Alþýðublaðið - 24.12.1969, Síða 5
JOLABLAÐ 1969 5
úr nöfnum karla, og átti hver í
orði kveðnu að eiga þann, sem
sem hann dró. Varð það eink-
um að gamni, er kostir þóttu
af lakara tagi.
Lusifersnótt var þriðja nótt
fyrir jól. Var þá margt óhreint
á ferð og öllum hentast að
halda sig við heimili sitt.
Jólasveina var von af fjöll-
‘ um, er leið að jólum. Um tölu
þeirra hefur leikið á tveimur
tungum, en um upplag þeirra
og útlit virðast sagnir nokkuð
' sammála. Jón Jónsson skáldi,
einnig nefndur Torfabróðir (d.
1846), lýsir sjálfum sér m. a.
1 á þessa leið í sjálfslýsingarljóði:
I !
f Ofanstuttur, augnastór,
' eins og jólasveinar.
r
i
Allþekkt jólasveinalýsing er
í gömlum húsgangi;
i
~ Jólasveinar sýnast mér
" sigla heim á bæinn minn,
' belgi bera á baki sér,
' biksvartir á hár og skinn.
r
' Mörg h'eimili áttu vart til skipt-
anna ígangsklæði og rúmföt, en
allir urðu að fagna jólum með
hreinum líkama og hreinum
fötum. Það var til líknar fá-
tæktinni, að jafnan var vís fata
þurrkur fyrir jólaþvottinn.
'Niefndist hann fátækraþerrir.
Varast mátti fólk þó að vera
með föt sín í þvotti á sól’stöðu-
stundinni. Á því augnabliki
dröfnuðu öll föt sundur í þvotti
og öll horn voru þá laus á
nautgripum og sauðfé. Maður,
sem fjálgraði þá óvart við horn
á kú eða kind, átti þá eins víst
að gefa því allt aðra stöðu á
slónni ef það hreinlega losnaði
ekki alveg.
Langt fram á þessa öld slát.r
, uðu bændur undir Eyjafjöllum
jólaá, — gott ef al.Iir eru hætt-
ir því enn. Var því trúað, að
ekki þýddi að skjóta sér und-
an þeirri venju; jólaærin var
feig og betra að leggja hana
undir hnífinn en missa hana úr
einhverri ótjálgu, kannski eng-
um til nota. Jólaánni var slátr-
að daginn fyrir Þorláksmessu,
og slátrið úr henni var haft til
matar- á Þorláksmessukvöld.
Jólahangikjötið var soðið- á
• Þorláksmessu. Bóndinn fór þá
í rótina og tók vel í pottinn.
Vandlega var fleytt ofan af
pottinum við suðuna og hangi-
'ketsflotið. gef ið til matar með
jólaketinu að kvöldi jóladags.
Gömul venja var að leggja hörð
fisktálkn ofan í hangiketssoðið
og borða þau samdægurs, en
' hætt var því, er kom fram und
i ir lok Ii9. aldar. Jólahangikjöt-
ið var fært upp í trog og geymt
í búrinu fram á jóladag.
Aðfangadagur jóla var dag-
ur mikilla anna á heimilinu.
Bærinn var fágaður og prýddur
svo sem föng voru á, búið um
rúm, spariföt tekin upp og allt
‘ búið í haginn fyrir hátíðina.
Þvottastampur var víða borinn
út í fjós, og þar laugaði fólk
sig úr volgu vatni. Kvöldgegn-
ingum var flýtt, og ýmsir bænd
1 ur gáfu skepnum sínum ögn
betra fóður undir nóttina helgu
en ella var venja.
í eldhúsinu setti eldakonan
upp súpupottinn að kvöldi og
eldaði súpu af ketinu af jóla-
ánni. Var það föst venja að
hafa ketsúpu til matar á að-
fangadagskvöld, og halda enn
margir þann sið í heiðri. Önnur
eldamennska þá var að baka
jólalummurnar úr fínmöluðu
bankabyggi, yfir hlóðaeldinum;
Fyrstu jólakökurnar undir Eyja
fjöllum bakaði líklega Þóra
Torfadóttir húsfreyja í Varma-
hlíð á níunda tugi síðustu ald-
ar fyrir sig og vinkonur sín-
ar, með líkri aðferð og pott-
brauð, er bökuð voru undir
potti yfir byrgðri glóð. Þóra
hafði verið nemandi í Kvenna-
skólanum í Reykjavík.
Jólahátíðin gekk í garð um
miðaftan á aðfangadagskvöld,
og á því andartaki var eins og
lífið breytti um svip. „Nú er
orðið heilagt“ var viðkvæði
fólksins, og guðsfriður tók
heima í hverju húsi. Bærinn
var prýddur ljósum eftir föng-
um. Hver maður fékk sitt kerti,
og Ijós loguðu hjá hverju rúmi,
ýmist á stjökum eða rúmörm-
Þórbur Tómasson safn-
urn. Á kirkjustöðum var farið
út í kirkju og hátíðin hringd
inn með samhringingu kirkju-
klukkna. Safnaðist heimafólk
og fólk af næStu bæjum þar
stundum saman og hlýddi á
guðsorð, er lesið var upp af
bók, og söng jólasálm. Fyrir
kom líka, að haldinn var aft-
ansöngur, einkum ef vel stóð á
tungli um jólin og gott var veð
vörður að Skógum hefur
ritað jbesso grein um jóla-
hald á fyrri tímum að
beiðni Alþýðublaðsins
ur.
Inni í baðstofunni safnaðist
heimilisfólkið saman í baðstof
unni, prúðbúið og með hátíða-
brag. Nú mátti aðeins lesa gott
orð; lestrarefni kvöldsins var
fengið í Biblíunni, hugvekjum
og sálmabókum. Undir lok 19.
aldar fór fyrst að verða vart
við heimasmíðuð jólatré á
sveitaheimilum. Heimili heldri
manna höfðu þar forystu, hin
komu á eftir. Vel man ég jóla-
tréð, sem faðir minn smiðaði
rétt eftir 1920 og prýddi öll
æskujól mín með marglitum
jólakertum. Kvöldverður var
etinn um klukkan sjö, og litlu
seinna var húslesturinn lesinn.
Jólasálmur var sunginn á und-
an og eftir honum. Seinna um
kvöldið var veitt kaffi með
lummum.
Nú fór jólanóttin — nóttin
helga — í hönd. Spá var fólgin
í veðrinu á jólanótt. Eftir því
fór veðrið á næstu vetrarvertíð.
Alltaf var ljós látið loga í bað-
stofunni til jóladagsmorguns.
Þótti mein, ef ,lj ósið dó um
nóttina og boðaði feigð ein-
hvers heimilismanns. Ljós var
líka látið loga í kirkjum á jóla-
nótt. Var það tendrað á vænu
kerti, sem víst var, að entist
til morguns, og kertið látið
standa í vatnstrogi inni í kórn
um, svo öruggt væri, að eng-
in hætta stæði af Ijósinu. Þetta
var síðast gert í Keldnakirkju
á Rangárvöllum í tíð Guðmund
ar Brynjólfssonar (d. 18831.
Jóladagur rann upp. Þá var
vaknað fyrir allar aldir, ef svo
mætti segja, fótaferð klukkan
sex að morgni. Húsbændur
risu fyrst úr rekkju, gengu út,
litu til veðurs og gengu síðan
til baðstofu, þar sem þeir buðu
góðan dag og gleðileg jól. Þessu
næst las húsbóndinn jóladags-
lesturinn, og jólasálmar voru
sungnir á undan og eftir. Kaffi
með lummum var veitt þegar
eftir lesturinn og síðan snúið
að morgunverkum, gegningum
og mjöltum.
Jólagrauturinn var etinn upp
úr dagmálum, hnausþykkur
bankabyggs- eða grjónagraut-
ur með rúsínum. Upp úr því
tók fólk að tygja sig til kirkju,
ef veður leyfði. Var þá alltaf
tekið til messu um hádegi og
margir áttu langa leið til
kirkju.
Jólin hafa verið nefnd hátíð
ljósanna, og þau voru það engu
síður í fátækt liðinnar aldar,
sem sparaði allan ársins hring,
en lagði sig alla fram og átti
ekkert of gott til að fagna með
jólum sínum. Á ljósahjálmi
kirkjunnar var aðeins kveikt
við jóla- og nýársmessuna. Ljós
voru á öllum kertastæðum með
veggjum, og í gömlu kirkjun-
um voru kertaljós á bitum og
kórgrindum. Kertin brunnu
ekki út í jólamessunni, og eft-
ir messuna söfnuðu kirkjuhald-
arar við sumar kirkjur kerta-
stubbunum saman og gáfu þau
börnunum, sem voru við mess-
una.
Að kvöldi jóladags var jóla-
maturinn skammtaður, hrokað
ir diskar af hangiketi, brauði,
kökum og öðru því góðgæti,
sem búið átti bezt til. Jólamat-
urinn var alltaf svo vel úti iát-
inn, að drjúgur hluti hans fór
í pallkistilinn eða aðra hirzlu,
þar sem hann var geymdur til
málsbóta fyrir næstu daga. Á
jólakvöldið undi heimafólk við
spil, bóklestur eða aðra skemmt
un, er til féllst. Raffi og lumm
ur var veitt, er leið á vöku, og
ekki var kannski örgrannt um,
að bóndinn ætti ögn af brenni-
víni á kútholunni eða jóla-
pelanum til að dreypa út í boll
ana hjá þeim, er meta kunnu.
Á annan í jólum fóru ýmsir
í heimsókn til frænda og vina,
og dæmi voru þess, ef veður
var þá gott, að börn og ungl-
ingar hópuðust saman til leikja
heima við bæ eða úti á svell-
um.
Fljótt leið tíminn fram að
nýári. Gamlársdegi svipaði um
margt til aðfangadags. Hátíðin
gékk líka í garð klukkan sex,
og henni var fagnað með því
að tendra ljósin hrein og hafa
urn hönd guðsorð og góða siði.
Húsfreyjan prýddi og sópaði
bæ sinn út úr dyrum, bar Ijós v
hvert bæjarhús og gekk að lok-
um út í bæjardyr, þar sem húiv
ávarpaði huldufólkið:
Komi þeir, sem koma vi'lja, .
veri þeir, sem vera velja, >
fari þeir, sem fara vilj-a,
mér og mínum að meinaleiusu.
I ’
Á nýársnótt hafði huldufdlkið
fardaga. Margir kannast við
söguna af Flosa, sem sat úti á
krossgötum á nýársnótt til a<5
hamla för álfanna og eignast
auðæfi þeirra. Hann sat þar á
kálfsskinni, hafði öxi í hendi
og einblíndi í eggina. Á höfði
bar hann skotthúfu og hafði
komið krossmarki fyrir í húfu-
snóknum. Huldufólkið þyrptist
að honum og bauð fram gull og
gersemar svo það gæti komizt
leiðar sinnar. Flosi sat öll boð
af sér, þar til honum þótti móð-
ir sín koma að sér með stóran
flotskjöld og rétta sér. Hann
hætti þá að blína í eggina og
sagði: „Sjaldan hef ég nú flot-
inu neitað.“ Það hefði hann þó
betur látið ósagt, því þetta var
huldukona, og nú missti' Flosi
auðsvonina og vitið í þokkabót.
Frá þessu er málshátturinn:
„Sjaldan hef ég nú flótinu
neitað, sagði Flosi.“
Kirkjuklukkum var hringt á
gamlárskvöld, líkt og á að-
fangadagskvöld. Gamla árið var
brennt út á hæð í grennd. við
bæinn, ef veður leyfði. , Oft
voru margir bæir um sömu
brennuna. Hún var geymd til
þrettánda dags jóla, ef illyeð-
ur var á gamlárskvöld.
Veitingar voru hinar sömu á
gamlárskvöld og á aðfanga-
dagskvöld, og Ijós var lífca lát-
ið loga í baðstofunni á nýárs-
nótt. Söm var líka spáin, sem
fólst í því, ef Ijósið drapst um
nóttina.
Miklu máli skipti fyrir: ár-
vekni manna og dugnað á úýju
ári, að snemma væri risið úr
rekkju á nýársmorgun. Vel
reyndu ýmsir þá að muna til
drauma sinna að morgni, 1 þvi
nóttin var ein af fjórum
draumanóttum ársins. 1
Nýársskammturinn var1 að
jafnaði vel útilátinn ekki síður
en jólaskammturinn og gat sá
matarforði hjá einstaka ráð-
deildarmanni enzt allt fratn á
Frh. á 44. síðu.