Alþýðublaðið - 10.12.1969, Page 8

Alþýðublaðið - 10.12.1969, Page 8
8 Alþýðublaðig 10. desember 1969 OSframíeiSsla matvæla vandamál Þúsundir lesta af mat skemmast daglega - meðan milljónir svella í heiminum. Á 'Sama tíma og milljónir manna svelta víða um heim eiga stærstu kornframleiðendur heimsins ekki nægilega stórar vörugeymslur fyrir óseldar kornvörur. Heilu smjörfjöUin, smjör í tonnatali, eyðileggj ast daglega í smjörgeymslunum og aðrar mjólkurafurðir hlaðast upp. Mikill hluti offramleiðsl- unnar nær aldrei til þeirra svæða þar sem hungrið sverf- ur að. Reglurnar um framboð og eftirspurn virðast ekki eiga við í þessum efnum. Þrátt fyr- ir gífurlega offramleiðslu lækk- ar verðið á matvælum ekki þannig að fólk í hinum fátæku löndum heimsins geti notið þeirra. Meðan tveir þriðju jarð- arbúa líða næringarskort hlað- ast matvælin upp í vörugeymsl- um framleiðandanna eða þá þau eru eyðilögð að yfirlögðu ráði. OFFRAMLEIÐSLAN GEIGVÆNLEG Stærsta vandamál sem steðj- ar að landbúnaðinum í Vestur- Evrópu er offramleiðsla mjólk- urafurða, en hinsvegar er gífur- leg offramleiðsla á hveiti vanda málið í Bandaríkjunum og Kanada, segir í yfirlitsskýrslum ársins 1969 frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Hér á eftir fer yfirlit yfir of- framleiðslu mikilvægra mat- vara árið 1969: Offramleiðsla á hveiti (í millj. tonna)). Bandaríkin 21.1, Kana da 22,6, Ástralía 7,5, EEC-lönd in 10, Argentína 0,7. Einnig er offramleiðsla í Sovétríkjunum, en tölur eru ekki gefnar upp. Offramleiðsla á hrísgrjónum: Japan 5,6 millj. tonn. Offramleiðsla á kaffi: Brasil- ía 40 millj. sekkir á 60 kg. hver. Offramleiðsla á smjöri: (í þús undum tonna): Bandaríkin 55, Kanada 15, Belgía 7, Frakkland 151, V.-Þýzkaland 104, Holland 40, Finnland 5, írland 13, Sví- þjóð 9, Sviss 2, England 75, Ástralía 24, Nýja Sjáland 52. Offramleiðsía er einnig í Sovét- ríkjunum. Offramleiðsla á þurrmjólk (þúsundir tonna): Bandaríkjun- um 122, Kanada 90, Belgía 30, Frakkland 160, Holland 22, Sviss 6 og England 13. í skýrslunni er bent á, að Indland, Pakistan, Fiiippseyjar og Mexíkó séu nú nálægt því að vera sjálfum sér nóg í ko,»'n- framleiðslu, og þar sé búizt við offramleiðslu eftir 30 ár. BREYTA ÞARF LANDBÚNAÐAR- STEFNUNNI Sérfræðingarnir hjá FAO sjá enga nægilega góða lausn á of- framleiðsluvandamálinu, ým- issa hluta vegna; álíta, að verði stefnu í landbúnaðarmálum og opinberri stjórnarstefnu ýmissa landa breytt, sérstaklega þeirra ríku, kunni hún að finnast. Sérfræðingarnir eru ekki sammála um hvað mikið af þess selja af offramleiðsluhaugunum á niðursettu verði. Offramleiðslusérfræðingur, A. G. Leeks hjá FAD, hefur sett upp dæmi sem sýnir nauðsyn þess að hafa nægar umfram birgðir af kornvörum. VARABIRGÐIR NAUÐSYNLEGAR — Ef kornframleiðsla Ind- verja sem er 100 millj. tonn, minnkar um 10%, þurfa Ind- ugt á öllu því sem keypt verður með peningum. DÝRT AÐ GEFA Það er líka dýrt að gefa mat. Sá sem gefur verður sjálfur að kaupa vörurnar af bændunum, og pökkun, flutningur og geymsla hafa mikinn kostnað í för með sér. FAO álítur, að aðeins geymslukostnaðurinn sé um það bil 10% af verðgildi kornsins um umframbirgðum séu í raun og veru offramleiðsla. Þeir á- líta að það sé algjör nauðsyn að hafa vissar umframbirgðir af matvöru til tað grípa til ef upp- skerubrestur verður eða stríð brýzt út. Einnig gæti það haft alvarlegar afleiðingar á milli- ríkjaviðskiptin, eins og þau eru byggð upp. að gefa beint úr of- framleiðsluhaugunum. — Ekki hafa heldur fundizt leiðir til að verjar nauðsynlega 10 millj. tonn af korni úr offramleiðslu- haugunum. Þessi gífurlega aukning á of- framleiðslu mjólkurvara stafar af sífellt aukinni eftirspurn eft- ir kjöti. FAO bendir á það, að fjárstyrkir þeir, sem bændur fá, haldi verðlaginu uppi í stærstu framleiðslulöndunum. Bændurn ir verða líka að lifa í þeim heimi þar sem verð hækkar stöð sem geymt er. Geymsla á of- framleiðslusmjöri er enn dýr- ari. Leeks segir, að Evrópa verði að færa landbúnað sinn í nútíma legra horf, þ. e. stækka ræktun- areiningarnar en minnka í heild ræktuð svæði. Frakkar hafa á prjónunum á- form um að minnka ræktað land sitt um einn þriðja fyrir árið 1985. — I I I I I I I ; I I I I I I I i I I EINKUM FYRIR KVENFÓLK Umsjón: Álfheiður Bjarnadóttir feStuBn i Það er víst vandfundinn sá íslendingur erlendis, sem ekki hugsar með tilhlökkun til þess dags sem hann móttekur jóla- sendingu að heiman. Sú send- ing inniheldur. nefnilega oftast eitthvað af hinum gómsæta ís- lenzka mat, sem oft er saknað sárt að fá ekki að bragða, sér- staklega. á jólunum. Nú hefur Sláturfélag Suður- lands tekið upp þá nýbreytni að selja kassa, sem innihalda 10 tegundir íslenzks matar. Eru kassar þessir sérstaklega útbún-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.