Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 15
JOLABLAÐ 1969 15
EFTIR MAX EASTMAN
Hann hafði sérkennilega á-
sýnd, — hátt, og hvelft enni,
sem hvarf í nakinn skallann,
snubbótt kartöflunef og sítt og
hrokkið alskegg í nokkurri mót
setningu við djörf og gáfuleg
leiftur augnanna. Þetta útlit
mannsins var jafnan vinsæll
skotspónn í græskulausu gamni
vina hans og kunningja, og sjálf
ur varð hann fyrstur til að
henda gaman að því. Hann var
fátækur og hálfgerður slæp-
ingi, — myndhöggvari að iðn,
en heldur af lakara taginu.
Ekki vann hann handtak um-
fram brýnustu þarfir, svo að
hann gæti fætt og klætt konu
sína og þrjá syni. Hans uppá-
haldsíþrótt var að tala. Og þar
eð húsfreyja hans var þras-
gjörn kona, sem notaði tungu
sína eins og geðvondur ekill
svipuna, forðaðist hann að vera
heima meira en nauðsyn
; krafði.
Hann hafði það fyrir reglu
'i að rísa úr rekkju, áður en dag-
ur rann, borðaði morgunverð í
hasti, tvær brauðsneiðar vætt-
ar í víni, smeygði sér í treyju
og steypti að síðustu yfir sig
kufli úr grófu efni. Þannig bú-
inn hraðaði hann för sinni í leit
að markaðstorgi eða hofi, heim-
ili einhvers kunningja, baðhúsi
eða þá bara einhverju götu-
horni, þar sem hann gat hitt
menn að máli og komið rök-
ræðum af stað. Öll heimaborg
hans logaði af rökræðuástríðu.
Borgin var Aþena, og maður-
inn, sem hér er talað um, var
Sókrates.
Ekki var útlit hans eitt sér-
kennilegt heldur einnig hættir
., hans og hugmyndir, sem hann
hélt fast við með ljúfmannlegri
þrjózku. Einhverju sinni hafði
einn vina hans spurt véfréttina
í Delfí, hver væri vitrastur
manna í Aþenu. Öllum til undr-
unar hafði hofmærin þá nefrit
nafn þessa iðjuleysingja —
nafn Sókratesar.
Sjálfur hafði hann hins veg-
ar eftirfarandi skýringu á* reið-
um höndum; „Véfréttin hefur
útnefnt mig vitmsta manninn
í Aþenu, af því að ég er sá
eini, sem veit, að hann veit
ekkert.“
Þessi klóka og laundrjúga
auðmýkt færcji honum yfir-
burðasigur í hverri rökræðu.
Hann varð í raun og veru eins
konar hrísvöndur á kunningja
sína jafnt og ókunnuga. Að-
ferð hans var sú, að lýsa fýrst
yfir eigin vanþekkingu, láta-síð
an hverja spurninguna reka
aðra og lokka þannig menn til
að gera furðulegustu játning-
ar, eins og slóttugur saksókn-
ari væri þarna að verki;
iSókrates var postuli rökréttr
ar hugsunar. Hann gekk um
strætin í Aþenu og predikaði
rökvísi, á sama hátt og Jesús
ferðaðist um Palestínu 400 ár-
um síðar og boðaði kærléikáhn.
Og nákvæmlega eins og meist-
arinn frá Nasaret, án þesS að
skrifa eitt einasta orð, náði
hann sterkari tökum á hugurri
fólksins en þótt hann hefði sam
ið bækur í fullan skáp.
Hann gat gengið beint frarn-
an að fyrirmennum stáðafins,
vikið sér auðmjúkur að mestu
mælskusnillingum eða hverj-
um sem var og spurt, hvört
þeir vissu 1 raun og veru, um
hvað þeir væru að tala. Komið '
gat það t. d. fyrir, að háttsett-
ur stjórnmálamaður vætt að
flytja ræðu og lyki orðurn sín-
um með ættjarðarhjali uriwiug
rekki og um heiður þarin og.
hamingju, sem'fólgin væri í
því að fá að deyja fyrir fóstur-
jörðina. Þá háfði ræðumaður
varla- sleppt síðasta orðinu, fyrr
en Sókrates stóð frammi fyrir
honum og sagði: „Fyrirgefið
framhleypni mína, en riaig lang
ar gjarnan að vitá nákvæmlega
hvað þér mebiið með orðinu
hugrekki.“
„Hugrekki er að standa stað-
fastur á sínum verði á hætt-
unnar stund“, var kannske svár
að í styttirigi. ’ '
En Sókrates lét ekki slá sig
„En hugsum okkur þær að-
stæður, að bezta úrræðið væri
í því fólgið áð láta úndan
aíga?"
„í slíku tilfelli . . . já, þá lít-
ur dæmið'öðnivísi ut. í slíku
tilfelli ætti maður auðvitað
ekki að standa kyrr.“
„Samkvæmt því virðist þá
hugrekki hvorki. fólgið 1 því
að standa staðfastur á verðin-
um né heldur felst það í þvi
að lóta undan siga .eða flýja.
Hvemig munduð þér 'þá vilja
skilgreina hugrekkið?"
Mælskusnillingurinn hrukk-
aði ennið þungt hu^andi: „Nú
hafið þér komið mér i vanda.
Ég held ég kunni tæpast. svar
við þessari spumingu".,,.^.
„Það kann ég ekki heldur",
sváraði þá Sókrates. „En mér
þætti gaman að vita, hvo$ það
er svo ýkja mikill munur á því -
að vera hugrakkur og að nota,
skynsemi sína, það er að segja
að gera það, sem er Skynsam-
legt hv'erju sinni án tillits til
hættunnar“.
„Þetta virðist gáfulegri á-
■'lýktun", kállaði þá máske ein-
diver úr hópnum, og röddin varð.
' fil þess, að Sokrates snéri máli
sínu að þeim, sem hafði talað.
„Getum við þá orðið sam-
. mála um, — auðvitað í tilrauna
skyni, því hér er um mjög
vandasama spurningu að ræða,
— að hugrekki sé ekkert ann-
að en góð og óhagganleg dóm-
greind? Og ennfremur að and-
stæðan í þessu sambandi sé sú
að láta tilfinningarnar ná yfir-
höndinni, svo að skynsemin
verði að þoka? Erum við sam-
mála?“
Af persónulegri reynslu
kunni Sókrates ágæt skil á hug
rekkinu, og áheyrendur hans
vissu, að hann þekkti hugdirfsk
una niður í kjölinn, því að lík-
amshreysti hans og óbilandi
kjarkur í Pelopsskagastríðinu
urðu fræg og í frásögur færð.
Og ekki síður var honum gef-
inn andlegur styrkur og sið-
ferðisþrek í ríkum mæli. Það
var á allra vitorði, að hann einn
. hélt jafnvægi, þegar almenn
truflun greip um gig eftir sjó-
orustuna við Arginúsisku eyj-
arnar og átta sjóliðsforingjar í
Aþenu voru dæmdir til dauða
fyrir þá sök að hafa látið und-
ir höfuð leggjaSt eða mistekizt
að bjarga drukknandi áhöfn-
um. Sókrates hélt því fram, að
ranglátt væri að dæma heilan
hóp manna í einu lagi og skipti
ekki máli, hvort þeir væru sek
ir eða saklausir.
Efnislega er samtalið hér að
framan tilbúningur að sjálf-
sögðu, en það er samt ágætt
dæmi til skýringar á því hvers
vegna þessi málsnjalli og lág-
. vaxni maður með töfraljómann
á froskandlitinu markaði svo
merkileg tímamót í menningar-
sögu Vesturlanda. Hann hélt
því fram, að við ættum ávallt
að hlýða á rödd skynseminnar,
því að allar dyggðir væru fyrst
og síðast fólgnar í sigri skyn-
seminnar yfir tilfinnmgunum. j
* Sókrates lagði ekki eingöngu
Úherzlu á siðrænt gildi heil-j
steyptrar hugsunar, heldur varð
hann jafnframt fyrstur til að
ríða á vaðið og kenna þau
fræði að marki. Hann var höf
undur þeirrar kenningar, að
sérhvert hugtak, sem um væri'
að ræða, bæri að skilgreina og
skoða niður í kjölinn. Honum
lét að hefja mál sitt á þessa
leið: „Áður en við snúum okk-
ur að sjálfum umræðunum,
skulum við gera okkur ljóst,
hvað það er í raun og veru,
sem við ætlum að tala um.“
Þetta sama hafði vissulega ver-
ið sagt áður í einkasamtölum,
en Sókrates gerði það að kenni
setningu.
Fyrir daga Sókratesar höfðu
þrjár kynslóðir grískra heim-
spekinga rannsakað jörðina og
stjörnurnar allt þetta stórmerka
blómaskeið hyggjuvits og furðu
mikilla fræðistarfa og þannig
lagt hornsteininn að þeirri lær
dæmsgrein, sem við nefnum
náttúruvísindi. Sókrates fór
einnig vísindalegar leiðir í rann
sóknum sínum á „listinni að
lifa“ í mannlegu samfélagi.
Þegar hann var uppi, teygði
sig glæstur heimur grískra
borgríkja og grískrar menning
ar umhverfis botn Miðjarðar-
hafsins, fram með ströndum
Svartahafs og alla leið að landa
mærum Rússlands, og gríski
verzlunarflotinn var einráður
á öllu Miðjarðarhafi. Undir for
ystu hinnar miklu verzlunar-
borgar, Aþenu, höfðu Grikkir
um þessar mundir unnið sigur
á hersveitum persneska stór-
Frh. á 45. tíðu.