Alþýðublaðið - 29.11.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1969, Blaðsíða 2
ÍifiÉÍ lill g ý-MÚ Z - iiii ■:: •; 'y.-'-, > «: ..... V •:•:•• •• •?? ’ '•: <■' ■<•£ □ -Þó að enn sé töluverður tími til jóla, eru margir byrj- laðir á ýmiss konar jólaundir- búnjngi, og ekki veitir af, því að tíagarnir í jólamánuðinum viljá vera svo fljótir að líða! Allir vilja gera eitthvað fallegt fyrit jólin, og það er sannar- lega líka af nógu af taka. Ég ætla að segja ykkur hvern ig þið getið sjálf búið ykkur til jólaalmanak. Þið þekkið öll jólaalmanökin sem hægt er að kaupa í búðum en það er mik ið skemmtilegra að búa þau til sjálf. Efni: 1. teiknipappír stærð 76x46, litur hvítur (fæst m. a. í Pennanum). 2. Lím. 3. Þekju- litiit vatnslitir, eða venjulegir vaxiitir. 4. Klippa út myndir ■af gömlum jólapappír. Stærð trésins: Hæð um 38 cm. Efst um 8—10 cm. Neðst um 35—40 cm. Stærð hvers glugga um 5x5 cm. Búið til snið með því að brjóta tvöfalt umbúða- eða dag blaðapappir og teiknið snið jólatrésins. Klippið sniðið út og leggið á helming teiknipapp írsins (örkinni skipt í tvennt), og leggið miðju við miðju og teiknið eftir jólatrésforminu. Klippið siðan út. Teiknið á jólatréð glugga um 5x5 cm á stærð á víð og dreif um tréð og klippið (skerið) þá þannig að þeir opnist. Leggið síðan jólatréð á hinn hluta ark- arinnar, teiknið fyrir útlínum þess og merkið fyrir gluggun- um. Undir hvern glugga er hægt að teikna eða líma t. d. jólabjöllur eða kerti af gömlum jólapappír og líma undir glugg aran. Einnig er hægt að teikna fjölda smámynda á pappírinn (þarf ekki að vera nákvæm- lega undir gluggunum) svo að þegar giuggi er opnaður, er gaman að sjá hvað kemur í ljós t. d. gæti komið hálfur jólá- •sveinn. Þegar búið er að út- búa myndir fyrir gluggana, límið þá stykkin saman og iát- ið útlínur mætast. Litið síðan jólatréð með þekjulitum, vatns litum (tvisvar sinnum) eða venjulegum vaxlitum. Skreytið síðan jólatréð eftir vild og lát- , ið hugmyndaflugið ráða. Mun- ið að dagsetja gluggana. Á toppi jólatrésins er hægt að útbúa stjörnu, sem er opn- uð á aðfangadagskvöld. Þið get ið notað kork, tré með rauf í, eða leir eða eitthvað annað. — Gangi ykkur nú vel. — □ Hér birtast fyrstu skrýtlurnar úr skrýtiukeppninni. Þær eru frá Unni Ingadóttur Bor^arbraut 46, Bcrgarnesi. Unnur! Eg ætla að hrósa þér fyrir reglulega vel skrifað og snyrti legt bréf. Móðirin: Hvað ætlar þú að gera við gullin þín, Gunna mín, þegar þú verður stór og hætt að leika þér að þeim? Gunna: Þá ætla ég að gefa börnunum mínum þau. Móðirin: En ef þú eignast engin börn? Gunna: Þá barnabörnunum. Lítil stúlka átti bróður, sem kunni ekki að ganga, en skreið á gólfinu. Einu sinni kom hún þjótandi til mömmu sinnar og sagði: „Nei, mamma hann litli bróðir er farínr» að ganga á afturfótunum.“ Frændi (í heimsókn, er orð- inn svangur); Hvenær borð ið þið miðdegismatinn hérna, Emma litla? Emma: Mamma sagði, að það yrði borðað undir eins og þú værir farinn. Halli: Ég á nýja treyju — það átt þú ekki. Siggi: Nei, en ég á nýja húfu en það átt þú ekki. Halli: Nei, en pabbi min-^a nýja byssu, það á pabbi þinn ekki. Siggi hugsar sig um litla stund og segir svo sigri hrósandi: Nei, en á morgun verður amma mín jörðuð, það verður þín ekki. Andri: Blessaður, hafðu. e}íki orð á því, sem ég var að segja' þér, það er leyndarmál, sem Framh. á bls. 11 2 Alþýðublaðið 29. nóvember 1969 BÁRNASÍÐAN Umsjón Rannveig .Tóhannsdóttir Hér eru tvær skemmtilegar myndir frá lesendum. Myndina til vinstri gerði Hjördís Gunnlaugsdóttir 5 ára frá ísafirði og hina myndina gerði Birna Rósa Gestsdóttir í Neskaupstað. Þær fá báðar þakkir og bráðlega bréf frá okkur. - EFSr Klíppjfsr (?LUCr(rÍ ForueluH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.