinn fyrir framan hann skiptir um akrein. > SNÍÐAÞJÓNUSTA PFAFF Á mánudaginn tekur til starfa sníðaþjónusta Pfaff í húsakynnum ver^lunarinnar, Skólavörðustíg 3. Þar geta konur fengið aðstoð við snið eftir Pfaff-sníðakerfinu gegn vægu verði. Aðstoðað verður við snið á öllum venjulegum kven- og barnafatnaði. Fyrst um sinn verður <Snfða- þjónusta Pfaff opin kl. 2—5 á mánudögum cg föstudögum. Skólavörðustíg 3 — sími 13725. i:m Norskir hirla skáldið Sjolokof: „Lítilmannlegt aö sparka í liggjandi mannu n Osló, 28. nóv. (NTB) — Norska rithöfundafélagið hefur sent sovézka nobelsverðlauna- skáldinu Mikhael Sjolokov harð ort þréf til að mótmæla nýlegri árás hans á sovézka ritliöfund- inn Alexander Solsjenitsin. — „Vér getum ekki látið hjá líða að tilkyima yður að vér telj- um litilmannlegt af yður að sparka í liggjandi mann. Endur tekinn stuðningur yðar við nið urbælingu hins frjálsa orðs veld ur oss sárum harmi, segir í bréfi hinna norsku rithöfunda. Rithöfundurinn Alexander Solsjenitsin var nýlega rekinn úr sovézka rithöfundafélaginu. Hann er m. a. frægur fyrir skáldsögu sína Dagur í lífi Ivans Denisovitsjs, en nú er ver ið að kvikmynda þá skáldsögu í Noregi. í fyrirlestri sem Sjolokov flutti nýlega í Moskvu yfir verkamönnum á samyrkjubú- um lýsti hann Solsjenitsin sem landplágu í sovétbókmenntun um. Bréf norska rithöfundafélags ins er eins og hér segir; „Stjóm norska rithöfunda- félagsins les með hryllingi frétt í Arbeiterbladet í dag um árás yðar á Alexander Solsjenitsin rithöfund. Þér eigið lesendur og vini í Noregi, Mikhael Sjolo kov, og þér hafið einnig öðlazt þann heiður að fá Nobelsverð- laun, en af þeim sökum hljótum vér að taka mikið mark á orð um yðar. Fyrir því getum vér ekki látið hjá líða að tilkynna yður að vér teljum það lítil- mannlegt af yður að sparka í liggjandi mann. Vér höfum van izt þvi að rithöfundar standi saman, og vér höfum einnig vanizt að rithöfundarfélagið, fagfélag rithöfundanna, sé bak hjarl meðlima sinna, sem reyni ekki að þrengja að þeirra kosti og vikja þeim úr félaginu fyr- ir það eitt að því falla ekki skoðanir þeirra. Endurtekinn stuðningur yðar við slíka nið- urbælingu hins frjálsa orðs veldur oss sárum harmi.“ — Auðugir Suður-Víetnamar smygla slórfé úr landi: MEÐ VIÐKOMU í HONG KONG □ Bandaríkjamenn liafa síð ustu daga lialdið því stíft- fram að Hong-kong væri jnið stöð mikils gjaldeyrissmygls, og í þessari brezku nýlendu neitar þv{ enginn að þetta sé rétt. En Hong-kong-búar segja að það séu einkum bandarísk fyrirtæki, sem ann ist smvglið og flytji fjár- • magn frá borginni til Ame- ríku. Frá Suður-Víetnam -f einu er t*l dæmis talið að ár lega renni fé er nemur tug- um milljarða {slenzkra króna til Bandaríkjanna með við- komu í Hong-kong. Einn 'helztu bankanna í Honglkong segir að þessar tölur kunni að vera ýktar, en j'afnvel þótt upphæðirnar skípti ekki nema fáeinum milljörðum, er samt um veru legai' upphæðir að ræða. Þettta fé er komið fúá auð- uigum Suður-Víetnömuim, sem b'eita öllum ráðum til að 'koma lausafé sínu úr landi, enda hafa þeir maingir hverjir { hyggjiu ag búsetja sig erlendis. Einnig enu marg ir stjórnmálamemi þarna að verki, og þessa leið fer arð- urinn af svartamarlkaðsbra’Ski . og vændlishúsunuim { Saigon. • Samkvæmt bandlarískum heimildiim er það fðlagsskap- ur, sem annast flu'tninga pen inganna, og þessuim félags- skap stjórnar indverskiur maður. Prá sjónarmiði Homg-kong er þessi fjármagnsflutning- ur ekki smygl. Nýlendan hef ur frjálsan gjaldeyrismarkað, og ek'kert eftirllit er hafit með því hvaðan það fé, sem þar Frh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.