Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 6. desember 1989 Hér er Signíur sem yngissveinninn Cherubino, hinn gáskafulli cg sí- Þetta er ekki sön'gkonan Sigríöur, hel ástfangni. Kyndin er úr sjónvarpsþættinum hennar fyrr á þessu ári, og Cherubino verSur líka hennar fyrsta óperuhlutverk á sviði. \ „Eg lifi í nánu sambandi við Cherubino þsssa dagana, hugsa varla um annað, ég er með Mozart á heilanum og þjáist af Fígaróveiki — ég er búin að lesa /alit sem ég hef náð í um Fígaró, óperuna og leikritið, Mozart og músíkina. Þegar ég komst að því, að Mozart hafði sjálfur mest dálæti á sextett- inum í þriðja þætti, varð hann auðvitað mitt sérstaka uppá- hald, svona er ég áhrifa- gjörn . . .“ Sigríður E. Magnúsdóttir er að búa sig undir sitt fyrsta ó- peruhlutverk á sviði, hinn töfrandi og ástsjúka yngispilt Cherubino í Brúðkaup Fígarós. Hún fékk leyfi frá Vínaraka- demíunni þar sem hún stundar strangt tónlistarnám, en verð- ur að bæta fyrir brottveru sína með þeim mun ríkari ástundun þegar hún kemur aftur að sýn- ingum loknum. „Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir annan daginn er ég alveg uppi í skjýjunum, en á milli hugsa ég: .Almáttugur, ég get þetta aldrei’. Það er dásam- legt að fá svona tækifæri, en það kemur kannski fullfljótt. Ég á eftir að læra svo miklu meira . . . og ég er nógu bjart- sýn til að trúa því ennþá, að ég hafi hæfileika til að bæta við mig og taka framförum”. ★ SÖNGLIST EÐA SPAN- GÓL? Hún er hlédræg og hæversk í viðmóti, jafnvel feimnisleg, og hún játar fúslega, að hún s é feimin. Hún talar lágt með þýðri rödd, og hún er svo fal- leg, að það er hrein unun að horfa á hana. Stór blá augu með dáiítið „leyndardóms- fullu“ tilliti, skínandi ljóst hár, breið kinnbein og brosleitur munnur. Hún er þráðmjó, þótt hún segist hafa þyngzt um 5 kíló, og hreyfingarnar eru mjúkar, enda hefur hún dansað ballett og stundað leikfimi og skylmingar af kappi. Og með tónlistarnáminu hefur hún unnið sem módel og vakið at- hygli fyrir sérkennilega fegurð sína. „Það er bara vegna þess að norrænar stúlkur þykja ó- venjulegri þegar komið er suð- ur á bóginn”, flýtir hún sér að útskýra. Henni er fjarri skapi að miklast af útliti sínu eða hæfileikum. Á fimm ára afmælinu fékk hún gítar að gjöf, og það varð hennar bezta skemmtun í lífinu að syngja og spila. „Það var mér einhvern veginn eðlilegt að vera alltaf syngjandi, og frá því að ég raan fyrst eftir hef ég aldrei ætlað mér að verða neitt annað en söngkona, þó að mér þætti svo asnalegt að segja frá því, að ég þyrði það sjaldn- ast. En söngæfingar hljóma ekki alltaf fagurlega — þegar ég kom hingað ; heim í frí, spurðu nágrannarnir eftir nokkra daga hvort við værum búin að fá okkur hund í hús- ið!” ★ HVAÐ OG HVAR ? Hún lærði fiðluleik hjá Ruth Hermanns og hljómfræði í Tónlistarskólanum hjá Jóni Þórarinssyni. Svo var hún ein af englaröddunum í Pólýfónkórnum hjá Ingólfi ára skeið og fór í söngtíma til Maríu Markan, Vincenzo De- metz og Einars Kristjánssonar. Eftir stúdentsprófið úr MR hélt hún til Vínar og komst í hinn mikilsvirta tónlistarháskóla þar, en samkeppnin er slík, að umsækjendur ár hvert eru á þriðja hundrað talsins, og að- eins um þrjátíu fá inngöngu. Fyrstu fjögur árin var hún í söngkennaradeild og lærði auk raddþjálfunarinnar píanó- leik, hljómsveitar- og kórstjórn, tónlistarsögu og menningar- sögu, hljómfræði, heymarþjálf- un og kennslufræði, þýzku, sál- fræði og uppeldisfræði. Þegar hún hafði lokið prófi í öllum þessum greinum með heiðri og sóma og öðiast réttindi til að stunda söngkennslu í tónlistar- skólum og einkatímum, gekk hún í einsöngvaradeildina og hefur verið þar á annað ár. í henni lærir hún bæði sönglist og leiklist, óperumúsík, ljóða- söng og kirkjulega tónlist. „En ef maður ætlar að fá hlutverk, spyr enginn um próf eða náms- feril”, segir hún. „Þá er það aðeins; , H v a ð hefurðu sung- ið?’ og ,Hvar hefurðu sung- ið?’ “ i ★ AÐEINS ÍSLAND. Mörgum er áreiðanlega minn- isstæður sjónvarpsþáttur Sig- ríðar sem var tvítekinn á þessu ári og vakti mikla hrifningu. Þar fengum við að sjá hana sem Cherubino, Dalílu og Car- mén, ailt mikil óskahlutverk. Hún viðurkennir, að þáð sé æðsti draumurinn gð fá að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.