Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið 13. desemtoer 1969 19 bækur inn gestur I Svava Jakobsdóttir: Leigjandinn, skáldsaga, 127 bls. Helgafell 1969. Svava Jakobsdóttir hefur í tveimur fyrri bókum sínum beint athygli sinni að konunni og vandamálum hennar. &má- sagnasafnið „Veizla undir grjót vegg" (1967) birtir hvassari á- deilu á stöðu konunnarog sig- in afskiptaleysi en áður hefur sézt í íslenzkum bókmenntum, jafnframt því sem miskunnar- laust er hæðzt að taumlausri húsdekrun og lífsþæginda- frekju íslendinga. Veizla undir grjótvegg hristi óneitanlega burt töluvert af því sleni sem ' einkennt hefur íslenzkar smá- sögur um sinn. í fyrstu skáldsögu sinni, „Leigj andanum", birtir Svava í rauninni rökrétt f ramhald fyrri umræðu sinnar, en jafn- framt víkkar sýn hennar og á- deilan beinist að fleiri þáttum þjóðfélagsins þótt sjónarhóll- inn sé enn hinn sami, Á ytra borði er þessi saga fjarskalega einföld. Söguþráðinn má rekja í örfáum orðum. Einn góðan veðurdag vindur sér ó- boðinn gestur inn um dyrnart á leiguíbúð hjóna, án þess að drepa á dyr. Konan er ein heima og veit ekki hvað hún á að gera. Þegar eiginmaðurinn , kemur heim telur hann. af gest risni sökum ekki fært að vísa ókunna manninum út. Ókunni maðurinn sezt upp á heimili þeirra hjóna og yerður fyrst snar en síðan óaðskiljanlegur þáttur í lífi þeirra. Auðvitað eru þau að byggja eins og flest ir íslendingar. f nýja húsinu munu þau verða fullkomlega sjálfs sín ráðandi og þá munu '¦ þau einnig losna yið gestinn óboðna, En þau hafa ekki held- ur ráð á því að byggja fremur en flestir fslendingar. Gestur^ ' inn hleypur undir bagga- og styrkir þau fjárhagslega tii' þess að verða sjálfs sín ráð- ' andi í eigin húsi en sviptir þau 1 þar með möguleifcanum til sjálf ræðis með styrk sínum. Hann verður samgróinn fjölskyld- ' unni í bókstaflegum skilningi. Jafnframt ber nýjan gest að garði. Verður honum úthýst? ' Ekki kæmi mér á óvart þótt einhverjir yrðu til þess að af greiða þessa sögu snarlega með því að benda á hversu fáran- legt þetta sé að ókunnur mað- ur geti yaðið inn á heimili fólks (ég hef siálfur reynslu af slíkum. vanskilningi). Jafn- framt myndi þvílík túlkun trú lega leiða til gagnrýni á ófull- burða persónulýsingum auk ó- þarfra fj^arstæð.ulýsinga í raun- ' særri frásögn. En málið er ekki ' alveg svooa einfalt. ,; Grundvöilur þess að* skilja ' ikáldverk er vitaskuld að ját- ast í upphafi undir samfylgd höfundar. Hugmynd höfundar verður þá að vísu að fela í sér eitthvað sem laðar til sam- fylgdar. Ég held að erfitt sé áð lesa lengi í Leigjandanum án þess að koma auga á að sagsn er táknræn, þ. e. í frásögninni fer raunar tvennum sögum fram ,annars vegar raunsæ at- burðarrás hins vegar sá veru- leiki (ímyndaður eða sannur) sem frásögnin miðlar. Hin ytri frásögn slíkrar sögu er aðeins yfirskin til að miðia öðrum Og o'ft geigvænlegri hiut. Flestjr íslendingar munu sennilega fljótlega túlka söguna sem yið vörun gegn erlendum ábrjfum á ísliandi. Gildir þá einu hvern ig lesíð er úr táknum sögunn- ar í einstökum atriðum. Gest'ur inn í upphafi gæti t. d. verið hernám breta, nýja húsið sjálf- stæði, seinni gesturinu banda- ríski herinn. Gesturinn getur einnig frá byrjun verið banda- ríski herinn, seinni gesturinn 'EFTA eða Efnahagsbandalag Evrópu. Þessi skilningur skipt ir raunar engu máli frá bók- menntalegu sjónarmiði. Ég ímynda mér til að mynda að tékkar og ví.etnamar gætu fundið nægar hliðstæður í eig- in þjóðarreynslu til að skilja tákn sögunnar, sömuleiðis marg ir norðmenn danir eðá guate- malar. Táknrænar sögur ber ekki að oftúlka. Aðalatriðið er áð lesandinn finni viðmiðun sem reynist honum sjáífum haldbaar. S ;JQ Ég skil Leigjandann tákn- rænum skilningi sem viðvörun, ekki sem ádeilu, beinlínis. En sagan birtir einnig ádeilu. Hún deilir á lífsviðhorf sem skapar grundvöll aðstæðna sem reyn ast .varhugaverðar: í þessu ljósí birtist Leigjandinn mér sem nokkurs konar framhald þeirr- ar "umræðu sem fór fram í Veizlu undir grjótvegg. Ekki virðist unnt að sjá: annan til- gang í lífi hjónanna eh að koma sér upp húsi. Og óneitanlega . virðist það hejzti snar þáttur í : lífi margra íslendinga að eign- ast hluti; hús, bíl, sjónvarp: einn hlutur leiðir síðan til ami ars ennþá -flottari bg dýrari. , Þetta- er vitaskuld engan veg- inn einskorðað við fsland held- ur kem'ur manni fyrir sjónir ;sem helzta keppikefli vest- rænna lífsviðhorfa á okkar tímum. Spurningin er þá hvert slík lífsstefna mjini leiða ein- Btakar þjóðir og vestræna menn ingu í heild. Jafnframt miðl-'V sagan öðrum íslenzkum (eða ættúm við að segja smáborg- aralegum) siónarmiðum sem koma fram í samskiptum kon- unnar við umhverfið sem sum staðar örlar á: ég á þá fyrst og fremst við hversu háð hún er Framh. á bls. 24. JOLABÆKURNAR FAST I Bóka- og riffangaverilynfnni HOLMGARÐI 34. JOLABÆKURNAR FÁST í Bóka- og ritfangaverzluninni VEDA Digranesvegi 12. ÍSLENZKAR OG ERLENÐAR JÓLABÆKUR FÁST HJÁ BÓKAVERZLUN ; Snæbjamar Jónssonar & (o Hafnarstræti 9. i ft*. J JÓLABÆKURNAR FÁST HJÁ Bókabúð NORÐRA Hafnarstræti 4. Félagsmannaverð kr. 395.00. Um daginn og veginn, JónEyþórsson. Jón Eyþórsson veðurfræðingur hóf að flytja samnefndán þátt í útvarpið árið 1936 og flutti hann um langa hríð. Jón Eyþórsson varðaði þættinum veginn og naut hann mikilla vinsælda í umsjón hana. Undh' leiðsögn Jóns stíga menn og viðburðir fram á, sjónarsviðið ijóslifandi í annað sinn. Viwjm útgáfuitiiar anmdist Eirtkw Urchm Fimbogasoii,. ALMENNABOKAFELAGID AUSTURSTRÆTI18 SÍMI19787

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.