Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.12.1969, Blaðsíða 8
24 Alþýðublaðiö 13. desember 1969, \ HÚSGAGNAVEBZLUNIN I DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KÓPAVOGI HJA OKKUR ERU NYJUNGARNAR Við erum alltaf á undan með form og gæði 15°Jo AFSLÁTTUR gegn staðgreiðslu á allri okkar framleiðslu - Gildir aðeins til jóla! Opið til klukkan 10 í kvöld og á hverju kvöldi til jóla - Ath. Það er skotvegur i Kópavoginn eftir nýju brúnum! DÚNA MASTER, með lausum Dúna púðum og dönsku áklæði DÚNA AMBASSADOR. Sófasett hinna vandlátustu DÚNA EXELENT með lausum springpúðum og dönsku áklæði . HÚSGAGNAVERZLUNIN AUÐBREKKU 59 i SÍMI: 42400 •; ytjiw IKOPAVQOI mj’ JÓLAÖS Framhald af bls. 17 umferð í búðinni fyrir jól en á öðrum tímum árs? — Já, það er það. Mikið er leitað eftir ódýrum og vel út- lítajndi unglingabókum og eins og eg sagði áðan að ef maður er með eitthvað að bókum frá fyrri.árum sem líta vel út þá eru þær oft keyptar til jólagjafa. Aftur á móti er minni sala í bókurri sem fólk kaupir til þess að lesa yfir helgar. — En bókamenn, koma þeir eins mikið í jólaösinni? — Það er ósköp svipað. Þeir láta alltaf sjá sig ef eitthvað er að hafa, og þeir nasa Það fljótlega uppi. — Ertu farinn að finna það þegar að komin er jólaös? — Það er byrjað. Annars hef ur veðrið verið svo leiðinlegt síðustu daga að fólkið fer lítið út til að verzla. — En hvenær íarið þið að fá inn aftur nýju bækurnar, t. d. þær sem korna út núna fyrir jólin? — Sumt fáum við fyrir jól. Einstaka menn selja okkur ný;- ar bækur fyrir jólin. Það eru aðallega menn sem taka bæk- ur upp í vinnulann hjá útgef- endum og gagnrýnendur sem búnir eru að lesa bækurnar og kæra sig ekki um að eiga þær. Svo eftir jólin kemur fólk tals vert með nýjar bækur og skipt- ir gjarnan eða selur okkur. — Hver er þá afslótturinnj^ — Ef bókin er vel útlítandi þá reiknar maður með að verð- ið sé um tveir þriðju af bóka- búða verði. Fólk gefur Framhald af bls. 21 — Já, en við erum líka með innlendar bækur. Fólk kaupir sér hvort tveggja íslenzkar og erlendar bækur. —,Hvenær seldjnjðu mest? — Fjóra síðustu dagana. — Líka í erlendum bókum? — Já, en sala erlendu bók- anna er jafnari, dreifist meira á allan mánuðinn. —. ✓ Oboðinn gestur Framh. af bls. 19. viðhorfi annars fólks og af- skiptasemina, kx-öfuna um að allir aðrir verði að vera eins og maður er sjálfur. Varast ber .að skilja þessa sögu epískuni skilningi. ísíenzk ir lesendur (og gagnrýnendur) eru svo vanir epískum skáld- sögum að þeim hættir til að leggja epískan skilning á allan skáldskap. Rökréttur samhang- andi söguþráður táknar engan veginn epískan skáldskap. Það er þvert á móti einkenni margra fjarstæðubókmennta- verka að miðla fáránleika með hversdagslegum söguþræði, ein faldlega vegna þess að óvenju- legum hlutum er auðveldara að koma til skila með venjulegum hætti. Þetta á ekki hvað sízt við um persónusköpun. Leigj- andinn birtir mjög grunnar persónulýsingar ef þær eru mældar á epískan mælikvarða. Við vitum til að mynda því sem næst ekkert um útlit söguper- sónanna ef frá er tekinn gest- urinn, þar sem útlitið virðist notað til að gefa lesandanum lykil að táknrænum skilningi. En við vitum býsna mikið um þessi hjón, einkum konuna, og lífsviðhorf þeirra. Við skynj- um úrræðaleysi konunnar, ein- angrun hennar og vanmáttar- kennd. Þessi kona minnir óneit- anlega töluvert á húsmóðurina í Sögu handa börnum í Veizlu undir grjótvegg. Við fáufn einn ig furðu glögga mynd af ófull- burða samlífi þessara hjóna og fullkomna uppgjöf gagnvart kröfunni um smáborgai’alega að hæfingu. Og þessi persónulýs- ing nægir sögunni vegna þess að Leigjandinn er ekki fyrst og fremst saga einstaklinga heldur fyrirbæris, keðju að- stæðna og atburða sem dregur þetta fólk á eftir sér. Söguþráðurinn er á nokkrum stöðum kryddaður fáránleika eða súrrealisma. Sumt af þessu er auðskilið eins og þegar hús bóndi og gestur vaxa. saman eða ferðataska gestsins sem geymir allt milli himins og jarð ar. Annað liggur eklci eins í augum uppi eins og til dæmis þegar húsbóndinn drekkur mjólk úr brjósti konu sinnar í stað samfara eða þegar maríu- líkneskjan verður allt í einu lifandi. Ég ætla mér ekki að gera tilraun til að túlka þessi atriði fyrir lesendum, enda hætt við að skilningur slíkra fyrir- bæra hljóti að verða fullkom- lega persónubundinn. En ég segi fýrir mína parta að méi’ finnst þetta krydd auka gildi frásagnai’innar og stinga skemmtilega í stúf við hvers- dagsleikann í sögunni að öðru leyti. Ég vil ekki 'halda því fram að leigjandinn sé alfullkomið skáidverk þótt aðfinnslur séu ekki í frammi hafðar í þessari grein. En sagan er svo góð að mér finnst aðfinnslur með öllu óþarfar. Svava Jakobsdóttir sýnir enn sem fyrr að í henni býr athyglisverður rithöfundur sem náð hefur furðulegu valdi á söguformi eftir ekki fleiri ■ bækur. Að lokum þetta: Sagan hefst með þeirri yfii’lýsingu konunn- ar að maður sé svo öryggislaus þegar maður leigir. Mér virð- ist sagan varpa fram þeirri spurningu hvaða öryggi felist í því að eiga hús. Njörður P. Njarðvik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.