Alþýðublaðið - 10.12.1969, Side 6

Alþýðublaðið - 10.12.1969, Side 6
6 -Alþýðublaðið 10. desember 1969 Himifðdapkénpr Ágnars kominn úi ★ HUNDADAGAKÓNGUR- IN nefnist leikrit eftir Agnar ÞórSarson, sem nú er komið út hjá Helgafelli, en um þetta verk urðu nokkur blaðaskrif í haust, eins og menn muna. Leikritið er; í þremur þáttum og gerist í Reykjavík sumarið 1809 og er byggt á atburðum þeim, er hér gerðust þá, er danski ævintýra- maðurinn Jörgensen kom til landsins á brezku skipi og lagði það undir sig. Leikrit Agnars erf að nokkru leyti samið upp úr framhaldsleikriti því um Jörund, sem flutt var í útvarp- inu fyrir nokkrum árum, en mórgu er þó breytt frá því sem þar var. — í útgáfu Helgafeils er leikritið 132 bls. að stærð, prentað í Víkingsprenti. Victor Canning kýdd telpnasap GUNNA GERIST BARN- FÓSTRA nefnist unglingasaga eftir Catherine Wooley, sem Si:afaféll gefur út í þýðingu Oddnýjar Björgólfsdóttur. Er þessi saga einkum ætluð telp- um á aldrinum 8 til 14 ára. Bók in er 137 bls. að stærð, sett í prentsmiðjunni Ásrún, en prent uð í Prentverki Þorkels Jó- hannessonar. LýðræðisEeg félagsstörf Spennandi niósnasaga R.ÖMM ERU REIÐITÁR nefn- ist þýdd njósnasaga eftir Victor C'mninH. sem Stafafell gefur út. Árni Þór Eymundsson hefur ís- lenzkað bókina. Sagan segir frá viðureign flóttaþjónustumanna við austræna mannræningja, sem flytja flóttamenn að aust- an heim til Rússlands á nýjan leik. Bókin er 242 bls. að stærð, sett í prentsmiðjunni Ásrún, en prentuð hiá Grágás, bókbandið er frá Nýja bókbandinu. LÝÐiRÆÐISLEG FÉLAGS- STÖRF nefnist ný bók eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing, en Félagsmálastofnunin gefur bókina út eins og fyrri bækur höfundar. Bókin skiptist í þrjá hluta, sem nefnast: Félagsleg grundvallaratriði óg lýðræðis- skipulagið; Félög, fundir, fund- arsköp og lýðræðisleg forystu- störf; og Mælska, rökræður og áróður. Auk þess er í bókinni ítarleg heimildarskrá og við- bætir með dagskrám og verkefn um fyrir 10 málfundi. Bókin er 304 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Eddu í Reykja- vík. JÓLAPLATTSNN ER JÓLAGJÖFIN Það l'emur eisin platti á ári hverjis. Gefif fyrsta plattann í ár. Hann er úr sneiddri steinskííu og gljáfægSum kopar, sem ekki fellt'r á. Á plattanum er handþrykkt svart listrrmynd. Skemmtiieg og verðug jóiagjöf,- fyrsíi hátíðarplattinn frá LISTIDN. UST»3« KJÖRGRtPUR STHNSKIFA OG KOPAR Þessi mynd var tekin, þegar lagið Öxar viS ána var frumflutt á Þing- vallafundinum 1885. Myndina tók Sigfús Eymundsson, en þetta er ein þeirra mynda, sem birtar eru í bók Þorsteins Thorarensens Móralskir meistarar. ' \ Einar Bragi Ljóðaþýðingar Einars Braga A HRAFNAR f SKÝJUM nefnist safn ljóðaþýðinga eftir Einar Braga, sem bókaútgáfan Ljóðkynni gefur út. í bókinni er . ljóð eftir 25 höfunda af ýmsum þjóðernum, þar á meðal eftir Edith Södergren, Walt Whit- man og Charles Baudelaire. — Bókin er prentuð í Setbergi. Kynferðisfræðsla fpr unglinga TÁNINGABÓKIN nefnist ný bók um vandamál unglinga eft- ir Ann Landers, en Knútur Kristinsson læknir hefur ís- lenzkað bókina. í formála seg- ir að höfundurinn, Anna Land,- ers, skrifi dálk í Sun Times í Chicago og sé hann endurprent- aður í sjö hundruð öðrum dag- blöðum. Táningabókin sé sér- staklega skrifuð fyrir unglinga og sé þar áð finna fræðslu og haldgóðar ráðleggingar um kyn lífið og aðrar brennandi spurn- ingar. Þessum spurningum sé svarað á hreinskilinn og skemmtilegan hátt og leitað sé ráða hjá læknum, sálfræðing- um, prestum, lögfræðingum, kennurum og öðrum sérfræðing- Um. -— Táningabókin er 128 bls. að stærð, prentuð í Litho- prent, en dreift í Félagsbókband inu. Þorbergur Kristinsson hef ur sett upp kápu og titilsíður, en útgefandi er Bjarki h.f. Verð bókarinnar er kr. 258. Viimundur Jónsson Rilgerðassfn effir Vilmynd Jánsson ★ LÆKNINGAR OG SAGA nefnist safn ritgerða eftir Vil- mund Jónsson fyrrum land- lækni, sem Bókaútgáfa Menn-„ ingarsjóðs hefur gefið. Ritgerða safnið er í tveimur bindum, samtals um 800 bls. að stærð. E.ru í bókinni 10 ritgerðir úr íslenzkri lækningasögu. Verð ritsins er kr. 1030 til félags- manna, en útsöluverð í búðmjp er kr. 1290.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.