Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 6
22 Alþýðublaðið 13. desember 1969 B eiffabóisstaður í Fljótshiíff efiir Viglús Guðmundsson. — Höf- u-ndur bókarinnar, Vigfús Guðmunds- son, fæddist að Keldum á Rangár- völlum 22. október 1868. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1894 og vannt alla tíð að búnaðarmálum. — Bóndi var hann að Haga í Gnúpverja- hreppi og í Engey á árunum 1896 til 1916. Vigfús var greindur maður, ger- hugull og nákvæm'ur rithöfundur. Eft ir hann liggja meðal annars eftirtald ar bækur: Saga Oddastaðar, Ævi Hall gríms Péturssonar, Saga Eyrarbakka og Keldur á Rangárvöllum. í þessari bók fjallar Vigfús um Breiðabólsstað í Fljótshlíð, gerir ná- kvæma grein fyrir ábújerTdum' og prestum þeim, sem staðinn hafa set ið, rekur sögu kirkjunnar og eigna hennar, og lýsir bæjarhúsum og hjá- lendum. Kr. 350,00 Ritsafn Einars H. Kvarans Þriðja og fjórða bindið eru nú komin í bókaverzlanir. — Ekki þarf að lýsa Einari H. Kvaran né ritsnilld hans. Sögur hans eru kunnar hverj- um' manni, sem kominn er til vits og ára, og flest verk hans lesin upp til agna. — Orðfæri Einars H. Kvaran er lifandi tungutak hins talaða máls og lætur jafn eðlilega í eyrum nú og fyrir 85 árum, þegar fyrsta sagan hans var rituð. III. og IV. bindi kosta í vönduðu bandi kr. 1107,00. í svipmyndum II. síðara bindi bókar frú Steinunnar S. Briem, sem hún nefnir MYNDBROT. 1 bókinni eru viðtöl við 48 manns, fólk lir öllum stéttum þjóðfélagsins. 1 þessum tveimur bókum eru því viðtöl við meira en1 hundrað manns. (í fyrri bókinni birtust 55 viðtöl). Hér eru ævisögubrot fólks með hina fjöþættustu lífsreynslu og ólík viðhorf. Stundum geta stutt við- töl gefið dýpri innsýn í líf manna en lörg ævisaga. — Þessa bók má geía við öll tækifæri. Kr. 450,00 Stiá, Ijóðabók eftir Steingerði Guð- mimrisdóttur. Steingerður er dóttir Guðmundar heitins skólaskálds, sem af flestum er talinn einn mesti rím- snillingur þjóðarinnar fyrr og síðar. Ljöðaflokkur hans „Friður á jörðu" er meðal þess fegursta, sem ort hef ur verið á íslenzka tungu. — Ljóð Steingerðar eru fáguð og fögur. Kr. 370,00 Syndugur maffur segir frá Sjálfsævisaga Magnúsar Magnússon- ar, fyrv. ritstjóra Storms. Magnús segir meðal annars í for mála fyrir bókinni: Þrennt er það, sem ég tel, að minningar manna eða ævisögur þurfi að hafa til brunns að bera öllu öðru framar: Að' þær séu sannar. Að þær hafi frá einhverju að segja. Að þær séu skemmtilegar, eða að minnsta kosti læsilegar. Vísvitandi hef ég hvergi hallað réttu máli og látið það ganga fyrir öllu að segja satt frá og staðið gegn þeirri freistingu að gera frásögnina litrrkari og áhrifameiri með því að ýkja eða jafnvel skálda inn í hana. Margt hefur drifið á daga Magn úsar, og mörgum hefur hann kynnzt. Og ekki mun þeim leiðast, sem lesa bókina. Kr. 450,00. Gamantregi Eftir Örn Snorrason. Örn Snorrason hefur lagt gjörva hönd á margt. Hann hefur ort mikið af gamanvísum og skopkvæðum, frá því hann fór úr skóla og fram til þessa dags. Kínrnin er ríkur þáttur í fari hans og bregzt honum ekki, þó að alvara lífsins hafi löngum leitað fast á huga hans, eins og títt er um góða húmorista. Gaman og alvara leikast á eins og skin og skuggar. Þetta tvísæja viðhorf spegiast í því úrvali af skáldskap Arnar Snorrason- sem birtist í þessari bók, í bundnu máli og óbundnu. Hirr léttstígu gam ankvæði hafa margan hlátur vakið og munu enn vekja, en alvaran er á næsta leiti í öðrum þætti. Höfundur á erindi við lesendur, hvora leiðina sem1 hann kemur til móts við þá. Kr. 370,00. um líf þeirra manna og kvenna, sem risið hafa úr hafi meðalmennskunn- ar og verið áberandi með hverri kyn slóð. Við fáum tækifæri til að leggja okkar dóm á störf þeirra og heiðra minningu þeirra, ef okkur finnst það við eiga. — Við höldum á lofti nöfn um þeirra manna, sem staðið hafa í fararbroddi með hverri kynslóð og segjum, að þjóðin eigi þeim gott eða grátt að gjalda, eftir því sem dómar okkar falla. í þessari bók eru birtir nokkrir þættir úr þjóð lífi voru — brot tekinr úr gullastokki íslenzkrar alþýðu. Kr. 260,00. Fremra Háls ætt. Niðjatal Jóns bónda Árnasonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, er bjuggu að Fremra-Hálsi í Kjós 1733—1751. Þetta er annað bindi og er þar með verkinu lokið. Fyrra bindið er nú því nær uppselt. kvenna og af því geta leitt hin spaugilegustu atvik. — Frásognin er létt og lipur og þó hispursiaus. Kr. 260,00 islenzk-dönsk crffabók. Að stofni til er þessi orðabók eft ir Jakob Jóh. Smára. En fleiri hafa lagt hönd á plóginn. Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, bjó þessa nýju útgáfu til prentunar. Kr. 175,00 Kim. Þessi saga heitir: „Sá hlær bezt, sem síðast hlær.“ Eins og vant er, þá eru þau öll á ferðinni: Kim, Kata, Eiríkur og Brilli og hafa í nógu að vasast eins og í fyrri KIM-bókum. Kr. 160,00. Bob Mcran. Tvær bækur um ævintýramanninn og hetjuna Bob: Stálhákarlarnir og Vin „K“ svarar ekki. Eins og lesend Nýjar bækur frá LEIFTRI 1969 Verð bókanna er tilgreint án söluskatts. Gréta Eftir Kristínu M. J. Björnsson. Gréta er ástarsaga. — Óli og Gréta voru jafnaldrar, nema hvað hann hafði bóndaárið fram yfir hana. Snemma voru þau draumgestir hvort hjá öðru, því að fjölskyldur þeirra voru tengdar. — Bernskan leið bros andi og draumfögur. — Gréta og Óli voru svo ung og sæl, þau sáu ekki nein vandkvæði á að vera glöð og kát, enda var lífið þeim. leikur. Kr. 330,00. Víkngadætur eftir Kristínu M. J. Björnsson. Þetta er annað bindi af skáldsögu frú Kristínar M. J. Björnsson. Gréta er komin ti! útlanda og er bókin skrifuð að nokkru í formi bréfa frá Grétu til móður hennar og annarra ættingja og vina heima á íslandi. Kr. 330,00 Erginn fiskur á morgun Þetta er önnur bók frú Unu Þ. Árna dóttur. Fyrri bók hennar, „Bóndinn í Þverárdal" fékk ágætar viðtökur og urr.sagnir. — Þessi nýja saga gerist bæði við sjó og í sveit.... Hógvær lýsing á lífi unga fólksins, eins og það gerist í dag við störf og skemmt anir, ástum þess og amstri. Hún lýsir líka kjörum þeirra, sem eldri eru. — Þetta er saga dagsins í dag. Kr. 260,00 Ég raka ekki í dag, góffi Þættir úr þjóðlífinu Þorsteinn Matthíason skrásetti. i bókinni eru þrettán þættir úr íslenzku þjóðlífi, viðtöl og frásagnir. Þorsteinn segir meðal annars: — Þegar við lesum sögu þjóðarinnar, fáum við fyrst og fremst hugmynd íslenzka þjóðin er yfirleitt ætt- rækin og margir kunna nokkur skil á ætt sinni. Rit, sem fjalla um mann fræði og þjóðfegan fróðleik eru því vinsæl hér á landi. — Hvort bindi kostar kr. 450,00. Austan blakar laufiff. Höfundur bókarinnar, Þórður Tóm asson safnvörður frá Vallnatúni seg- ir í formála fyrr bókinni: Þessi bók er helguð vinum mínum, sem lifðu í fórn og kærleika, voru ríkir í fá- tækt, glötuðu aldrei barninu og gátu glaðzt yfír litlu. — Öld þeirra er lið in og minningar hennar eru að hverfa í skugga og gleymsku. Hér er ekki sagt frá öðru en fábreyttu lífi alþýðufólks, baráttu þess, sigrum1 og ósigrum, við aðstæður, sem okk- ur hrýs oft hugur vð. Frásagnir þess ar eru jafnframt dálítið framlag til sögu Rangæinga á 19.öld. Kr. 370,00 Frá kcmmúnisma til Krists Benedikt Arnkelsson þýddi. Höf- undurinn sem er kona og skólastióri í Englandi, gerir í riti þessu grein íyrir því, hvernig skoðanir hennar breytast, og hún laðast að þeirri persónu, sem ein á svar við dýpstu spurningum lífsins: Jesú Kristi. Kr. 50,00. Eldflugan dansar. Guðjón Guðjónsson, skólastjóri þýddi. Þetta er skemmtileg saga og vel þýdd. Segir þar frá hæglátum kaupmanni, sem sendur er til Japan í verzlunarerindum. Og eins og að líkum lætur kynnist hann þar einni af þeim stúlkum (geisha), sem hafa það að atvinnu að skemmta f§rða- mönnum og viðskiptavinum stórra Vérzlújl'arfyrirtaekja. En'''“'Fnörgum hættir til að misskilja starf slíkra um Bob Moran-bókanna er kunnugt þá eru þær r.vo spennandi, að því verður ekki með fáum orðum lýst. Lesið þær og þið munuð sannfærast að lestri loknum. Kr. 175,00 hvor bók. Frank cg Jói Þriffja og fjórffa bókin um bræff- urna Frank og Jóa: Leyndarmál gömlu myllunnar og Týndu félagarn ir. Hér komast þeir bræffurnir og fé lagar þeirra á slóffir bófaflokks og ræningja og tekst þeim meff snar- ræffi sínu aff koma í veg fyrir hættu legt ráffabrugg þeirra. Þeir þeysa um á mótorhjólum, bílum og hraff- bátum og hafa æriff nóg aff starfa við mál sín. Kr. 175.00 hvor bók. Nancy. Tvær bækur: Nancy og gamfa eik in og Nancy og draugahúsið. — Þarna er Nancy á ferðinni með stöll um sínum og lerrdir í hinum ótrúleg- ustu ævintýrum eins og ávallt. — Kr. 175,00 hvor bók. Völuskrín l Sögur handa börnum og ungling. um. Hróðmar Sigurðsson valdi sög urnar. Hróðmar segir-. Það vakti fyr ir mér er ég tók sanran þessa litlu bók að gefa yngstu kynslóðinni kost á að kynnast nokkru af því lestrar- efni, sem feður hennar og mæður, afar og ömmur, glöddu sig við á æskuárum sínum og höfðu að vega- nesti út í lífið. Kr. 160.00. Völuskrín II. Efnið í þessa bók valdi Hróðmar Sigurðsson einnig. Bækurnar eru hvor annarri skemmtilegri og við hæfi barna. — Ekki er ósennilegt, að fleiri bækur komi með þessu nafni. Kr .160,00. Mús cg kisa. Skömmu fyrir síðustu jól kom út barnabók eftir Örn Snorrason. Bókin hét Mús og kisa. — Á nokkrum dögum seldist allt það af bóknni, sem hægt var að koma í ,band — og 'svo hðu jólin. Nú er bókirr kcmin aftur í verzlanir. — Örn Snorrason hefur mikið fengizt við ritstörf og er landskunnur fyrir barnabækur sín at cg þýðingar á vinsælum bainabók um. Kr. bO.fO. Grýla gamla og jólasveinarnr. ■ N) og gamansöm bók handa börn unum eftir Kristján Jóhannesson kenn ara. Fyrr á tímum voru margar sögur á kjeiki um Grýlu gömiu og jólasvein anj og sumar þeirra miður íallegar. Nú er hætt að angra börn rne'ð s!ik- um sögum1. En jólasveinarnir og Givia eru í hugum barnanna okkai orðrar að persónum. sem gleðja og skcmmta. — Þessar nýju sögur eiu lika ætlaðar til bess að gleðja og skerrmta börnunum — Auk Grý.u og jólasveinanna koma hér einnig við “ögu tröllakennariinT Stó;i S:.rt- ur. Sm-iður dvergavórigiir, Kuldabol) Kári vindakóngur og síðasr en ekki sírt Sprautu Trölli, sem er úrvals læknir uppi í tröllabyggðum og mik- ill vinur Grýlu gömlu. Kr. 160,00. Moii litli II. eftir Ragnar Lár. Ragnar Lár samdi í fyrra litla barnabók, sem hann kallaði Mola litla. Bókin er með myndum á hverri blaðsíðu, og segir þar frá litlum flugustrák, honum Mola litla og vini hans, Jóa járnsmið, og erjum þeirra við þorparann Köngul könguló. Nú er komin önnur bók um Mola litla. Þessar bækur eru sérstaklega góðar fyrir börn, sem eru að byrja að lesa. Letrið er stórt og vel skýrt og myndirnar við barna hæfi. Kr. 60,00. Nýja heimiliff. Höfundur Petra Flagstad-Larsen. Hrólfur litli og Anna-Lísa eru syst kin. Hejmili þeirra er í upplausn. en þau fá að dveljast í sveit sumar- langt. Þar bíða þeirra fjölda mörg ævintýri í störfum' og leik. Og þar kynnast þau líka húsdýrunum, sem öllum börnum er nauðsynlegt. Faileg bók og góður lestur handa drengjum og stúlkum. — Kr. 160,00. Stelpurnar, sem struku. Þær voru tvíburar, litlar og fal- legar stelpur, en höfðu alizt upp við fullmikið eftirlæti. Faðir þeirra var vel efnaður, en vegna atvinnu sinn- ar var hann langdvölum erlendis og gat því ekki litið til þeirra sem skyldi. Þær áttu því erfitt meö að sætta sig við aga, þegar lífið barði að dyrum. — Bókin er fjörlega skrif uð cg sagan skemmtileg og falleg. Kr. 160,00. Drengurinn frá Andesfjöllum. Hann er lágvaxinn en hnellinn strákur og elst upp hjá afa sínum. Afi býr einsamall í kofa uppi í Andes fjöllum og mannaferðir eru ekki tíð ar þangað upp eftir. Múldýrarekinn Ernesto kemur þó öðru hvoru. Þeir eru aldavinir, gömlu mennirnir. — Drengurinn á engan að nema afa ■sinn Og þó er mikil saga að bakj hans. En henni kynnumst við, þegar við lesum söguna um Drenginn frá Andesfjöllum. Kr. 175,00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.