Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 11
Alþýðublaðið 13. desamíber 1969 27 Árið 1968 í máli og myndum „Árið 1968 — StórviðburðiL’ líð andi stundar í myndum og máli með íslenzkum sérkafla“ — er komið út. Lokið er við að dreifa bókinni út á land til áskrifenda sem eru margir og trúfastir, en bókin er gefin út í 6000 ein- tökum. Árbókin er 340 bls. að stærð og skipta myndirnar hundruðum. I íslenzka kaflan- um. eru 80 myndir, þar af 8 lit- myndir og er höfunda getið í __nafnaskrá. Forstjóri Bókaútgáfunnar Þjóðsögu er Hafsteinn Guð- mundsson og annaðist hann um- brot íslenzka kaflans. Ritstjórn alþjóðlegu útgáfunnar er í hönd um Nils Lodin, Svíþjóð, Kerttu Saarela, Finnlandi og Hans Sliuder, Sviss. Gísli Ólafsson, ritsjóri, hefur annazt ritstjórn erlendá kaflans í íslenzku út- gáfunni, en íslenzka sérkaflann hefur Björn Jóhannsson, frétta- i. stjóri, tekið saman. Innlendu myndirnar eru flestar teknar af Ijósmyndurum dagblaðanna. Undirbúningur að Árbók 1969 hófst í ársbyrjun, en það ár virð ist ætla að verða eitt mesta stórviðburðaár í sögu mannkyns ins, með mannaferðum á tungli, byg'g'ingu geimstöðva og byrjun arkönnun nærliggjandi stjarna í sólkerfi voru. — Verð bókarinn- ar er kr. 1.185. „Heslaslrákarnir og dvergurinn" Romin er út ný barnabók eftir Ólofu Jónsdóttur. Heitir bókin „Hestastrákarnir ög dvergur- inn“, gefin út af Prentverki hf., stærð 70 bls. Teikningar gerði Halldór Pétursson. Þetta er saga um kaupstaðar- dreng sem dvelst í sveit hjá frænda sfnum. Fjallar sagan úm ævintýri hans, bæði raunveru- leg og þjóðsagnakennd. y,xv ^ !»*<•••<<* HAFÍSINN nefnist rnikið rit- verk, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út, en þar eru birt öll þau erindi sem flutt-voru á hafísráðstefnunni í Reykjavík á s. 1. vetri og auk þess er í bók inni úrdráttur úr þeim umræð- um, sem fram fóru um erindin. Alls rita 23 vísinda- og fræði- menn í bókina, en ritstjóri henn ar er Markús Á. Einarsson veð- urfræðingur. Trausti Einarsson prófessor, Hlynur Sigtryggsson verðurstofustjóri, Sigurður Þór- arinsson prófessor og Unnsteinn Stefánsson haffræðingur hafa skipað. útgáfuráð verksins. Bók- in um hafísinn er fyrsta alhliða vísindai’itið um þennan hvíta vágest, sem út kemur á íslenzku, e’n að stærð er bókin 552 bls. og er hún prýdd fjölda mynda og í henni ei-u einnig u. þ. b. 250 skýringarkort og uppdrætt- ir. Torfi Jónsson sá um útlit og teiknaði kápu. Félagsmanna- verð er kr. 980. Vísindarif um hafísinn Mesta njósna- blekkinoin MAÐURINN SEM EKKI VAR TIL nefnist frásaga úr síðaí’a stríði eftir Ewen Mantagu, sejn Prentsmiðja Jóns Helgasonir gefur út í þýðingu Skúla Bjark- an. Segir bókin frá því sem hö|- undur nefnir „mestu njósná- blekkingu síðari heimsstyrjalcj- ar“, en það var sú aðgerð ár bandamenn fengu Þjóðverja tjl að trúa því að í vændum væri innrás í Grikkland, þegar í sta^- Inn var gerð landganga á Sikií- ey vorið 1943. Bókin er 129 blis. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. 1 Leðurblökutlug FLUG LEÐURBLÖKUNNÁÍR nefnist skáldsaga eftir Doná d Gordon, sem Álfheiður Kjáflt- ansdóttir hefur þýtt, en Preni- smiðja Jóns Helgasonar gef^r út. Sagan segir frá því, gð sovézk eldflaug lendir í Hyáe Park í London með úrslitakoáti frá sovézku stjórninni. Svaj’- skeyti þarf að lenda á Rauða- torginu í Moskvu innan sjö dágji, annars gæti það þýtt endalcár heimsins. Flug leðurblökunnár er 238 bls. að stærð, prentuð.jí Prentsmiðju Jóns Helgasonar.j BURLINGTON skyrtan er jólaskyrtan / ár Heimsþekkf gæðavara viðurkennd af brezku neytendasamiökunum Stærðilr: 14—14 ^—l 5—15 %—16—16 17—171/2—18—18 V2 Terylene — Zephyr — Poplin Voile — Poplin Striped— Cotton — Nylon assorted. Útsölustaðir: Bolungarvík: Verzl Einars Guðfinnssonar Reykjavík: Herrabúðin, Austurs. Herrabúðin, Vesturv. P. Eyfeld, Laugav. Akureyri: Herradeild J.M.J. Keflavík: Klæðaverzlun B.J. ísafjörffur: ; Verzlun Einars og Kristjáns Blönduós: Kaupfélag % Húnvetninga Hvammstangi: Verzl. Sig. Pálmas. Borgarnes: 1 Kaupf. Borgf. Húsavík: Kaupf. Þingeyinga I Ölafsfjörffur: Verzlunin Lín HornafjörSur: Kaupf. A-Skaftf. Hvolsvöllur: T KaupL Rangæinga SelfOSS: 1 T* Kaupfélagið Höfn Dalvík: ' T, Verzlunin Höfn Búffardalur: , Kaupf. Hvammsfj. Siglufjörffur: Verzl. Túngata 1 Bíldudalur: Kf. Arnfirðinga Stykkshólmur: K. Stykkisbólms. Gei|r Hallsteinsson: „Éftir erfiðan leik er gott að klæðast Burlington- skyrtu. Hún er lipur og þægileg, auðveld í þvotti og alltáf sem ný, því bvet ég talla til að eignast Burling- tonskyrtu, hún reynist bezt.“ Einar Magnússon: „Ég kaupi Burlingon-skyrtu, af því að þær elra ódýr ar, fállegar, fara vel og eru fáanlegar í öllum stærðum og lituin.“ Gefið vini yðar hana í jólagjöf! Einkaumboð á íslandi: SÖEBECHSVERZLUN, Urnboðs- og heildverzlun. Háaleitisbraut 58—60 Sími 83150.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.