Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 33

Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 33
JOLABLAÐ 1969 33 Twmmmrmmmmv FYRIR Umsjón: Álfheiður Bjarnadóttir MARSIPAN 4 msk. hveiti 4 msk. rjómi 50 gr. sætar möndlur og 2 beiskar. 250 gr. flórsykur. Hveiti og rjóma hi-ært saman, soðið upp og hrært stöðugt í pottinum. Möndlurnar eru af- hýddar og malaðar nokkrum ■ sinnum í möndlukvörn, síðast rtieð flórsykrinum. Látið á' bök- unarplötu. Rjómajafningnum sém er alveg kaldur hellt yfir og síðan er allt hnoðað saman. Úr þessu fæst ca. 350 gr. af marsipan. KEISARAKONFEKT I 150 gr. marsipan 50 gr. flórsykur 3 matskeiðar þykkt ribsberjahlaup li5—20 möndlur. Marsipanið hnoðað með flór- sykrinum og skipt í j afna hluta, sem úr eru gerðar kúlur. Þær eru síðan látnar á bökunar- plötu og Jbola gerð í hverja kúlu, sem síðan er fyllt með ribsberjahlaupinu. Söxuðum möndlum stráð yfir, og bakað við 175 gráðu hita í nokkrar mínútur. RUSINUTOPPAR 150 gr. hjúpsúkkulaði, '2 mask. rjómi 1 Yz matsk. romrn 1/50 gr. ljósar rúsínur. Súkkulaðið er brætt í vatnsbaði 40 gráðu heitu. Rjóma óg rommi bætt í og síðan tekið 'af hitanum. Þá er rúsínunum baétt í og þetta látið í konfektmót. ISSUKKULAÐI 200 gr. hjúpsúkkulaði 100 gr. palmín, 2 egg Hakkaðir hnetukjarnar. Súkkulaðið er brætt í vatns- baði og palmínið brætt. Látið kólna meðan eggin eru þeytt. Palmín og egg sett varlega sam an við og stöðugt hraert í. Lát- ið í konfekt mót og hökkuðum hnetukjörnum stráð yfir. Frh. á 46. síðu. JÓU6AKSTURINN Súkkulaðibros. 125 gr hveiti, 100 gr smjör eða smjörlíki, 25 gr sykur, Yz matsk. vanilusykur, 1 mat sk. kakó, 125 gr hveiti, 50 gr hjúpsúkkulaði. Smjörið er hrært vel með sykr inum, hveitið og kakóið sett í. Hnoðað saman með fáum hand tökum og síðan er deiginu sprautað í litlar skeifur á vel smurða plötu. Bakað við 200 gráður í 8 mín. Kökurnar kældar og síðan dyf- ið í hjúpsúkkulaðið. Líka má strá á þær kókosmjöli eða hökk uðum möndlum, sem er þá gert fyrir bökun. Randíarkökur (sjá mynd). 200 gr hveiti, 125 gr hrís- mjöl, 75 gr sykur, 200 gr smjörl. rauð og græn cock- tailber. Hveiti, hrísmjöl og sykur er hnoðað með smjörlíkinu í þykka rúllu. Pakkað í álpapp- ír og sett 1 ísskápinn ca. 2 tíma. Rúllan er skorin í sneið- ar, sem settar eru á vel smurða plötu. Hálft eocktailber látið á hverja köku og þær bakaðar í 8 mín. Jólahjörtu. 175 gr hveiti, 50 gr. sykur, liOO gr. smjörlíki, % eggja- rauða. Til skreytingar: Yz eggjarauða, 3 matsk. grófur sykur og möndlur, eða skrautsykur.. Deigið er blandað og hnoðað á venjulegan hátt, en eins lítið og hægt er. Pakkað í álpappír og látið standa til næsta dags. Þá er það flatt út og gerðar hjartalaga kökur með þar. til gerðu móti. Þær eru látnar á vel smurða plötu og bakaðar x 7 mín. Töfrakökur (sjá mynd). 375 gr hveiti, 225 gr smjörl., 200 gr sykur, 30 gr kakó. Venjulegt hnoðað deig, sem ef til vill þarf örlítið meira hveiti ef það virðist of feitt. Því er skipt í tvo hluta ög ann ar hnoðaður með kakóinu. — Geyma á köldum stað í klukku tíma. Síðan eru gerðar kökur eftir hugmyndaflugi hvers og eins ,þær eru síðan kældar í 1—2 tíma, látnar á plötu og bakaðar í 7—9 mín. Keisarastengur. 125 gr hveiti, 75 gr hafra- mjöl, 75 gr sykur, 4 beizkar Frh. á 45. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.