Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 2
18 AlþýðublaðiS 13. desember 1969 I hendingum Umsjón: Gestur Guðfinnsson Hallgrímur Jónsson skólastjóri og Böðvar frá Hnífsdal voru samtímis kennarar við Miðbæj- arskólann, báðir skáldmæltir vel. Þar var þá og_ er kannski enn gömul og hljómmikil skóla bjalla. Einhvern tímann þegar andinn var yfir þeim, og það var oft, lögðu þeir í púkk og kváðu í sameiningu eftirfarandi vísu um hina gömlu bjöilu skól- ans, og er hún þess verð að varð veitast frá gleymsku: Dags í herkjum hljóða mest hljómar kverkin snjalla, var með sterkum víri fest voldug erkibjalla. W Páll Ólafsson kvað, er hann hafði lesið aldamótaljóð eins af merkisskáldunum: Finnst ekki fjalla á milli fegri ljóð en þessi stef, eintóm lygi, eintóm snilli eftir þennan djöfuls ref. * Páli bjó leng'i á Hallfreðar- stöðum í Norður-Múlasýslu og sýnist ekki hafa skort vinnukraft inn, ef marka má vísuna þá arna, sem hann kveður um hey skapinn á Hallfreðarstöðum: Á Hallfreðarstöðum heyja má, heyið er sem viður. Sex að raka, sjö að slá, sjálfur spretti ég niður. * Eftirfarandi þrjár vísur eru líka eftir Pál: Veslings stráin veik og mjó .veina á glugga mínum, kvíða fyrir kulda og snjó, kvíða dauða sínum. Kvíði ég lífsins kulda og snjó, kvíði dauðans vetri. En ég skal ætíð þegja þó, þetta er ég nú betri. Að öðru leyti er ég strá, eins og reynslan sýnir, en það skal enginn á mér sjá og ekki vinir mínir. ★ Séra Guðlaugur Guðmunds- son átti lengi heima við Breiða- fjörð og má reyndar sjá þess talsverð merki í ljóðum hans, t. d. í þessum vísum: Um fálkaorðuna kveður sr. Guðlaugur eftirfarandi stöku: Allt mun standa heima hér, hart þó vindar ljósti, nú á landið heilan her með. hræfuglsmynd á brjósti. ★ Sá sögufróði maður, Berg- sveinn Skúlason, hefur í einu af sínum breiðfirzku ritum bjarg- að frá glötun nokkrum gömlum vísum um Vestureyinga, sem hann telur kveðnar af Kristínu Jónsdóttur í Flatey. Berg'sveinn lætur þá athugasemd fylgja vís- unum, að hann mundi ekki vilja segja, að „hárnákvæm lýsing á lifnaðarháttum eyjamanna fyrir 70—80 árum fælist í vísunum, en nokkra bendingu um þá gefa þær“. — Vísurnar eru á þe^ssa leið: Skáleying'ar kirkjukærir koma um síðir, meðöl sækja- Látralýðir. Svefneying'ar sækja eld, í sinni léttir. Sviðnar koma að fá sér fréttir. Lakkrís sækja og líka finna 1 ljúfar meyjar, 1 hraustir sveinar Hergilseyjatí Bjarneyingar brennivíns i ' byttum vaða, T af því hafa þeir skömm og skaðai Brennivín þeir sækja sér, ' þótt syngi Kári. '' Þetta gera þeir oft á ári. < Flateyingar eig'a allt, sem aðra vantar, sérhver þarfir sínar pantar. Og loks er svo bragarbót uiyj Bjarneyinga: 1 . Bjarneyingar berjast þrátt ' við brim og æg'ir. Þeir eru sagðir sjómenn frægir: Við látum Odd Einarsson bisSa up hafa síðasta orðið að þessu sinni: j Það er orðið almennt még aðra að blekkja á margan vegj að láta blítt sem virktavin, þó verst. sé' það hræsnis yfirskin: Sól í heiði sjáleg hlær, svella eyðist gjörðin, hár hún greiðir gullinskær og gyliir Breiðáfjörðinn. Bræðir hún snjóa, björt og frjó, bekkir þróast ljósir. Nú er hún Góa samt við sjó, sumars gróa rósir. HÚSBYGGJENDUR AIHUGIO! ^r|^*l>ofninn hefur HllHVSll * Þegar sannað I : Ullllifll i yfirburði sína: VELJUM fH F F

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.