Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 4
WWWWWWWWWWWWWWWWWW»WWWMWWWWWmMiWW<MWWWWWWWWmWWWWWV>WW>WWtWWMWWWWWWWWWMWWWWWVWWWWWWWWWW^ 20 Alþýðublaðið 13. desember 1969 j3œkur jiesscir jásl hj á bóksöluni og beirif frá úlgáfuuHt BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6-8 Reykjavík Sími 15434 Kári Tryggvason; Sunnan jökla <ljóð). ísafoldarprentsmiðja. 84 bls. ÞETTA er þriðja bókin, sem Kári Tryggvason yrkir full- orðnum, en auk þeirra hefur hann margt ritað fyrir börn og unglinga. Skáldið er þingeyskt að ætt og uppruna, var lengi bóndi í Víðikeri og kennari í Bárðardal, en hefur nú um ára- Kári Tryggvason. skeið átt bólstað í Hveragerði. Dvölin sunnan jökla eykur Kára Tryggvasyni lífsreynslu, svo og kynni hans af framandi. löndum og þjóðum handan við. sæinn. Endurminningin merlar honum átthagana, svo að hann skynjar þá í nýju ljósi. Ferða- lögin erlendis hafa og gert hann að heimsborgara í skáld- skap sínum. Slíkt verður oft næmgeðja manni þroskavænleg opinberun. Kári hefur vaxið sem skáld af þessum örlögum sínum. Sunnan jökla er drjúg- um meira fagnaðarefni en Yíir Ódáðahraun og Hörpur þar sungu. Kvæðin eru listrænni í heild sinni og sum miklu snjallari. Sunnan jökla skiptist í þrjá- flokka, en meginatriði.vinnu- bragðanna reynast tvenns kon- ar. Annars vegar eru rímuð kvæði hefðbundinnar aðferðar, en hins vegar órímuð. Ný- breytni skáldsins að yrkja ó- rímað gefst Kára ágætlega. Ó- rímuðu Ijóðin bera af að hug- kvæmni og smekkvísi. Þau forða því, að höfuðstafir og stuðiar einskorði orðavalið og kveðskapinn, en við því er hætt, þegar annar eins hag- yrðingur og Kári Tryggvason rímar. Gallar rímuðu ljóðanna fel- ast einkum í byggingarlagi þeirra. Kári sér ýmsar sýnir og er myndrænt skáld, en honum tekst ekki nærri allfaf að raða þeim sýnum í túlkuninni þann- ig, að úr verði nægilega sam- felld heild. Þó munar stundum mjóu. Svo er um Fjallgöngu* mann. Það kvæði myndi sýnu betra, ef öðru erindinu væri sleppt. Þögull ég geng hleðst og verr en skyldi. Mér dettur i hug,, að fyrsta erindi þess ætti að vera síðast. Heimkoman i Djúpadal virðist þar bersýni- lega aðalatriði, er nýtur sín ólíkt betur í niðurlagi en upp- hafi. Bezt rímuðu ljóðanna finnst mér Þjóðsaga. Samlík- ingin um hindina í skóginum gæti raunar verið frá Drach- mann eða Davíð, en það skiptir varla máli. Úrslitum ræður, að hér kemst skemmtileg mynd prýðisvel á framfæri við i.es- endur og magnar kvæðið ríku skáldskapargildi. Órímuðu ljóðin standa ótví- rætt betur fyrir sínu, þó að byggingarlagi sumra þeirra sé ábótavant. Hórfið barn nær ein- hvern veginn ekki tilgangi sín- um, enda þótt hugmyndin sé áhrifarík í hófsamri. varfærni. Kannski er röðunin hæpin. Kæmi hér ekki til greina að láta síðasta erindið vera fyrst, miðerindið á sínum stað og fyrsta erindið síðast? Þá væri samlíkingin um leikföngin orð- in þungamiðja. Slíkri aðferð beitir Kári í Vetrarnótt, Mol- búum og Feluleik með þeim árangri, að kvæðin sameina myndræna smelckvísi og kunn- áttusamt formskyn. Þau !jóð ætla ég að skeri úr um, að Kári Tryggvason sé listrænt skáld, þegar orðin rugla ekki skynjunina. Hann má vara sig á málgleði sinni og hagmælsku. Honum er ekki nóg að komast suður jökla og út í heim, þó að hann hafi farið þangað mikils erindis. — Reynslan ijær honum listrænni yrkis- efni en norðan fjalla, en hún gerist ekki nema hálfur sigur, ef vinnubrögðin fara í handa- skolum. Kári er þvílíkt skáld, að maður hlýtur að gera til haús strangar kröfur. Þeim svarar hann að minni hyggju ágætlega í Þjóðsögu: Við gengum til skógar og glóey skein svo glatt og hlýtt. Framh. á bls. 25. bækur Sunnan jökla og úti í heimi GUÐMUNDUR DANÍELSSON DUNAR Á EYRUM ÖLFUSÁ - SOG Alhliða lýsing á þessum tveimur ólíku straum- vötnum. Saga samgangna fyrr og nú, ferjurnari brýrnar, slysfarir og þjóðtrú, auk stangarveiði.. » Rætt við: Jörund Brynjólfsson, Tómas Guð- mundsson, Adam Hoffritz, Ósvald Knudsen o.fl. » Annað efni ma.: Gallharður að bjarga mér, Úr fórum Árna í Alviðru og sögur af Nes-Gísla-, Hrakfallasögur, Skrímslið, Flóðin, Loftárás o.fíw JStefáft /Jóhssoh Bók um sraldurinn að fiska á siöngr «Sf niennina, sem knnna það ROÐSKINNA er fyrsta bók sinnar tegundar á íslenzku — Stangarveiði, veiðimannasögur ■Á: Skrifuð fyrir þá geysimörgu, sem eru for- fallnir í stangarveiði eða eru líklegir til að fá þessa bráðskemmtilegu „bakteríu.“ 'A' 47 litmyndir af laxa- og silungaflugum Hedevig Winther 3^S/j/'/'s//ss/'és//'/s<isi' /'p ///'S'-i Ai á ///'//$ Heillandi ástarsaga, slungin töfrum góðlátlegrar glettni og gamansemi með ívafi harmsögulegra atburða, sem leiðir af gjálífi ungs aðalsmanns. Bók unga fólksins á hverjum tíma, tildurslaus og sannfærandi. * Fylgist með unga manninum á torsóttri leið hans til lífshamingju BYSSUR og SKOTFIMI Eftir EGIL JÓNASSON STARDAL Fyrsta bókin um skotfimi, byssur og veiðar á íslenzku. Bókin er bráðnauðsynleg fyrir hinn vana veiðimann sem byrjandann. Lesið í bókinni: * Um sögu skotvopnanna. * Hvernig á að skjóta á flugi. * Hvernig á að hirða og hreinsa skotvopn. * Hvernig á að stilla miðunartæki og sjónauka. * Hvernig á að búa sig í veiðiferð um vetur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.