Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 10
26 Alþýðublaðið 13. desemiber 1969 Tízkan byrjar .með Kavser LONDON • PARIS • NEW YORK TIZKAN * HAFNÁR5TRÆTI B SOKKABUXUR 30 DENIER meö skrefból VANDAÐAR - STERKAR Útsöluverð aðeins 'kr. 139,00. Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun GRETTISGÖTU 6, SÍMAR 24730 r_ 24478. Kaupitienn - Kaupfélög Flugeldagerðin Akjranesi býður yður afar fjölbreytt úrval af blysum, flugeldum og stjörnuflugeldum á mjög hagstæðu verði. ; , ‘ Skipaflugeldar í sérflokki. j Úrvalsvara. Flugeldagerðíni Akranesi . „ Sími 1651 og 1612. Smásögur eflir jlónas Guðmundsson DÁIÐ Á MIÐVIKUDÖGUM neínist smásagnasafn eftir Jón- as Guðmundsson, stýrimann, sem bókaútgáfan Hildur gefur út. í bókinni eru 13 smásögur, iem gerast bæði á sjó og landi, ínnan lands og utan. Bókin er 112 bls. í fremur smáu broti, prentuð í Setbergi. f saga ’Aí'- AHÆTTA EÐA DAUÐI nefn- ist nýjasta James Bond sagan, sem út kemur á íslenzku, en það er bókaútgáfan Hildur, sem gefur bókina út. James Bond sögurnar eru sem kunnugt er eftir brezka rithöfundinn Ian Fleming, en Skúli Jensson hef- ur íslenzkað bókina. Áhætta eða dauði er 204 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Rakel RAKEL nefnist skáldsaga eftir Daphne du Maurier, sém Hildur gefur út í íslenzkri þýðingu, en þess er ekki getið hver þýtt hefur bókina. Rakel er eftir sama höfund og skáld- ságan Rebekka, sem komið hef- ur út í fslenzku og öðlazt tals- verðar vinsældir. Ðókin er 158 bls. að stærð, prentuð í Setj- bergi. Ný sap Esa (alherlne CATHERINE OG ARNAUD nefnist skáldsaga eftir frönsku skáldkonuna Juliejjte Benzoni, og er þetta þriðja bók hennar sem kemur út á íslenzku. Sig- urður Hreiðar hefur þýtt bók- ina, en útgefandi er Hilmir hf. — Catherine og Arnaud er 332 bls. að stærð, prentuð í Hilmi, og verð bókarinnar er kr. 350. Ný saga eflir West FÓTSPOR FISKIMANNSINS nefnist skáldsaga eftir Morfis L. West, sem Prentsmiðja Jóns Helgasonar hefur gefið út, en eftir sama höfund hafa áður komið út bækúrnar Babelsturn inn og Málsvari myrkrahöfð- ingjans. Magnús Torfi Ólafsson hefur þýtt söguna, sem er 310 bls. að stærð, prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar. Biskup ritar um dulræu fvrirbæri HINUM MEGIN GRAFAR nefnist bók um dulræn efni efljr James A. Pike biskup í Eng- landi, sem séra Sveinn Víking- ur hefur þýtt, en Prentsmiðja Jóns Helgasonar gefur út.’ Á kápu bókarinnar segir að höf- undurinn hafi farið að vefða fyrir dulrænni reynslu eftir að sonur hans framdi sjálfsmorð, og er í bókinni að finna ítar- lega frásögn af þeim atburðum. Höfundurinn lézt áður en hann hafði lokið bókinni að fullu og lauk ekkja hans við hana. Hin- um megin grafar er 226 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Hýramannabæltir MÝRAMANNAÞÆTTIR nefn- ist bók eftir Magnús Sveinsson, sem Prentsmiðja Jóns Helgason ar gefur út. í þessari bók er að finna ýmiss konar þjóðlegan fróðleik, æviskrár, ævintýri, sög ur og sagnir, en allt á þetta það sameiginlegt að Mýrarnar eru sögusvið. Bókin er 252 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. - :Ó(Vt c.'-' 3« •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.